Stefán Teitur fær þriðja þjálfarann í jafn mörgum leikjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2024 13:31 Stefán Teitur ræðir við dómara leiks Swansea City og Preston North End. Ian Cook/Getty Images Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston Nord End steinlágu gegn Swansea City í ensku B-deildinni í gær. Í kjölfarið sagði Mike Marsh upp störfum en hann hafði tímabundið verið ráðinn þjálfari liðsins eftir að Ryan Lowe sagði upp eftir fyrsta leik tímabilsins. Hinn 25 ára gamli Stefán Teitur gekk í raðir Preston í sumar eftir gott tímabil með Silkeborg í Danmörku á síðustu leiktíð. Það verður seint sagt að vera hans á Englandi byrji vel en Preston virðist ófært um að finna þjálfara sem helst í starfi. Eftir fyrsta leik tímabilsins ákvað Ryan Lowe að stíga til hliðar en hann hafði stýrt liðinu síðan í desember 2021. Liðið lá gegn Sheffield United í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar og því taldi Lowe það eina rétta í stöðunni að segja upp. Liðið hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum á síðustu leiktíð og var því tæknilega séð í frjálsu falli þó nýtt tímabil væri nýhafið. Mike Marsh tók tímabundið við liðinu en það gekk ekki betur en svo að liðið steinlá gegn Swansea í Suður-Wales í gær, laugardag. Í kjölfar ósigursins ákvað Mike að segja starfi sínu lausu og því er Preston enn á ný í leit að þjálfara þrátt fyrir að tímabilið sé aðeins tveggja leikja gamalt. 📝 Club Update | Mike Marsh#pnefc— Preston North End FC (@pnefc) August 17, 2024 Skagamaðurinn hefði getað óskað sér betri byrjunar hjá nýju liði en Lowe vildi ólmur fá hann til liðs við sig í sumar. Nú er bara að bíða og vona að nýr þjálfari liðsins sé einnig hrifinn af leikstíl þessa 25 ára gamla Skagamanns. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Stefán Teitur gekk í raðir Preston í sumar eftir gott tímabil með Silkeborg í Danmörku á síðustu leiktíð. Það verður seint sagt að vera hans á Englandi byrji vel en Preston virðist ófært um að finna þjálfara sem helst í starfi. Eftir fyrsta leik tímabilsins ákvað Ryan Lowe að stíga til hliðar en hann hafði stýrt liðinu síðan í desember 2021. Liðið lá gegn Sheffield United í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar og því taldi Lowe það eina rétta í stöðunni að segja upp. Liðið hafði tapað síðustu fimm leikjum sínum á síðustu leiktíð og var því tæknilega séð í frjálsu falli þó nýtt tímabil væri nýhafið. Mike Marsh tók tímabundið við liðinu en það gekk ekki betur en svo að liðið steinlá gegn Swansea í Suður-Wales í gær, laugardag. Í kjölfar ósigursins ákvað Mike að segja starfi sínu lausu og því er Preston enn á ný í leit að þjálfara þrátt fyrir að tímabilið sé aðeins tveggja leikja gamalt. 📝 Club Update | Mike Marsh#pnefc— Preston North End FC (@pnefc) August 17, 2024 Skagamaðurinn hefði getað óskað sér betri byrjunar hjá nýju liði en Lowe vildi ólmur fá hann til liðs við sig í sumar. Nú er bara að bíða og vona að nýr þjálfari liðsins sé einnig hrifinn af leikstíl þessa 25 ára gamla Skagamanns.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Fleiri fréttir England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Sjá meira