Hákon Arnar kom inn fyrir Angel Gomes sem meiddist illa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2024 19:35 Gomes var á endanum borinn af velli. Ligue 1 Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum í 1-0 sigri Lille á Reims eftir að Angel Gomes varð fyrir skelfilegum meiðsli og leikurinn var stöðvaður í rúmlega hálftíma. Flestar af stærstu knattspyrnudeildum Evrópu eru farnar af stað og sú franska er ekki þar undanskilin. Lille sótti Reims heim í dag í því sem var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Bruno Genesio en hann tók við af Paulo Fonseca sem AC Milan réð í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar mátti þola það að hefja leik á bekknum en kom inn á eftir að Abdul Kone keyrði inn í Angel Gomes með þeim afleiðingum að Englendingurinn lá óvígur, og meðvitundarlaus, eftir. 🚨🏴 Concern for Angel Gomes - 'violent blow' to the head. Emergency services were called over immediately, reports @RMCsport. Sending strength, awful situation. 🙏 pic.twitter.com/ZB6LDApvVf— EuroFoot (@eurofootcom) August 17, 2024 Kone fékk rautt spjald fyrir brotið en næsta hálftímann var allt stopp áður en Gomes náði meðvitund á ný og farið var með hann á sjúkrahús. Lille staðfesti það á samfélagsmiðlum sínum en ekki er vitað meira að svo stöddu. Nous pouvons confirmer qu'Angel Gomes a repris conscience et a été transféré à l'hôpital.Toutes nos pensées sont tournées vers lui ❤️#SDRLOSC— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Hákon Arnar kom eins og áður sagði inn fyrir Gomes á 44. mínútu þegar leikurinn hófst að nýju. Það var hins vegar vel rúmlega hálftíma bætt við fyrri hálfleikinn og á þeim tíma tókst varnarmannonum Bafode Diakite að koma gestunum yfir. Hann fagnaði með því að sýna myndavélinni treyju Gomes. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í síðari hálfleik skoraði Jonathan David annað mark Lille eftir undirbúning hins 17 ára Ethan Mbappé og lokatölur 2-0 Lille í vil. Les Dogues commencent leur saison en @Ligue1 par une victoire sur la pelouse de Reims, mais la soirée est aussi marquée ce soir par les images du choc reçu par Angel Gomes.Rendez-vous mardi au Stade du Hainaut pour la réception du Slavia Prague 👊#SDRLOSC 90' I 0-2— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Í Noregi lagði Sædís Rún Heiðarsdóttir upp fyrsta mark Vålerenga í 6-0 sigri liðsins á Arna-Bjørnar. Sædís Rún og stöllur eru á toppi deildarinnar með 48 stig að loknum 18 leikjum. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira
Flestar af stærstu knattspyrnudeildum Evrópu eru farnar af stað og sú franska er ekki þar undanskilin. Lille sótti Reims heim í dag í því sem var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Bruno Genesio en hann tók við af Paulo Fonseca sem AC Milan réð í sumar. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar mátti þola það að hefja leik á bekknum en kom inn á eftir að Abdul Kone keyrði inn í Angel Gomes með þeim afleiðingum að Englendingurinn lá óvígur, og meðvitundarlaus, eftir. 🚨🏴 Concern for Angel Gomes - 'violent blow' to the head. Emergency services were called over immediately, reports @RMCsport. Sending strength, awful situation. 🙏 pic.twitter.com/ZB6LDApvVf— EuroFoot (@eurofootcom) August 17, 2024 Kone fékk rautt spjald fyrir brotið en næsta hálftímann var allt stopp áður en Gomes náði meðvitund á ný og farið var með hann á sjúkrahús. Lille staðfesti það á samfélagsmiðlum sínum en ekki er vitað meira að svo stöddu. Nous pouvons confirmer qu'Angel Gomes a repris conscience et a été transféré à l'hôpital.Toutes nos pensées sont tournées vers lui ❤️#SDRLOSC— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Hákon Arnar kom eins og áður sagði inn fyrir Gomes á 44. mínútu þegar leikurinn hófst að nýju. Það var hins vegar vel rúmlega hálftíma bætt við fyrri hálfleikinn og á þeim tíma tókst varnarmannonum Bafode Diakite að koma gestunum yfir. Hann fagnaði með því að sýna myndavélinni treyju Gomes. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í síðari hálfleik skoraði Jonathan David annað mark Lille eftir undirbúning hins 17 ára Ethan Mbappé og lokatölur 2-0 Lille í vil. Les Dogues commencent leur saison en @Ligue1 par une victoire sur la pelouse de Reims, mais la soirée est aussi marquée ce soir par les images du choc reçu par Angel Gomes.Rendez-vous mardi au Stade du Hainaut pour la réception du Slavia Prague 👊#SDRLOSC 90' I 0-2— LOSC (@losclive) August 17, 2024 Í Noregi lagði Sædís Rún Heiðarsdóttir upp fyrsta mark Vålerenga í 6-0 sigri liðsins á Arna-Bjørnar. Sædís Rún og stöllur eru á toppi deildarinnar með 48 stig að loknum 18 leikjum.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Sjá meira