„Ansi mikið breytt“ með komu Slots Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 14:31 Mohamed Salah hitti í mark í dag þegar Liverpool vann Ipswich, 2-0. Getty/Bradley Collyer Mohamed Salah átti hefðbundna draumabyrjun á tímabilinu með Liverpool þegar hann skoraði og lagði upp mark í 2-0 sigri á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. „Þetta var í sannleika sagt ansi erfitt í dag, það var mjög hlýtt í veðri. Þetta er erfiður andstæðingur og ég er ánægður með sigurinn. Það er alltaf gaman að gera gæfumuninn,“ sagði Salah í samtali við TNT Sports eftir leikinn. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en eftir mörkin frá Diogo Jota og Salah var aldrei spurning hvernig færi, þó að nýliðarnir létu Liverpool hafa fyrir hlutunum. „Það er sérstaklega erfitt að mæta þeim [nýliðum] á þeirra heimavelli. Áhorfendurnir eru í gír. En þetta vissum við og vorum búnir undir erfiðan leik,“ sagði Salah sem alltaf skorar eða leggur upp mark í fyrstu umferð. „Vonandi held ég bara áfram svona út leiktíðina. Ég reyni alltaf að vera að hjálpa og það er altlaf gaman að skora eða leggja upp,“ sagði Salah. Arne Slot tók miðvörðinn Jarell Quansah af velli eftir fyrri hálfleikinn og setti Ibrahima Konate inn á í hans stað. Spurður út í þetta eftir leik sagði Slot einungis að um taktíska breytingu hefði verið að ræða. Hollendingurinn tók að sér þá gríðarlegu áskorun að stýra Liverpool næstur á eftir Jürgen Klopp, og fékk þrjú stig í fyrstu tilraun. En hvernig lýsir Salah breytingunum á milli stjóra? „Það er ansi mikið breytt. Jürgen var með liðið í átt ár, gaf allt í þetta, og núna er nýr stjóri með nýtt upplegg. Þetta eru ansi miklar breytingar fyrir okkur, við þurfum að aðlagast. Við verðum að skilja hans leikstíl og njóta fótboltans,“ sagði Salah og bætti við. „Við þurfum ekki að vera að setja meiri pressu á hann, við verðum bara að njóta þess að spila fótbolta. Sjáum svo hvað setur.“ Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira
„Þetta var í sannleika sagt ansi erfitt í dag, það var mjög hlýtt í veðri. Þetta er erfiður andstæðingur og ég er ánægður með sigurinn. Það er alltaf gaman að gera gæfumuninn,“ sagði Salah í samtali við TNT Sports eftir leikinn. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en eftir mörkin frá Diogo Jota og Salah var aldrei spurning hvernig færi, þó að nýliðarnir létu Liverpool hafa fyrir hlutunum. „Það er sérstaklega erfitt að mæta þeim [nýliðum] á þeirra heimavelli. Áhorfendurnir eru í gír. En þetta vissum við og vorum búnir undir erfiðan leik,“ sagði Salah sem alltaf skorar eða leggur upp mark í fyrstu umferð. „Vonandi held ég bara áfram svona út leiktíðina. Ég reyni alltaf að vera að hjálpa og það er altlaf gaman að skora eða leggja upp,“ sagði Salah. Arne Slot tók miðvörðinn Jarell Quansah af velli eftir fyrri hálfleikinn og setti Ibrahima Konate inn á í hans stað. Spurður út í þetta eftir leik sagði Slot einungis að um taktíska breytingu hefði verið að ræða. Hollendingurinn tók að sér þá gríðarlegu áskorun að stýra Liverpool næstur á eftir Jürgen Klopp, og fékk þrjú stig í fyrstu tilraun. En hvernig lýsir Salah breytingunum á milli stjóra? „Það er ansi mikið breytt. Jürgen var með liðið í átt ár, gaf allt í þetta, og núna er nýr stjóri með nýtt upplegg. Þetta eru ansi miklar breytingar fyrir okkur, við þurfum að aðlagast. Við verðum að skilja hans leikstíl og njóta fótboltans,“ sagði Salah og bætti við. „Við þurfum ekki að vera að setja meiri pressu á hann, við verðum bara að njóta þess að spila fótbolta. Sjáum svo hvað setur.“
Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sjá meira