„Ansi mikið breytt“ með komu Slots Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 14:31 Mohamed Salah hitti í mark í dag þegar Liverpool vann Ipswich, 2-0. Getty/Bradley Collyer Mohamed Salah átti hefðbundna draumabyrjun á tímabilinu með Liverpool þegar hann skoraði og lagði upp mark í 2-0 sigri á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. „Þetta var í sannleika sagt ansi erfitt í dag, það var mjög hlýtt í veðri. Þetta er erfiður andstæðingur og ég er ánægður með sigurinn. Það er alltaf gaman að gera gæfumuninn,“ sagði Salah í samtali við TNT Sports eftir leikinn. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en eftir mörkin frá Diogo Jota og Salah var aldrei spurning hvernig færi, þó að nýliðarnir létu Liverpool hafa fyrir hlutunum. „Það er sérstaklega erfitt að mæta þeim [nýliðum] á þeirra heimavelli. Áhorfendurnir eru í gír. En þetta vissum við og vorum búnir undir erfiðan leik,“ sagði Salah sem alltaf skorar eða leggur upp mark í fyrstu umferð. „Vonandi held ég bara áfram svona út leiktíðina. Ég reyni alltaf að vera að hjálpa og það er altlaf gaman að skora eða leggja upp,“ sagði Salah. Arne Slot tók miðvörðinn Jarell Quansah af velli eftir fyrri hálfleikinn og setti Ibrahima Konate inn á í hans stað. Spurður út í þetta eftir leik sagði Slot einungis að um taktíska breytingu hefði verið að ræða. Hollendingurinn tók að sér þá gríðarlegu áskorun að stýra Liverpool næstur á eftir Jürgen Klopp, og fékk þrjú stig í fyrstu tilraun. En hvernig lýsir Salah breytingunum á milli stjóra? „Það er ansi mikið breytt. Jürgen var með liðið í átt ár, gaf allt í þetta, og núna er nýr stjóri með nýtt upplegg. Þetta eru ansi miklar breytingar fyrir okkur, við þurfum að aðlagast. Við verðum að skilja hans leikstíl og njóta fótboltans,“ sagði Salah og bætti við. „Við þurfum ekki að vera að setja meiri pressu á hann, við verðum bara að njóta þess að spila fótbolta. Sjáum svo hvað setur.“ Enski boltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
„Þetta var í sannleika sagt ansi erfitt í dag, það var mjög hlýtt í veðri. Þetta er erfiður andstæðingur og ég er ánægður með sigurinn. Það er alltaf gaman að gera gæfumuninn,“ sagði Salah í samtali við TNT Sports eftir leikinn. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en eftir mörkin frá Diogo Jota og Salah var aldrei spurning hvernig færi, þó að nýliðarnir létu Liverpool hafa fyrir hlutunum. „Það er sérstaklega erfitt að mæta þeim [nýliðum] á þeirra heimavelli. Áhorfendurnir eru í gír. En þetta vissum við og vorum búnir undir erfiðan leik,“ sagði Salah sem alltaf skorar eða leggur upp mark í fyrstu umferð. „Vonandi held ég bara áfram svona út leiktíðina. Ég reyni alltaf að vera að hjálpa og það er altlaf gaman að skora eða leggja upp,“ sagði Salah. Arne Slot tók miðvörðinn Jarell Quansah af velli eftir fyrri hálfleikinn og setti Ibrahima Konate inn á í hans stað. Spurður út í þetta eftir leik sagði Slot einungis að um taktíska breytingu hefði verið að ræða. Hollendingurinn tók að sér þá gríðarlegu áskorun að stýra Liverpool næstur á eftir Jürgen Klopp, og fékk þrjú stig í fyrstu tilraun. En hvernig lýsir Salah breytingunum á milli stjóra? „Það er ansi mikið breytt. Jürgen var með liðið í átt ár, gaf allt í þetta, og núna er nýr stjóri með nýtt upplegg. Þetta eru ansi miklar breytingar fyrir okkur, við þurfum að aðlagast. Við verðum að skilja hans leikstíl og njóta fótboltans,“ sagði Salah og bætti við. „Við þurfum ekki að vera að setja meiri pressu á hann, við verðum bara að njóta þess að spila fótbolta. Sjáum svo hvað setur.“
Enski boltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira