Ólafur Ragnar skákar Vigdísi og Guðna Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2024 16:27 Guðni Th. Jóhannesson og Vigdís Finnbogadóttir eru með lægri laun en Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/Vilhelm/Arnar Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, er efstur á tekjulista forseta, alþingismanna og ráðherra með 4,3 milljónir króna á mánuði. Guðni Th. Jóhannesson, einnig fyrrverandi forseti, er með 3,4 milljónir á mánuði og Vigdís Finnbogadóttir með 3 milljónir á mánuði. Þetta kemur fram í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Af ráðherrum er Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, efst með 2,9 milljónir. Þar á eftir kemur Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, með 2,7 milljónir. Aðrir ráðherrar eru: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. 2,2 milljónir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. 2,2 milljónir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. 2,2 milljónir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. 2,1 milljón Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. 2,1 milljón Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. 2,1 milljón Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 2,1 milljón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. 2,1 milljón Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. 2,1 milljón Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. 1,9 milljón (var ekki ráðherra fyrr en í júní 2023) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra. 1,5 milljónir (varð ekki ráðherra fyrr en árið 2024) Ásmund Einar Daðason var ekki að finna á listanum hjá Tekjublaðinu. Launahæstu almennu þingmennirnir eru Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, með 2,2 milljónir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Næst á eftir komu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 1,9 milljónir. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, eru launahæstu óbreyttu þingmennirnir.Vísir/Vilhelm Aðstoðarmenn ráðherra fá einnig ágætis fjárhæð í vasann. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, var með 1,8 milljónir, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, með 1,7 milljónir og Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður innviðaráðherra, með 1,6 milljónir. Öll skáka þau nokkrum þingmönnum hvað varðar launin, þar á meðal Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Flokki fólksins, Oddnýju Harðardóttur, Samfylkingunni og Bryndísi Haraldsdóttur, öll með 1,6 milljónir, Bergþóri Ólasyni, Miðflokki, Vilhjálmi Árnasyni, Sjálfstæðisflokki, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Pírata, og Orra Páli Jóhannssyni, Vinstri grænum, öll með 1,5 milljónir. Sigtryggur Magnason, Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir og Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmenn ráðherra, eru öll með hærri laun en margir þingmenn.Vísir/Vilhelm Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Tekjur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Af ráðherrum er Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, efst með 2,9 milljónir. Þar á eftir kemur Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, með 2,7 milljónir. Aðrir ráðherrar eru: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. 2,2 milljónir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. 2,2 milljónir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. 2,2 milljónir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. 2,1 milljón Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. 2,1 milljón Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. 2,1 milljón Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 2,1 milljón Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. 2,1 milljón Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. 2,1 milljón Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. 1,9 milljón (var ekki ráðherra fyrr en í júní 2023) Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra. 1,5 milljónir (varð ekki ráðherra fyrr en árið 2024) Ásmund Einar Daðason var ekki að finna á listanum hjá Tekjublaðinu. Launahæstu almennu þingmennirnir eru Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, með 2,2 milljónir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Næst á eftir komu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, með 1,9 milljónir. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, eru launahæstu óbreyttu þingmennirnir.Vísir/Vilhelm Aðstoðarmenn ráðherra fá einnig ágætis fjárhæð í vasann. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, var með 1,8 milljónir, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, með 1,7 milljónir og Sigtryggur Magnason, aðstoðarmaður innviðaráðherra, með 1,6 milljónir. Öll skáka þau nokkrum þingmönnum hvað varðar launin, þar á meðal Ásthildi Lóu Þórsdóttur, Flokki fólksins, Oddnýju Harðardóttur, Samfylkingunni og Bryndísi Haraldsdóttur, öll með 1,6 milljónir, Bergþóri Ólasyni, Miðflokki, Vilhjálmi Árnasyni, Sjálfstæðisflokki, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Pírata, og Orra Páli Jóhannssyni, Vinstri grænum, öll með 1,5 milljónir. Sigtryggur Magnason, Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir og Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmenn ráðherra, eru öll með hærri laun en margir þingmenn.Vísir/Vilhelm
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Tekjur Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira