Ég er eins og ég er Sólveig Sigurðardóttir skrifar 20. ágúst 2024 16:01 Nú gengur nýtt skólaár í garð. Börn og unglingar setjast á skólabekk, þau hafa jú ekkert um það að segja því almenn skólaskylda er á landinu. Gott og vel með það, en spurningin er hvernig líður börnunum okkar í skólanum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á líðan íslenskra barna og unglinga í skólum landsins. Breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þó flestir unglingar segi að þeim líði vel, þá hefur þeim fjölgað sem greina frá því að þeim líði illa á sálinni. Sextán prósent barna á aldrinum ellefu til fimmtán ára hafa upplifað sig lögð í einelti á netinu. Hverjar eru orsakirnar ? Þetta er flókin spurning. Það er ofboðslega margt sem hefur áhrif á andlega líðan okkar. Við vitum t.d. að með því að sofa vel þá getum við stuðlað að góðri andlegri líðan. Eins með því að borða hollt og hreyfa okkur, allir þessir grunnþættir sem við getum stjórnað sjálf. En svo eru aðrir þættir sem við höfum ekki stjórn á. Við horfum upp á að samskiptin hafa breyst, félagslegur samanburður, óttinn við að missa af eða upplifa sig útundan þar sem sífellt er hægt að sjá hvað aðrir eru að gera og með hverjum . Félagslegur samanburður við aðra á netinu er mörgum ofviða. Allir eru að gera það gott nema ég. Krafan um að hafa ákveðið útlit, vera í fínustu fötunum og eiga flottasta dótið er mörgum erfið. Þau börn sem uppfylla ekki þessar kröfur verða oft utangarðs og verða fyrir einelti. Það má enginn skera sig úr hópnum eða vera”öðruvísi” hvað sem það svo þýðir. Hver er öðruvísi ? Það er enginn öðruvísi en annar, við höfum öll rétt á að vera eins og við erum. Hvort sem hárið er krullað, slétt, blátt eða rautt, hvernig peysu við eigum, hvernig við kjósum að vera eða hvaðan við komum. Það kemur engum við, ef ég vil vera í gulum buxum, blárri peysu, með blátt hár , með gamla skólatösku þá má ég það án þess að vera lögð í einelti. Almenn samskipti og samtöl hafa minnkað, börn kunna orðið illa að leika sér Við sjáum að jafningjasamskipti hafa breyst gríðarlega með tilkomu snjalltækja sérstaklega þar sem fleira fer fram í gegnum samfélagsmiðla. Þar má nefna nánd við félagana, að eignast vini og mynda traust vinasambönd. En svo sjáum við líka alveg að fullorðið fólk, hvort sem það er foreldrar eða ekki, leyfir sér alveg ofboðslega skaðlega og ljóta hegðun á samfélagsmiðlum. Og kannski í samskiptum almennt. Ég er ekki að segja að samfélagsmiðlar séu alslæmir. Síður en svo en við verðum að vanda hvað þar fer fram, fræða börnin og kenna þeim að nota miðlana ekki á særandi hátt fyrir aðra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og allt það. Höfum það hugfast að við vitum ekki hvað aðrir eru að burðast með í sínum bakpoka og það kostar ekkert að brosa framan í náungann. Skólakerfið ásamt foreldrum þarf að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Eflum mannleg samskipti með því að tala við börnin okkar, stuðlum að meiri samvinnu meðal nemenda þar sem tjáningar er krafist. Þjálfum leiðtogafærni, samkennd og náungakærleik. Það eru ein mikilvægustu gildin í lífsins amstri og gleði. Verkefnið www.vinalidar.is hefur verið í gangi í grunnskólum á Íslandi síðan 2013. Það gengur út á að nokkrir nemendur sem kosnir eru vinaliðar stýra leikjum í frímínútum og passa upp á að enginn sé útundan. Nemendurnir öðlast færni í samskiptum og verða leiðtogar með því að stýra leikjunum. Við leggjum áherslu á að góða hegðun og framkomu vinaliðanna við samnemendur. Kannanir hafa sýnt að góður árangur er af verkefninu. Könnun sem gerð var í maí 2024 sýnir að 66.7% telja mikinn árangur hafa náðst, 16.7% mjög miklum og 16.7% litlum árangri. Við höfum alltaf pláss fyrir fleiri skóla á vagninum okkar. Undirrituð er verkefnastjóri Vinaliðaverkefnisins á Íslandi, móðir og amma sem hefur brennandi áhuga á vellíðan barna og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú gengur nýtt skólaár í garð. Börn og unglingar setjast á skólabekk, þau hafa jú ekkert um það að segja því almenn skólaskylda er á landinu. Gott og vel með það, en spurningin er hvernig líður börnunum okkar í skólanum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á líðan íslenskra barna og unglinga í skólum landsins. Breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þó flestir unglingar segi að þeim líði vel, þá hefur þeim fjölgað sem greina frá því að þeim líði illa á sálinni. Sextán prósent barna á aldrinum ellefu til fimmtán ára hafa upplifað sig lögð í einelti á netinu. Hverjar eru orsakirnar ? Þetta er flókin spurning. Það er ofboðslega margt sem hefur áhrif á andlega líðan okkar. Við vitum t.d. að með því að sofa vel þá getum við stuðlað að góðri andlegri líðan. Eins með því að borða hollt og hreyfa okkur, allir þessir grunnþættir sem við getum stjórnað sjálf. En svo eru aðrir þættir sem við höfum ekki stjórn á. Við horfum upp á að samskiptin hafa breyst, félagslegur samanburður, óttinn við að missa af eða upplifa sig útundan þar sem sífellt er hægt að sjá hvað aðrir eru að gera og með hverjum . Félagslegur samanburður við aðra á netinu er mörgum ofviða. Allir eru að gera það gott nema ég. Krafan um að hafa ákveðið útlit, vera í fínustu fötunum og eiga flottasta dótið er mörgum erfið. Þau börn sem uppfylla ekki þessar kröfur verða oft utangarðs og verða fyrir einelti. Það má enginn skera sig úr hópnum eða vera”öðruvísi” hvað sem það svo þýðir. Hver er öðruvísi ? Það er enginn öðruvísi en annar, við höfum öll rétt á að vera eins og við erum. Hvort sem hárið er krullað, slétt, blátt eða rautt, hvernig peysu við eigum, hvernig við kjósum að vera eða hvaðan við komum. Það kemur engum við, ef ég vil vera í gulum buxum, blárri peysu, með blátt hár , með gamla skólatösku þá má ég það án þess að vera lögð í einelti. Almenn samskipti og samtöl hafa minnkað, börn kunna orðið illa að leika sér Við sjáum að jafningjasamskipti hafa breyst gríðarlega með tilkomu snjalltækja sérstaklega þar sem fleira fer fram í gegnum samfélagsmiðla. Þar má nefna nánd við félagana, að eignast vini og mynda traust vinasambönd. En svo sjáum við líka alveg að fullorðið fólk, hvort sem það er foreldrar eða ekki, leyfir sér alveg ofboðslega skaðlega og ljóta hegðun á samfélagsmiðlum. Og kannski í samskiptum almennt. Ég er ekki að segja að samfélagsmiðlar séu alslæmir. Síður en svo en við verðum að vanda hvað þar fer fram, fræða börnin og kenna þeim að nota miðlana ekki á særandi hátt fyrir aðra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og allt það. Höfum það hugfast að við vitum ekki hvað aðrir eru að burðast með í sínum bakpoka og það kostar ekkert að brosa framan í náungann. Skólakerfið ásamt foreldrum þarf að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Eflum mannleg samskipti með því að tala við börnin okkar, stuðlum að meiri samvinnu meðal nemenda þar sem tjáningar er krafist. Þjálfum leiðtogafærni, samkennd og náungakærleik. Það eru ein mikilvægustu gildin í lífsins amstri og gleði. Verkefnið www.vinalidar.is hefur verið í gangi í grunnskólum á Íslandi síðan 2013. Það gengur út á að nokkrir nemendur sem kosnir eru vinaliðar stýra leikjum í frímínútum og passa upp á að enginn sé útundan. Nemendurnir öðlast færni í samskiptum og verða leiðtogar með því að stýra leikjunum. Við leggjum áherslu á að góða hegðun og framkomu vinaliðanna við samnemendur. Kannanir hafa sýnt að góður árangur er af verkefninu. Könnun sem gerð var í maí 2024 sýnir að 66.7% telja mikinn árangur hafa náðst, 16.7% mjög miklum og 16.7% litlum árangri. Við höfum alltaf pláss fyrir fleiri skóla á vagninum okkar. Undirrituð er verkefnastjóri Vinaliðaverkefnisins á Íslandi, móðir og amma sem hefur brennandi áhuga á vellíðan barna og unglinga.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun