Rekstraraðilar misvel undirbúnir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 13:28 Þau Sigurhans og Ástríður höfðu ekki gert ráðstafanir vegna reglugerðar um kynhlutlaus klósett. vísir Rekstraraðilar eru misvel búnir undir reglugerðarbreytingu sem gerir þeim skylt að bjóða upp á kynhlutlaus salerni. Varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu. Reglugerðin hefur þegar tekið gildi. Samkvæmt henni er æskilegt að merkja salerni eftir aðstöðu en kynhlutlaus klósett skulu vera til staðar þar sem snyrtingar karla og kvenna eru aðskildar. Þá er spurningin hvort rekstraraðilar hafi gert einhverjar ráðstafanir. Fjallað var um málið og rætt við rekstraraðila í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Nei við höfum enn ekki gert neinar ráðstafanir, en það kemur til með að við gerum það,“ segir Ástríður Kristín Ómarsdóttir rekstrarstjóri Kex hostel. „Við vorum nú bara að frétta af þessu núna í dag, við förum örugglega að skoða þetta. En eins og staðan er núna erum við bara með þetta eins og hefur verið,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson veitingastjóri Íslenska barsins. „Við höfum frá byrjun bara merkt salernin okkar þannig að það eru pissuskálar hér og klósettskálar þarna. Þannig já, við erum klárir,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson eigandi skemmtistaðarins Röntgen. Minna öryggi? Ósanngjarnt? Reglugerðarbreytingin hefur strax skapað umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem einhverjir lýsa áhyggjum yfir því að minna öryggi fylgi því að blanda saman kynjum. Það var gert í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Einhverjir bentu á að fyrirkomulagið hafi gengið án vandræða um nokkurt skeið á ýmsum stöðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gantaðist með málið í færslu á Facebook. Hann segir mikinn mun á kvenna og karlaklósettum og það viti allir karlar sem hafi óvart villst inn á kvennaklósett. „Þeir sem hafa upplifað slíkar sekúndur ættu þó að vita hversu ósanngjarnt það er að hafa slík rými af konum og ætla þeim að vaða þvagpollana karlamegin þar sem maður er þakklátur fyrir það þegar klórlyktin er nógu sterk til að fela það sem undir liggur,“ skrifaði Sigmundur. Alex Diljar varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu „Kynhlutlaus salerni eru fyrir öll, þetta er ekki bara fyrir kvárin. Það geta allir nýtt sér þessa aðstöðu. Það felst mjög lítil breyting í þessu í rauninni.“ Þegar séu mörg kynhlutlaus klósett til staðar. „Það er ekki verið að taka neitt af neinum, bara verið að auka aðgengi fyrir öll.“ Alex Diljar segir margt eftir að gera í lagabreytingum eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi. Hann vill að umræða um transfólk færist frá klósettumræðu.vísir/ívar fannar Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Reglugerðin hefur þegar tekið gildi. Samkvæmt henni er æskilegt að merkja salerni eftir aðstöðu en kynhlutlaus klósett skulu vera til staðar þar sem snyrtingar karla og kvenna eru aðskildar. Þá er spurningin hvort rekstraraðilar hafi gert einhverjar ráðstafanir. Fjallað var um málið og rætt við rekstraraðila í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Nei við höfum enn ekki gert neinar ráðstafanir, en það kemur til með að við gerum það,“ segir Ástríður Kristín Ómarsdóttir rekstrarstjóri Kex hostel. „Við vorum nú bara að frétta af þessu núna í dag, við förum örugglega að skoða þetta. En eins og staðan er núna erum við bara með þetta eins og hefur verið,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson veitingastjóri Íslenska barsins. „Við höfum frá byrjun bara merkt salernin okkar þannig að það eru pissuskálar hér og klósettskálar þarna. Þannig já, við erum klárir,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson eigandi skemmtistaðarins Röntgen. Minna öryggi? Ósanngjarnt? Reglugerðarbreytingin hefur strax skapað umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem einhverjir lýsa áhyggjum yfir því að minna öryggi fylgi því að blanda saman kynjum. Það var gert í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Einhverjir bentu á að fyrirkomulagið hafi gengið án vandræða um nokkurt skeið á ýmsum stöðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gantaðist með málið í færslu á Facebook. Hann segir mikinn mun á kvenna og karlaklósettum og það viti allir karlar sem hafi óvart villst inn á kvennaklósett. „Þeir sem hafa upplifað slíkar sekúndur ættu þó að vita hversu ósanngjarnt það er að hafa slík rými af konum og ætla þeim að vaða þvagpollana karlamegin þar sem maður er þakklátur fyrir það þegar klórlyktin er nógu sterk til að fela það sem undir liggur,“ skrifaði Sigmundur. Alex Diljar varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu „Kynhlutlaus salerni eru fyrir öll, þetta er ekki bara fyrir kvárin. Það geta allir nýtt sér þessa aðstöðu. Það felst mjög lítil breyting í þessu í rauninni.“ Þegar séu mörg kynhlutlaus klósett til staðar. „Það er ekki verið að taka neitt af neinum, bara verið að auka aðgengi fyrir öll.“ Alex Diljar segir margt eftir að gera í lagabreytingum eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi. Hann vill að umræða um transfólk færist frá klósettumræðu.vísir/ívar fannar
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira