Fylgjast náið með barnafjölskyldum í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2024 13:09 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að dvalið hafi verið í 25 húsum í Grindavík í nótt. Vísir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir þá sem dvelja næturlangt í Grindavík mjög meðvitaða um þá hættu sem steðjar að. Barnaverndaryfirvöld fylgist með þeim fjölskyldum sem dvelji með börn í bænum. Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi en engin skjálftavirkni mælist enn. Lögregla og náttúruvársérfræðingar hafa varað íbúa í Grindavík við því undanfarna daga að dvelja í bænum yfir nótt. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í fyrradag að það væri vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem eiga megi von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nærri bæjarmörkunum. Veistu til þess að fólk hafi tekið þessum aðvörunum alvarlega og jafnvel hætt að gista í bænum? „Ég held að allir hlusti á það sem við segjum. Eins höfum við borið út fréttatilkynningu lögreglustjóra í þau hús þar sem dvalið hefur verið í inni í bænum. Í nótt var dvalið í 25 húsum í Grindavíkurbæ. Allir sem þar eru, eru meðvitaðir um stöðuna,“ segir Úlfar. Landris og kvikusöfnun hefur haldið sama hraða undir Svartsengi síðustu daga og er skjálftavirkni sömuleiðis stöðug. Rúmmál kviku undir Svartsengi er nú áætlað meira en fyrir síðasta eldgos, sem hófst 29. maí. Þá er enn í gildi sama hættumat, sem gildir til 20. ágúst að öllu óbreyttu. „Þetta er auðvitað stöðugt í skoðun. Við auðvitað metum hættu meiri norðarlega í bænum. Barnaverndaryfirvöld eru jafnframt upplýst og í samstarfi við lögreglu varðandi þær fjölskyldur sem eru með börn í bænum. Þetta eru örfá tilfelli og oft er um stálpaða unglinga að ræða. Það breytir því ekki að tilmælin hafa alltaf verið skýr og í þá veru að við viljum ekki að börn dvelji í bænum við þessar aðstæður,“ segir Úlfar. Hvað eru þetta mörg börn? „Ég er ekki með fjöldann alveg kláran en þetta eru 34 fjölskyldur og í sjálfu sér ekki allar inni í bænum á sama tíma.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57 „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Lögregla og náttúruvársérfræðingar hafa varað íbúa í Grindavík við því undanfarna daga að dvelja í bænum yfir nótt. Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í fyrradag að það væri vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins þar sem eiga megi von á atburði sem svipar til þess sem varð í janúar, þegar sprunga opnaðist mjög nærri bæjarmörkunum. Veistu til þess að fólk hafi tekið þessum aðvörunum alvarlega og jafnvel hætt að gista í bænum? „Ég held að allir hlusti á það sem við segjum. Eins höfum við borið út fréttatilkynningu lögreglustjóra í þau hús þar sem dvalið hefur verið í inni í bænum. Í nótt var dvalið í 25 húsum í Grindavíkurbæ. Allir sem þar eru, eru meðvitaðir um stöðuna,“ segir Úlfar. Landris og kvikusöfnun hefur haldið sama hraða undir Svartsengi síðustu daga og er skjálftavirkni sömuleiðis stöðug. Rúmmál kviku undir Svartsengi er nú áætlað meira en fyrir síðasta eldgos, sem hófst 29. maí. Þá er enn í gildi sama hættumat, sem gildir til 20. ágúst að öllu óbreyttu. „Þetta er auðvitað stöðugt í skoðun. Við auðvitað metum hættu meiri norðarlega í bænum. Barnaverndaryfirvöld eru jafnframt upplýst og í samstarfi við lögreglu varðandi þær fjölskyldur sem eru með börn í bænum. Þetta eru örfá tilfelli og oft er um stálpaða unglinga að ræða. Það breytir því ekki að tilmælin hafa alltaf verið skýr og í þá veru að við viljum ekki að börn dvelji í bænum við þessar aðstæður,“ segir Úlfar. Hvað eru þetta mörg börn? „Ég er ekki með fjöldann alveg kláran en þetta eru 34 fjölskyldur og í sjálfu sér ekki allar inni í bænum á sama tíma.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57 „Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44 Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Kvikusöfnun og landris enn á sama hraða Landris og kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða undir Svartsengi. Skjálftavirkni er sömuleiðis stöðug, þar sem 60-90 skjálftar mælast á sólarhring. 16. ágúst 2024 14:57
„Ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni“ Skjálftavirkni við Sundhnúksgígaröðina fer vaxandi og hefur verið töluverð síðasta sólarhringinn. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands mælir eindregið gegn því að fólk gisti í húsum í norðurhluta bæjarins, líkt og einhverjir hafa verið að gera. 15. ágúst 2024 11:44
Fastur á leigumarkaði með verðlaust hús í Grindavík Hafsteinn Sævarsson hafði ekki búið lengi í Grindavík þegar hörmungarnar dundu yfir í nóvember í fyrra. Hann og konan hans keyptu sér eign þar í júlí í fyrra og ætluðu að búa sér til framtíðarheimili í Grindavík. Í dag búa þau í Þorlákshöfn en greiða enn af húsnæði í Grindavík sem þau geta ekki selt Þórkötlu nema með milljónatapi. 15. ágúst 2024 08:33