Léttskýjað og allt að fimmtán stig á Suður- og Vesturlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2024 07:13 Veðurfræðingur spáir fallegu veðri á Suður- og Vesturlandi í dag. Vísir/Einar Í dag er útlit fyrir norðlæga golu á landinu, en ákveðnari vindur austast. Dálítil rigning norðaustantil og svalt á þeim slóðum. Það verður yfirleitt léttskýjað og fallegt veður á Suður- og Vesturlandi með hita að 15 stigum þegar best lætur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Á morgun gera svo spár, samkvæmt veðurfræðingi, ráð fyrir því að lægð fari til austurs fyrir sunnan land. „Meginregnsvæði lægðarinnar nær inn á sunnanvert landið og þar verður því lengst af rigning. Í öðrum landshlutum verður skýjað og búast má við dropum öðru hvoru, einkum þegar líður á daginn. Við suðurströndina á miðvikudaginn verður allhvass austan vindstrengur, sem getur verið varasamur fyrir þau ökutæki sem viðkvæmust eru fyrir vindi,“ segir í hugleiðingum hans og að hiti verði líklega á bilinu sex til 12 stig. Á fimmtudag er síðan útlit fyrir að áðurnefnd lægð verði komin fyrir austan land og þá gengur í norðanátt með súld og rigningu, en þurrt að kalla sunnantil á landinu. Greiðfært er um land allt en gott er að fylgjast með uppfærslum á vef Vegagerðar um framkvæmdir og færð og um veður á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Austan og norðaustan 5-13 m/s, en 13-18 við suðurströndina. Rigning sunnan- og suðaustanlands. Skýjað í öðrum landshlutum og dálítil væta af og til síðdegis. Hiti 6 til 12 stig. Á fimmtudag: Norðan 8-13 og súld eða rigning, en þurrt að kalla á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 12 stig, mildast syðst. Á föstudag og laugardag: Norðlæg átt og rigning, einkum á Norðurlandi, en skýjað með köflum og úrkomulítið sunnan heiða. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Norðvestan- og vestanátt með dálítilli vætu norðanlands, en þurrt annar staðar. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á mánudag: Suðvestlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað. Hiti 8 til 14 stig að deginum. Veður Færð á vegum Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Sjá meira
Á morgun gera svo spár, samkvæmt veðurfræðingi, ráð fyrir því að lægð fari til austurs fyrir sunnan land. „Meginregnsvæði lægðarinnar nær inn á sunnanvert landið og þar verður því lengst af rigning. Í öðrum landshlutum verður skýjað og búast má við dropum öðru hvoru, einkum þegar líður á daginn. Við suðurströndina á miðvikudaginn verður allhvass austan vindstrengur, sem getur verið varasamur fyrir þau ökutæki sem viðkvæmust eru fyrir vindi,“ segir í hugleiðingum hans og að hiti verði líklega á bilinu sex til 12 stig. Á fimmtudag er síðan útlit fyrir að áðurnefnd lægð verði komin fyrir austan land og þá gengur í norðanátt með súld og rigningu, en þurrt að kalla sunnantil á landinu. Greiðfært er um land allt en gott er að fylgjast með uppfærslum á vef Vegagerðar um framkvæmdir og færð og um veður á vef Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Austan og norðaustan 5-13 m/s, en 13-18 við suðurströndina. Rigning sunnan- og suðaustanlands. Skýjað í öðrum landshlutum og dálítil væta af og til síðdegis. Hiti 6 til 12 stig. Á fimmtudag: Norðan 8-13 og súld eða rigning, en þurrt að kalla á sunnanverðu landinu. Hiti 5 til 12 stig, mildast syðst. Á föstudag og laugardag: Norðlæg átt og rigning, einkum á Norðurlandi, en skýjað með köflum og úrkomulítið sunnan heiða. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Norðvestan- og vestanátt með dálítilli vætu norðanlands, en þurrt annar staðar. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á mánudag: Suðvestlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað. Hiti 8 til 14 stig að deginum.
Veður Færð á vegum Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Sjá meira