„Kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifa 17. ágúst 2024 18:15 Óskar Hrafn Þorvaldsson á hliðarlínunni þegar hann var enn þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét „Blendnar tilfinningar, að mörgu leyti fannst mér við spila þennan leik mjög vel,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir sinn fyrsta leik sem aðalþjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið tapaði 2-0 fyrir Vestra fyrir vestan en Óskar Hrafn sá þó margt jákvætt í leik sinna manna. „Fannst við koma okkur í frábærar stöður og leysa lágblokkina þeirra mjög vel og sköpuðum okkur fín færi og að stórum hluta er ég mjög sáttur við spilamennsku liðsins með boltann,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Eftir aðeins tvær æfingar saman finnst mér ég sjá hluti sem er hægt að byggja ofan á en á móti kemur að mörkin tvö sem þeir skora eru full auðveld. Í seinni hálfleik riðlaðist leikurinn aðeins þegar við þurftum að skipta mönnum úr stöðum og misstum jafnvægið úr liðinu. Klárt mál að þetta er leikur sem að við getum byggt ofan á.“ Um mörk Vestra „Auðvitað er það kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn. Það er klárt mál að það er kjaftshögg fyrir alla sem koma að liðinu. En mér fannst við samt svara því vel en það var kannski erfiðara að fá annað markið á sig svona rétt undir lok hálfleiksins, það var pínu þungt.“ „Fannst við samt koma sterkir inn í seinni hálfleikinn, sköpuðum okkur helling af færum og fundum lausnir við ágætlega skipulögðu Vestra-liði.“ Um hvað má betur fara „En þú verður að nýta færin og það er næsta mál sem við þurfum að laga, svo er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi staðsetningar sóknar- og varnarlega í öftustu línu og það gerir að verkum að við vorum stundum auðsæralegir þegar þeir fóru í skyndisóknir. Það er svo sem hlutur sem er mjög auðvelt að laga. Þannig að eins og sárt og leiðinlegt það er að tapa þessum leik þá er þetta klárlega leikur og frammistaða sem við getum byggt ofan á,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. KR er í 9. sæti með 18 stig, fjórum stigum frá HK sem er í fallsæti. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
„Fannst við koma okkur í frábærar stöður og leysa lágblokkina þeirra mjög vel og sköpuðum okkur fín færi og að stórum hluta er ég mjög sáttur við spilamennsku liðsins með boltann,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Eftir aðeins tvær æfingar saman finnst mér ég sjá hluti sem er hægt að byggja ofan á en á móti kemur að mörkin tvö sem þeir skora eru full auðveld. Í seinni hálfleik riðlaðist leikurinn aðeins þegar við þurftum að skipta mönnum úr stöðum og misstum jafnvægið úr liðinu. Klárt mál að þetta er leikur sem að við getum byggt ofan á.“ Um mörk Vestra „Auðvitað er það kjaftshögg þegar þú færð á þig mark og ert búinn að vera sterkari aðilinn. Það er klárt mál að það er kjaftshögg fyrir alla sem koma að liðinu. En mér fannst við samt svara því vel en það var kannski erfiðara að fá annað markið á sig svona rétt undir lok hálfleiksins, það var pínu þungt.“ „Fannst við samt koma sterkir inn í seinni hálfleikinn, sköpuðum okkur helling af færum og fundum lausnir við ágætlega skipulögðu Vestra-liði.“ Um hvað má betur fara „En þú verður að nýta færin og það er næsta mál sem við þurfum að laga, svo er ákveðinn misskilningur í gangi varðandi staðsetningar sóknar- og varnarlega í öftustu línu og það gerir að verkum að við vorum stundum auðsæralegir þegar þeir fóru í skyndisóknir. Það er svo sem hlutur sem er mjög auðvelt að laga. Þannig að eins og sárt og leiðinlegt það er að tapa þessum leik þá er þetta klárlega leikur og frammistaða sem við getum byggt ofan á,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. KR er í 9. sæti með 18 stig, fjórum stigum frá HK sem er í fallsæti.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira