„Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 21:58 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að það þurfi að ráðast í mjög róttækar breytingar til að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orkuauðlindir hér á landi. Guðmundur Ingi Gurbrandsson formaður Vinstri grænna telur mikilvægt að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar. Vísir Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign. Í vikunni hafa hver stórtíðindin á fætur öðrum komið fram um áform um uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Landsvirkjun fékk leyfi til uppbyggingu á fyrsta vindorkuveri landsins við Búrfell. Sveitarstjórn þar íhugar að kæra útgáfu leyfisins. Franskt félag tilkynnti áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð. Landvernd gagnrýnir þessi áform. Ríkisstjórnin afgreiddi svo í morgun þingsályktunartillögu umhverfisráðherra um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku og frumvarp um virkjunarkosti í málaflokknum. „Þau fara nú til þingflokka og ég vonast til að tala fyrir þeim nú í haust,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eftir ríkisstjórnarfund. Guðlaugur Þór og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna tókust á um stefnumótun í málaflokknum í vikunni en Guðmundur er nú sáttur við að stefnumótun liggi fyrir. „Mér finnst mjög jákvætt að umhverfisráðherra komi fram með stefnumótun núna sem hann var líka með á þinginu síðast. Mikið af þessu byggir á vinnu sem ég vann sem umhverfisráðherra og lagði fram á þinginu árið 2021,“ segir hann. Guðmundur segir hins vegar afar mikilvægt að þessi orkukostur verði í eigu þjóðarinnar en í vikunni kynnti franska félagið Qair áform um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. „Ég set stórt spurningamerki við það að orkan okkar sé í eigu og rekstri annarra en hins opinbera,“ segir Guðmundur. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var inntur álits á þessari afstöðu Guðmundar Inga eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind. Hvað er þá lognið? Ef við ætlum að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfum við að fara í mjög róttækar breytingar. Umhverfisráðuneytið tekur svo af öll tvímæli um það hvort rokið sé náttúruauðlind en þar eru náttúruauðlindir skilgreindar sem allir þættir náttúrunnar sem nýtast manninum og er loft meðal þess sem er sérstaklega tiltekið þar. Orkumál Orkuskipti Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Í vikunni hafa hver stórtíðindin á fætur öðrum komið fram um áform um uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Landsvirkjun fékk leyfi til uppbyggingu á fyrsta vindorkuveri landsins við Búrfell. Sveitarstjórn þar íhugar að kæra útgáfu leyfisins. Franskt félag tilkynnti áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð. Landvernd gagnrýnir þessi áform. Ríkisstjórnin afgreiddi svo í morgun þingsályktunartillögu umhverfisráðherra um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku og frumvarp um virkjunarkosti í málaflokknum. „Þau fara nú til þingflokka og ég vonast til að tala fyrir þeim nú í haust,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eftir ríkisstjórnarfund. Guðlaugur Þór og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna tókust á um stefnumótun í málaflokknum í vikunni en Guðmundur er nú sáttur við að stefnumótun liggi fyrir. „Mér finnst mjög jákvætt að umhverfisráðherra komi fram með stefnumótun núna sem hann var líka með á þinginu síðast. Mikið af þessu byggir á vinnu sem ég vann sem umhverfisráðherra og lagði fram á þinginu árið 2021,“ segir hann. Guðmundur segir hins vegar afar mikilvægt að þessi orkukostur verði í eigu þjóðarinnar en í vikunni kynnti franska félagið Qair áform um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. „Ég set stórt spurningamerki við það að orkan okkar sé í eigu og rekstri annarra en hins opinbera,“ segir Guðmundur. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var inntur álits á þessari afstöðu Guðmundar Inga eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind. Hvað er þá lognið? Ef við ætlum að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfum við að fara í mjög róttækar breytingar. Umhverfisráðuneytið tekur svo af öll tvímæli um það hvort rokið sé náttúruauðlind en þar eru náttúruauðlindir skilgreindar sem allir þættir náttúrunnar sem nýtast manninum og er loft meðal þess sem er sérstaklega tiltekið þar.
Orkumál Orkuskipti Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira