Palmer besti ungi leikmaðurinn en þó ekki í liði ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2024 22:01 Besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu tímabilið 2023-24. EPA-EFE/TOLGA AKMEN PFA (Professional Footballers' Association) verðlaunin voru veitt í kvöld. Þar kjósa leikmenn ensku atvinnumannadeildanna um besta leikmann hverrar deildar fyrir sig, besta unga leikmanninn sem og lið deildarinnar að mati leikmanna er tilkynnt. Það kemur ef til vill ekki á óvart að hinn 22 ára gamli Cole Palmer, leikmaður Chelsea, var kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla. Í 33 leikjum á síðustu leiktíð skoraði hann 22 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Athygli vekur að þó Palmer sé besti ungi leikmaðurinn þá kemst hann ekki í úrvalslið deildarinnar. Liðið sem kosið var af leikmönnum úrvalsdeildarinnar má finna neðar í fréttinni. Cole Palmer is the PFA Young Player of the Year. 🏆 pic.twitter.com/xA1CE0jkaN— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Hin 21 árs gamla Grace Clinton var kosin besti ungi leikmaðurinn í efstu deild kvenna eftir frábært tímabil með Tottenham Hotspur. Þessi efnilegi miðjumaður er samningsbundinn Manchester United eftir að ganga í raðir félagsins árið 2022. Hún stóð sig framar vonum með Tottenham á liðinni leiktíð og verður án efa í stóru hlutverki hjá Man Utd á komandi leiktíð. Grace Clinton is the PFA Young Player of the Year. 🏆#PFAawards pic.twitter.com/ZPW2RLHk3C— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Manchester City tvenna Khadija „Bunny“ Shaw var valin best í efstu deild kvenna eftir að skora 21 mark í aðeins 18 leikjum fyrir Man City. Liðið endaði í 2. sæti eftir hörku baráttu við Chelsea sem stóð enn á ný uppi sem sigurvegari. Bunny Shaw is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/MF6qqBWdPl— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Þá var Phil Foden valinn besti leikmaður úrvalsdeildar karla af kollegum sínum. Foden var mikilvægur hlekkur í liði Man City sem varð enskur meistari fjórða árið í röð. Skoraði Foden 19 mörk í 35 leikjum ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Phil Foden is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/V2nQ6RgrO7— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Meistarar ekki í meirihluta Lið ársins í ensku úrvalsdeild karla var skipað fleiri leikmönnum liðsins sem endaði í öðru sæti heldur en liðsins sem vann. Five in the PFA TOTY for @Arsenal 🤝#PFAawards pic.twitter.com/AhEq6HPMCH— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Liðið er þannig skipað að David Raya (Arsenal) er í markinu. Í fjögurra manna vörn eru Kyle Walker (Manchester City), Virgil Van Dijk (Liverpool), William Saliba og Gabriel Magalhães (báðir Arsenal). Á miðjunni eru Rodri (Man City), Declan Rice og Martin Ødegaard (báðir Arsenal). Fremstu þrír eru svo Ollie Watkins (Aston Villa), Phil Foden og Erling Haaland (báðir Man City). What a team. The PFA Premier League Team of the Year, voted for by the players. pic.twitter.com/XA9cnWiN4j— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Sama var í raun upp á teningnum kvenna megin en ríkjandi meistarar áttu aðeins tvo leikmenn í liði ársins. Liðið er þannig skipað að Khiara Keating (Man City) er í markinu. Í öftustu línu eru Alex Greenwood, Shea Charles (báðar Man City), Laia Aleixandri (Chelsea) og Lotte Wubben-Moy (Arsenal). Á miðjunni eru Yui Hasegawa (Man City), Grace Clinton (Tottenham, á láni frá Man Utd) og Erin Cuthbert (Chelsea). Frammi eru svo Lauren James (Chelsea) ásamt Bunny Shaw og Lauren Hemp (báðar Man City). Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Það kemur ef til vill ekki á óvart að hinn 22 ára gamli Cole Palmer, leikmaður Chelsea, var kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla. Í 33 leikjum á síðustu leiktíð skoraði hann 22 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Athygli vekur að þó Palmer sé besti ungi leikmaðurinn þá kemst hann ekki í úrvalslið deildarinnar. Liðið sem kosið var af leikmönnum úrvalsdeildarinnar má finna neðar í fréttinni. Cole Palmer is the PFA Young Player of the Year. 🏆 pic.twitter.com/xA1CE0jkaN— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Hin 21 árs gamla Grace Clinton var kosin besti ungi leikmaðurinn í efstu deild kvenna eftir frábært tímabil með Tottenham Hotspur. Þessi efnilegi miðjumaður er samningsbundinn Manchester United eftir að ganga í raðir félagsins árið 2022. Hún stóð sig framar vonum með Tottenham á liðinni leiktíð og verður án efa í stóru hlutverki hjá Man Utd á komandi leiktíð. Grace Clinton is the PFA Young Player of the Year. 🏆#PFAawards pic.twitter.com/ZPW2RLHk3C— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Manchester City tvenna Khadija „Bunny“ Shaw var valin best í efstu deild kvenna eftir að skora 21 mark í aðeins 18 leikjum fyrir Man City. Liðið endaði í 2. sæti eftir hörku baráttu við Chelsea sem stóð enn á ný uppi sem sigurvegari. Bunny Shaw is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/MF6qqBWdPl— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Þá var Phil Foden valinn besti leikmaður úrvalsdeildar karla af kollegum sínum. Foden var mikilvægur hlekkur í liði Man City sem varð enskur meistari fjórða árið í röð. Skoraði Foden 19 mörk í 35 leikjum ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Phil Foden is the PFA Players’ Player of the Year 🏆 pic.twitter.com/V2nQ6RgrO7— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Meistarar ekki í meirihluta Lið ársins í ensku úrvalsdeild karla var skipað fleiri leikmönnum liðsins sem endaði í öðru sæti heldur en liðsins sem vann. Five in the PFA TOTY for @Arsenal 🤝#PFAawards pic.twitter.com/AhEq6HPMCH— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Liðið er þannig skipað að David Raya (Arsenal) er í markinu. Í fjögurra manna vörn eru Kyle Walker (Manchester City), Virgil Van Dijk (Liverpool), William Saliba og Gabriel Magalhães (báðir Arsenal). Á miðjunni eru Rodri (Man City), Declan Rice og Martin Ødegaard (báðir Arsenal). Fremstu þrír eru svo Ollie Watkins (Aston Villa), Phil Foden og Erling Haaland (báðir Man City). What a team. The PFA Premier League Team of the Year, voted for by the players. pic.twitter.com/XA9cnWiN4j— Professional Footballers' Association (@PFA) August 20, 2024 Sama var í raun upp á teningnum kvenna megin en ríkjandi meistarar áttu aðeins tvo leikmenn í liði ársins. Liðið er þannig skipað að Khiara Keating (Man City) er í markinu. Í öftustu línu eru Alex Greenwood, Shea Charles (báðar Man City), Laia Aleixandri (Chelsea) og Lotte Wubben-Moy (Arsenal). Á miðjunni eru Yui Hasegawa (Man City), Grace Clinton (Tottenham, á láni frá Man Utd) og Erin Cuthbert (Chelsea). Frammi eru svo Lauren James (Chelsea) ásamt Bunny Shaw og Lauren Hemp (báðar Man City).
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira