Hákon óttaðist um líf vinar síns: „Auðvitað hugsar maður alltaf það versta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 09:32 Angel Gomes var illa útleikinn eftir samstuðið. Hann er sem betur fer á batavegi. Samsett/Vísir Óhugnanlegt atvik átti sér stað í leik Lille í frönsku úrvalsdeildinni um helgina. Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson leikur með liðinu og segir það hafa tekið á. Lukkulega fór betur en áhorfðist í fyrstu. Englendingurinn Angel Gomes, liðsfélagi Hákons, fékk þungt högg frá Amadou Kone, leikmanni Reims, í leik liðanna í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Kone fékk að launum beint rautt spjald og við tók hálftíma löng pása til að hlúa að Gomes sem missti meðvitund. Það féll í fang Hákons að koma inn fyrir Gomes af bekknum en þessi hálftími leið eins og heil eilífð. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega óþægilegt. Sérstaklega þegar það er vinur manns sem lendir í svona. Ég kom auðvitað inn á fyrir hann, ég var bara sendur strax að hita því við héldum ekki að þetta væri svona slæmt,“ segir Hákon, en svo leið og beið. Leikmenn mynduðu varnarhring í kringum Gomes á meðan hlúð var að honum á vellinum.Getty „Svo sér maður alla hlaupa inn á, sjúkraþjálfara og lækna, og svo kemur sérstakt sjúkrateymi frá vellinum. Auðvitað hugsar maður alltaf það versta. Maður er bara stressaður fyrir hönd hans og þetta var alveg erfitt,“ segir Hákon. Gomes reyndi að tala við hann gegnum súrefnisgrímuna Það var því erfitt að hefja leik en Hákon segir Gomes hafa verið með meðvitund sem hafi létt á áhyggjum leikmanna. Leikmenn Lille voru áhyggjufullir, skiljanlega.Getty „Við gerðum svona hring og sáum að hann var vakandi sem gerði það miklu auðveldara að byrja leikinn aftur. Hann fattaði að ég var að koma inn fyrir hann og reyndi að tala við mig. Hann var náttúrulega með einhverja súrefnisgrímu og reyndi að tala við mig. Ég skildi ekkert hvað hann var að segja,“ „Hann mundi það síðan og það er fyndið eftir á að hann hafi fattað að ég var að koma inn á fyrir hann,“ segir Hákon. „Sexý stoðsending“ vakið athygli Betur fór en áhorfðist hjá Gomes sem sendi kveðju á Instagram síðu sinni daginn eftir. Þrátt fyrir að vera illa útleikinn er hann byrjaður að skokka aftur eftir höggið. Í fjarveru hans fékk Hákon byrjunarliðssæti hjá Lille í 2-0 sigri á Slavia Prag í Mesitaradeildinni í gær og nýtti tækifærið með sérlega laglegri stoðsendingu. Hann hefur fengið mikið lof fyrir. „Það hefur margt fólk sent á mig að þetta væri vel gert, aðallega hvað þetta væri sexý, segja sumir,“ segir Hákon og hlær. „En það var bara geggjuð tilfinning að leggja upp svona mikilvægt mark fyrir klúbbinn. Mér fannst þetta líka bara mjög flott hjá mér, ég er bara glaður með þetta,“ segir Hákon. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Þar má sjá ummæli Hákons, höfuðhögg Gomes og stoðsendingu Hákons frá því á þriðjudag. Franski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Englendingurinn Angel Gomes, liðsfélagi Hákons, fékk þungt högg frá Amadou Kone, leikmanni Reims, í leik liðanna í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Kone fékk að launum beint rautt spjald og við tók hálftíma löng pása til að hlúa að Gomes sem missti meðvitund. Það féll í fang Hákons að koma inn fyrir Gomes af bekknum en þessi hálftími leið eins og heil eilífð. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega óþægilegt. Sérstaklega þegar það er vinur manns sem lendir í svona. Ég kom auðvitað inn á fyrir hann, ég var bara sendur strax að hita því við héldum ekki að þetta væri svona slæmt,“ segir Hákon, en svo leið og beið. Leikmenn mynduðu varnarhring í kringum Gomes á meðan hlúð var að honum á vellinum.Getty „Svo sér maður alla hlaupa inn á, sjúkraþjálfara og lækna, og svo kemur sérstakt sjúkrateymi frá vellinum. Auðvitað hugsar maður alltaf það versta. Maður er bara stressaður fyrir hönd hans og þetta var alveg erfitt,“ segir Hákon. Gomes reyndi að tala við hann gegnum súrefnisgrímuna Það var því erfitt að hefja leik en Hákon segir Gomes hafa verið með meðvitund sem hafi létt á áhyggjum leikmanna. Leikmenn Lille voru áhyggjufullir, skiljanlega.Getty „Við gerðum svona hring og sáum að hann var vakandi sem gerði það miklu auðveldara að byrja leikinn aftur. Hann fattaði að ég var að koma inn fyrir hann og reyndi að tala við mig. Hann var náttúrulega með einhverja súrefnisgrímu og reyndi að tala við mig. Ég skildi ekkert hvað hann var að segja,“ „Hann mundi það síðan og það er fyndið eftir á að hann hafi fattað að ég var að koma inn á fyrir hann,“ segir Hákon. „Sexý stoðsending“ vakið athygli Betur fór en áhorfðist hjá Gomes sem sendi kveðju á Instagram síðu sinni daginn eftir. Þrátt fyrir að vera illa útleikinn er hann byrjaður að skokka aftur eftir höggið. Í fjarveru hans fékk Hákon byrjunarliðssæti hjá Lille í 2-0 sigri á Slavia Prag í Mesitaradeildinni í gær og nýtti tækifærið með sérlega laglegri stoðsendingu. Hann hefur fengið mikið lof fyrir. „Það hefur margt fólk sent á mig að þetta væri vel gert, aðallega hvað þetta væri sexý, segja sumir,“ segir Hákon og hlær. „En það var bara geggjuð tilfinning að leggja upp svona mikilvægt mark fyrir klúbbinn. Mér fannst þetta líka bara mjög flott hjá mér, ég er bara glaður með þetta,“ segir Hákon. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Þar má sjá ummæli Hákons, höfuðhögg Gomes og stoðsendingu Hákons frá því á þriðjudag.
Franski boltinn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira