Hefur trú á að verðbólgumarkmið náist Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2024 20:46 Anna Hrefna Ingimundardóttir kveðst bjartsýn. Stöð 2 Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins segist vera bjartsýn á að markmiðum um minnkun verðbólgunnar verði náð og að ekki þurfi að endurskoða kjarasamninga sem undirritaðir voru í vor. Í dag kynnti peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25 prósentum. Þeir hafa ekki lækkað í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist lítillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir á breiðum grunni ásamt því að verðbólguvæntingar hafi lítið breyst og haldist yfir settu marki. Húsnæðisliðurinn íburðamikill Anna Hrefna Ingimundardóttir segir fjölmargar skýringar búa því að baki að verðbólgan hafi ekki gengið hraðar niður. Erfitt sé að festa fingur á það en að húsnæðisliðurinn sé þó helsti orsakavaldurinn. Samtök atvinnulífsins og Alþýðubandalag Íslands gaf frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem samtökin hvöttu Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir væru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og drægju úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Við erum ekki að segja að Seðlabankinn sé ekki framsýnn. Við erum að leggja áherslu á að rétt eins og það væri varhugavert fyrir Seðlabankann að lækka vexti of snemma þá gæti líka verið slæmt að gera það of seint. Raunvaxtastig er mjög hátt eins og margir hafa bent á og það má svo sem deila um það hvert hæfilegt raunvaxtastig er við þessar aðstæður. Raunvextir eru í 4,2 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan 2009 og það er spáð að hagvöxtur í ár verði hálft prósent,“ segir Anna. Fullan skilning á klemmu Seðlabankans Aðspurð segir Anna tilganginn með yfirlýsingunni ekki hafa verið að hvetja til neinnar sérstakrar ákvörðunar varðandi stýrivexti og að í henni sé engin gagnrýni á að vextir hafi ekki verið lækkaðir hingað til. „Okkur er umhugað um að það sé jafnvægi og stöðugleiki í hagkerfinu og við höfum fullkomnan skilning á þeirri klemmu sem Seðlabankinn er í og því lögbundna markmiði sem hann er bundinn af. Í þessu felst í sjálfu sér ekki gagnrýni á það að vextir hafi ekki verið lækkaðir miðað við það sem nefndin sagði á seinasta fundi og það sem hefur svo raungerst, þeas, að verðbólga hefur ekki minnkað og verðbólguvæntingar hafa ekki lækkað. Þá var viðbúið að vextir yrðu óbreyttir enda voru langflestir greiningaraðilar að spá því,“ segir Anna. Hefur þú trú á að markmiðum um verðbólgu verði náð? „Að sjálfsögðu hef ég trú á því. Ég kýs að vera bjartsýn,“ segir hún að lokum. Seðlabankinn Húsnæðismál Kjaramál ASÍ Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Í dag kynnti peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25 prósentum. Þeir hafa ekki lækkað í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist lítillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir á breiðum grunni ásamt því að verðbólguvæntingar hafi lítið breyst og haldist yfir settu marki. Húsnæðisliðurinn íburðamikill Anna Hrefna Ingimundardóttir segir fjölmargar skýringar búa því að baki að verðbólgan hafi ekki gengið hraðar niður. Erfitt sé að festa fingur á það en að húsnæðisliðurinn sé þó helsti orsakavaldurinn. Samtök atvinnulífsins og Alþýðubandalag Íslands gaf frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem samtökin hvöttu Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir væru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og drægju úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Við erum ekki að segja að Seðlabankinn sé ekki framsýnn. Við erum að leggja áherslu á að rétt eins og það væri varhugavert fyrir Seðlabankann að lækka vexti of snemma þá gæti líka verið slæmt að gera það of seint. Raunvaxtastig er mjög hátt eins og margir hafa bent á og það má svo sem deila um það hvert hæfilegt raunvaxtastig er við þessar aðstæður. Raunvextir eru í 4,2 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan 2009 og það er spáð að hagvöxtur í ár verði hálft prósent,“ segir Anna. Fullan skilning á klemmu Seðlabankans Aðspurð segir Anna tilganginn með yfirlýsingunni ekki hafa verið að hvetja til neinnar sérstakrar ákvörðunar varðandi stýrivexti og að í henni sé engin gagnrýni á að vextir hafi ekki verið lækkaðir hingað til. „Okkur er umhugað um að það sé jafnvægi og stöðugleiki í hagkerfinu og við höfum fullkomnan skilning á þeirri klemmu sem Seðlabankinn er í og því lögbundna markmiði sem hann er bundinn af. Í þessu felst í sjálfu sér ekki gagnrýni á það að vextir hafi ekki verið lækkaðir miðað við það sem nefndin sagði á seinasta fundi og það sem hefur svo raungerst, þeas, að verðbólga hefur ekki minnkað og verðbólguvæntingar hafa ekki lækkað. Þá var viðbúið að vextir yrðu óbreyttir enda voru langflestir greiningaraðilar að spá því,“ segir Anna. Hefur þú trú á að markmiðum um verðbólgu verði náð? „Að sjálfsögðu hef ég trú á því. Ég kýs að vera bjartsýn,“ segir hún að lokum.
Seðlabankinn Húsnæðismál Kjaramál ASÍ Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira