Hefur trú á að verðbólgumarkmið náist Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2024 20:46 Anna Hrefna Ingimundardóttir kveðst bjartsýn. Stöð 2 Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins segist vera bjartsýn á að markmiðum um minnkun verðbólgunnar verði náð og að ekki þurfi að endurskoða kjarasamninga sem undirritaðir voru í vor. Í dag kynnti peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25 prósentum. Þeir hafa ekki lækkað í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist lítillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir á breiðum grunni ásamt því að verðbólguvæntingar hafi lítið breyst og haldist yfir settu marki. Húsnæðisliðurinn íburðamikill Anna Hrefna Ingimundardóttir segir fjölmargar skýringar búa því að baki að verðbólgan hafi ekki gengið hraðar niður. Erfitt sé að festa fingur á það en að húsnæðisliðurinn sé þó helsti orsakavaldurinn. Samtök atvinnulífsins og Alþýðubandalag Íslands gaf frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem samtökin hvöttu Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir væru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og drægju úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Við erum ekki að segja að Seðlabankinn sé ekki framsýnn. Við erum að leggja áherslu á að rétt eins og það væri varhugavert fyrir Seðlabankann að lækka vexti of snemma þá gæti líka verið slæmt að gera það of seint. Raunvaxtastig er mjög hátt eins og margir hafa bent á og það má svo sem deila um það hvert hæfilegt raunvaxtastig er við þessar aðstæður. Raunvextir eru í 4,2 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan 2009 og það er spáð að hagvöxtur í ár verði hálft prósent,“ segir Anna. Fullan skilning á klemmu Seðlabankans Aðspurð segir Anna tilganginn með yfirlýsingunni ekki hafa verið að hvetja til neinnar sérstakrar ákvörðunar varðandi stýrivexti og að í henni sé engin gagnrýni á að vextir hafi ekki verið lækkaðir hingað til. „Okkur er umhugað um að það sé jafnvægi og stöðugleiki í hagkerfinu og við höfum fullkomnan skilning á þeirri klemmu sem Seðlabankinn er í og því lögbundna markmiði sem hann er bundinn af. Í þessu felst í sjálfu sér ekki gagnrýni á það að vextir hafi ekki verið lækkaðir miðað við það sem nefndin sagði á seinasta fundi og það sem hefur svo raungerst, þeas, að verðbólga hefur ekki minnkað og verðbólguvæntingar hafa ekki lækkað. Þá var viðbúið að vextir yrðu óbreyttir enda voru langflestir greiningaraðilar að spá því,“ segir Anna. Hefur þú trú á að markmiðum um verðbólgu verði náð? „Að sjálfsögðu hef ég trú á því. Ég kýs að vera bjartsýn,“ segir hún að lokum. Seðlabankinn Húsnæðismál Kjaramál ASÍ Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fiskikóngurinn uggandi yfir fordæmalausum skorti á tindaskötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fleiri fréttir GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sjá meira
Í dag kynnti peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25 prósentum. Þeir hafa ekki lækkað í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist lítillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir á breiðum grunni ásamt því að verðbólguvæntingar hafi lítið breyst og haldist yfir settu marki. Húsnæðisliðurinn íburðamikill Anna Hrefna Ingimundardóttir segir fjölmargar skýringar búa því að baki að verðbólgan hafi ekki gengið hraðar niður. Erfitt sé að festa fingur á það en að húsnæðisliðurinn sé þó helsti orsakavaldurinn. Samtök atvinnulífsins og Alþýðubandalag Íslands gaf frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem samtökin hvöttu Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir væru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og drægju úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Við erum ekki að segja að Seðlabankinn sé ekki framsýnn. Við erum að leggja áherslu á að rétt eins og það væri varhugavert fyrir Seðlabankann að lækka vexti of snemma þá gæti líka verið slæmt að gera það of seint. Raunvaxtastig er mjög hátt eins og margir hafa bent á og það má svo sem deila um það hvert hæfilegt raunvaxtastig er við þessar aðstæður. Raunvextir eru í 4,2 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan 2009 og það er spáð að hagvöxtur í ár verði hálft prósent,“ segir Anna. Fullan skilning á klemmu Seðlabankans Aðspurð segir Anna tilganginn með yfirlýsingunni ekki hafa verið að hvetja til neinnar sérstakrar ákvörðunar varðandi stýrivexti og að í henni sé engin gagnrýni á að vextir hafi ekki verið lækkaðir hingað til. „Okkur er umhugað um að það sé jafnvægi og stöðugleiki í hagkerfinu og við höfum fullkomnan skilning á þeirri klemmu sem Seðlabankinn er í og því lögbundna markmiði sem hann er bundinn af. Í þessu felst í sjálfu sér ekki gagnrýni á það að vextir hafi ekki verið lækkaðir miðað við það sem nefndin sagði á seinasta fundi og það sem hefur svo raungerst, þeas, að verðbólga hefur ekki minnkað og verðbólguvæntingar hafa ekki lækkað. Þá var viðbúið að vextir yrðu óbreyttir enda voru langflestir greiningaraðilar að spá því,“ segir Anna. Hefur þú trú á að markmiðum um verðbólgu verði náð? „Að sjálfsögðu hef ég trú á því. Ég kýs að vera bjartsýn,“ segir hún að lokum.
Seðlabankinn Húsnæðismál Kjaramál ASÍ Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fiskikóngurinn uggandi yfir fordæmalausum skorti á tindaskötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fleiri fréttir GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sjá meira