Skeytasendingar ráðherra til marks um valdþreytu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. ágúst 2024 16:18 Jóhann Páll Jóhannsson Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem nokkrir hafa munnhöggvast opinberlega síðustu daga, nota stöðu sína í eigin þágu til að skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga. Síðustu daga hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar staðið í skeytasendingum sín á milli, og ekki í fyrsta sinn. Annars vegar er það milli Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra og formanns VG og Guðlaugs Þórs Þórðarssonar umhverfisráðherra, sem tókust á um orkumál. Sömuleiðis hafa Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi staðið í skeytasendinghum um útlendingamálin og hvort þau skuli vera forgangsmál innan ríkisstjórnarinnar. Þar segist Guðrún „algjörlega ósammála“ Guðmundi Inga en málaflokkurinn fellur innan valdsviðs þeirra beggja. „Ráðherrar ríkisstjórnarinnar nota stöðu sína í eigin þágu, til að senda einhver skilaboð og búa sér til sérstöðu í aðdraganda kosninga. Í stað þess að beita kröftum sínum til að þjóna þjóð sinni, eins og þau eru kjörin til að gera,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn í sérkennilega stöðu. „Hann er kominn í einhverja stjórnarandstöðu gegn sjálfum sér í útlendingamálum og orkumálum, málaflokkum sem hann hefur farið með í tíu ár eins og allir þekkja, það er auðvitað kómískt.“ Einn hagsmunaaðili sem gleymist Ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um forgangsmál ætti að fara frá, segir Jóhann Páll. „Og gefa valdið aftur í hendur kjósenda. Þessi ríkisstjórn hefði fyrir löngu átt að sjá sóma sinn í því að fara frá. En þau hanga saman á hræðslunni við kjósendur, því miður.“ „Það er alltaf einn hagsmunaaðili sem gleymist í þessum skeytasendingum milli ráðherra, og það er þjóðin. Hún á heimtingu á því að hér sé starfhæf ríkisstjórn sem kemur sér saman um forgangsröðun verkefna í þágu samfélagsins sem hún á að þjóna,“ segir Jóhann Páll. Spurður hvers vegna ráðherrar kjósi að deila opinberlega segir hann: „Ráðherrar eru í einhverri stöðutöku hver gagnvart öðrum í stað þess að sinna verkefnunum sem þau voru kjörin til að sinna. Til marks um valdþreytu.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Orkumál Flóttafólk á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Síðustu daga hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar staðið í skeytasendingum sín á milli, og ekki í fyrsta sinn. Annars vegar er það milli Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra og formanns VG og Guðlaugs Þórs Þórðarssonar umhverfisráðherra, sem tókust á um orkumál. Sömuleiðis hafa Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Guðmundur Ingi staðið í skeytasendinghum um útlendingamálin og hvort þau skuli vera forgangsmál innan ríkisstjórnarinnar. Þar segist Guðrún „algjörlega ósammála“ Guðmundi Inga en málaflokkurinn fellur innan valdsviðs þeirra beggja. „Ráðherrar ríkisstjórnarinnar nota stöðu sína í eigin þágu, til að senda einhver skilaboð og búa sér til sérstöðu í aðdraganda kosninga. Í stað þess að beita kröftum sínum til að þjóna þjóð sinni, eins og þau eru kjörin til að gera,“ segir Jóhann Páll í samtali við fréttastofu. Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn í sérkennilega stöðu. „Hann er kominn í einhverja stjórnarandstöðu gegn sjálfum sér í útlendingamálum og orkumálum, málaflokkum sem hann hefur farið með í tíu ár eins og allir þekkja, það er auðvitað kómískt.“ Einn hagsmunaaðili sem gleymist Ríkisstjórn sem geti ekki komið sér saman um forgangsmál ætti að fara frá, segir Jóhann Páll. „Og gefa valdið aftur í hendur kjósenda. Þessi ríkisstjórn hefði fyrir löngu átt að sjá sóma sinn í því að fara frá. En þau hanga saman á hræðslunni við kjósendur, því miður.“ „Það er alltaf einn hagsmunaaðili sem gleymist í þessum skeytasendingum milli ráðherra, og það er þjóðin. Hún á heimtingu á því að hér sé starfhæf ríkisstjórn sem kemur sér saman um forgangsröðun verkefna í þágu samfélagsins sem hún á að þjóna,“ segir Jóhann Páll. Spurður hvers vegna ráðherrar kjósi að deila opinberlega segir hann: „Ráðherrar eru í einhverri stöðutöku hver gagnvart öðrum í stað þess að sinna verkefnunum sem þau voru kjörin til að sinna. Til marks um valdþreytu.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Orkumál Flóttafólk á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Hælisleitendur Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira