Heimir: Valsmenn fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk Andri Már Eggertsson skrifar 19. ágúst 2024 20:45 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennskuna Vísir/Anton Brink FH gerði 2-2 jafntefli gegn Val í annað skiptið á tímabilinu. Leikurinn var mikill rússíbani og bæði lið skoruðu í uppbótartímanum. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með frammistöðu liðsins. „Úr því sem komið var þar sem þeir skoruðu á 94. mínútu sýndum við karakter að koma til baka og jafna. Ef maður skoðar leikinn í heild sinni og þá sérstaklega seinni hálfleik þá var eitt lið á vellinum og við vorum miklu betri.“ „Það var sama upp á teningnum í fyrri umferðinni þá vorum við miklu betri líka en Valsmenn eru góðir að því leytinu til að þeir refsa liðum og þurfa ekki mörg færi til að skora. Þeir fengu tvö færi í þessum leik og skoruðu tvö mörk. Það voru vonbrigði að vinna ekki þennan leik,“ sagði Heimir eftir leik. Heimir var ánægður með frammistöðu liðsins og fór yfir það hvað breyttist hjá FH í síðari hálfleik þar sem hans menn sundurspiluðu Val. „Við vorum betri á boltanum í seinni hálfleik og það var gott flot á boltanum. Við vorum að fá fyrirgjafir og vorum hættulegir í föstum leikatriðum. Skiptingarnar lyftu leik liðsins og það hjálpaði til. Við megum ekki gleyma því að það var góður karakter að koma til baka.“ Valur var yfir í hálfleik og aðspurður út í fyrsta mark gestanna sagði Heimir að þetta hafi verið uppskrift sem hann hafði séð oft áður. „Þetta var uppskrift sem við höfum séð oft áður. Bæði fyrra og seinna markið þar sem Birkir Már [Sævarsson] fer upp vænginn og hann er ótrúlega góður í að tímasetja hlaup og Tryggvi [Hrafn Haraldsson] kom inn í teig og við gleymdum okkur en heilt yfir náðum við að loka á það sem þeir voru að gera og við tökum það með okkur.“ „Eins og ég sagði fyrir leik þá var leikurinn okkar gegn KR var slakur þrátt fyrir að öll tölfræði hafi sýnt að við vorum betri þá var fínt að spila á móti góðu liði og fá stig,“ sagði Heimir að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sjá meira
„Úr því sem komið var þar sem þeir skoruðu á 94. mínútu sýndum við karakter að koma til baka og jafna. Ef maður skoðar leikinn í heild sinni og þá sérstaklega seinni hálfleik þá var eitt lið á vellinum og við vorum miklu betri.“ „Það var sama upp á teningnum í fyrri umferðinni þá vorum við miklu betri líka en Valsmenn eru góðir að því leytinu til að þeir refsa liðum og þurfa ekki mörg færi til að skora. Þeir fengu tvö færi í þessum leik og skoruðu tvö mörk. Það voru vonbrigði að vinna ekki þennan leik,“ sagði Heimir eftir leik. Heimir var ánægður með frammistöðu liðsins og fór yfir það hvað breyttist hjá FH í síðari hálfleik þar sem hans menn sundurspiluðu Val. „Við vorum betri á boltanum í seinni hálfleik og það var gott flot á boltanum. Við vorum að fá fyrirgjafir og vorum hættulegir í föstum leikatriðum. Skiptingarnar lyftu leik liðsins og það hjálpaði til. Við megum ekki gleyma því að það var góður karakter að koma til baka.“ Valur var yfir í hálfleik og aðspurður út í fyrsta mark gestanna sagði Heimir að þetta hafi verið uppskrift sem hann hafði séð oft áður. „Þetta var uppskrift sem við höfum séð oft áður. Bæði fyrra og seinna markið þar sem Birkir Már [Sævarsson] fer upp vænginn og hann er ótrúlega góður í að tímasetja hlaup og Tryggvi [Hrafn Haraldsson] kom inn í teig og við gleymdum okkur en heilt yfir náðum við að loka á það sem þeir voru að gera og við tökum það með okkur.“ „Eins og ég sagði fyrir leik þá var leikurinn okkar gegn KR var slakur þrátt fyrir að öll tölfræði hafi sýnt að við vorum betri þá var fínt að spila á móti góðu liði og fá stig,“ sagði Heimir að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Sjá meira