Neitaði að borga heita vatnið og slapp með skrekkinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. ágúst 2024 21:56 Konan borgaði ekki heitavatnsreikningana frá Selfossveitum. Getty/Vísir/Vilhelm Kona í Árborg komst upp með að borga ekki heitavatnsreikninga frá Selfossveitum vegna þess að vatnið var ekki nógu heitt. Reikningar konunnar vegna húshitunar voru meira en tvöfalt hærri en í sambærilegum fasteignum í sveitarfélaginu, af því vatnið var gallað og inntakshiti þess ekki nógu mikill. Um er að ræða hús í því hverfi sem nefnist Tjarnarbyggð í landi Kaldaðarness í Árborg, sem er um 4 km frá Selfossi. Konan og eiginmaður hennar fluttu í nýbyggt húsið árið 2007. Vatnið aldrei nógu heitt Hverfið var nýtt og fá hús voru á svæðinu, og þess vegna gekk erfiðlega að tryggja nægilegan hita á vatninu í upphafi. Þess vegna hafi fyrstu 7-8 árin verið greitt fyrir heitt vatn, samkvæmt reiknuðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi, ekki notkun vatnsins. Árið 2016 átti svo að breyta þessu fyrirkomulagi, og fara rukka íbúa eftir notkun heitavatnsins, en ekki áætluðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi. Konan setti sig strax upp á móti þessu fyrirkomulagi, enda myndi kostnaður hennar við húshitun meira en tvöfaldast. Selfossveitur stefndu konunni 3. júní 2023, og kröfðust þess að konan myndi greiða skuld að fjárhæð 445.123 krónur ásamt dráttarvöxtum. Skuldin samanstæði af vangreiddum heitavatnsreikningum frá júlí 2019 til september 2020. Inntakshiti vatnsins var oft á tíðum rétt í kringum 40 gráður, en fór oft mun neðar ef umtalsvert vatn væri ekki látið renna í gegnum gólfhitakerfið. Ætli sturtan hafi ekki orðið ansi köld, þegar gólfhitinn var ekki skrúfaður upp?Getty Hélt áfram að greiða gamla verðið Þegar tilkynnt var um þessar breytingar árið 2016 hófust tölvupóstsamskipti milli eiginmanns konunnar og Selfossveitna, þar sem reynt var miðla málum. Meðal annars kom til tals að þau skyldu kaupa fyrirfram ákveðinn fjölda lítra á mínútu á svokölluðum hemli, en þannig væri hægt að halda hita á vatninu. Ekki tókst að ná sáttum um lítrafjölda og verð. Þegar ljóst var að ekki næðist að leysa þennan ágreining, ákvað konan að greiða mánaðarlega 15.000 krónur til Selfossveitna, sem samsvaraði eðlilegum upphitunarkostnaði sambærilegrar fasteignar á Selfossi. Selfossveitur héldu hins vegar áfram að senda henni reikninga á grundvelli rennslismælingar, sem voru meira en tvöfalt hærri en 15.000 krónur. Selfossveitur hafi sýnt tómlæti og konan sýknuð Konan var sýknuð af kröfum Selfossveitna, og þeim var gert að greiða málskostnað hennar að 800.000 krónum. Selfossveitum var gefið að sök að hafa sýnt af sér tómlæti, í ljósi þess langa tíma sem fyrirtækið lét líða þangað til þau fóru að innheimta kröfurnar. Tölvupóstsamskipti Selfossveitna og eiginmanns konunnar voru tekin til hliðsjónar, en þeim lauk árið 2018 án þess að niðurstaða hefði fengist í málið milli þeirra. Tekið var mið af því að samskiptin milli þeirra hafi átt sér stað eftir að send var út viðvörun um innheimtuaðgerðir og áretting um vanskil og aðgerðir. Þá hafi Selfossveitur tekið við mánaðarlegum greiðslum konunnar að 15.000 krónum fram í mars 2020 án þess að henni hafi verið gerð grein fyrir skuldastöðu miðað við forsendur Selfossveitna. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má finna hér. Árborg Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Um er að ræða hús í því hverfi sem nefnist Tjarnarbyggð í landi Kaldaðarness í Árborg, sem er um 4 km frá Selfossi. Konan og eiginmaður hennar fluttu í nýbyggt húsið árið 2007. Vatnið aldrei nógu heitt Hverfið var nýtt og fá hús voru á svæðinu, og þess vegna gekk erfiðlega að tryggja nægilegan hita á vatninu í upphafi. Þess vegna hafi fyrstu 7-8 árin verið greitt fyrir heitt vatn, samkvæmt reiknuðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi, ekki notkun vatnsins. Árið 2016 átti svo að breyta þessu fyrirkomulagi, og fara rukka íbúa eftir notkun heitavatnsins, en ekki áætluðum kostnaði við upphitun á húsi af svipaðri stærð á Selfossi. Konan setti sig strax upp á móti þessu fyrirkomulagi, enda myndi kostnaður hennar við húshitun meira en tvöfaldast. Selfossveitur stefndu konunni 3. júní 2023, og kröfðust þess að konan myndi greiða skuld að fjárhæð 445.123 krónur ásamt dráttarvöxtum. Skuldin samanstæði af vangreiddum heitavatnsreikningum frá júlí 2019 til september 2020. Inntakshiti vatnsins var oft á tíðum rétt í kringum 40 gráður, en fór oft mun neðar ef umtalsvert vatn væri ekki látið renna í gegnum gólfhitakerfið. Ætli sturtan hafi ekki orðið ansi köld, þegar gólfhitinn var ekki skrúfaður upp?Getty Hélt áfram að greiða gamla verðið Þegar tilkynnt var um þessar breytingar árið 2016 hófust tölvupóstsamskipti milli eiginmanns konunnar og Selfossveitna, þar sem reynt var miðla málum. Meðal annars kom til tals að þau skyldu kaupa fyrirfram ákveðinn fjölda lítra á mínútu á svokölluðum hemli, en þannig væri hægt að halda hita á vatninu. Ekki tókst að ná sáttum um lítrafjölda og verð. Þegar ljóst var að ekki næðist að leysa þennan ágreining, ákvað konan að greiða mánaðarlega 15.000 krónur til Selfossveitna, sem samsvaraði eðlilegum upphitunarkostnaði sambærilegrar fasteignar á Selfossi. Selfossveitur héldu hins vegar áfram að senda henni reikninga á grundvelli rennslismælingar, sem voru meira en tvöfalt hærri en 15.000 krónur. Selfossveitur hafi sýnt tómlæti og konan sýknuð Konan var sýknuð af kröfum Selfossveitna, og þeim var gert að greiða málskostnað hennar að 800.000 krónum. Selfossveitum var gefið að sök að hafa sýnt af sér tómlæti, í ljósi þess langa tíma sem fyrirtækið lét líða þangað til þau fóru að innheimta kröfurnar. Tölvupóstsamskipti Selfossveitna og eiginmanns konunnar voru tekin til hliðsjónar, en þeim lauk árið 2018 án þess að niðurstaða hefði fengist í málið milli þeirra. Tekið var mið af því að samskiptin milli þeirra hafi átt sér stað eftir að send var út viðvörun um innheimtuaðgerðir og áretting um vanskil og aðgerðir. Þá hafi Selfossveitur tekið við mánaðarlegum greiðslum konunnar að 15.000 krónum fram í mars 2020 án þess að henni hafi verið gerð grein fyrir skuldastöðu miðað við forsendur Selfossveitna. Dóm Héraðsdóms Suðurlands má finna hér.
Árborg Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira