„Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 21:58 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að það þurfi að ráðast í mjög róttækar breytingar til að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orkuauðlindir hér á landi. Guðmundur Ingi Gurbrandsson formaður Vinstri grænna telur mikilvægt að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar. Vísir Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign. Í vikunni hafa hver stórtíðindin á fætur öðrum komið fram um áform um uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Landsvirkjun fékk leyfi til uppbyggingu á fyrsta vindorkuveri landsins við Búrfell. Sveitarstjórn þar íhugar að kæra útgáfu leyfisins. Franskt félag tilkynnti áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð. Landvernd gagnrýnir þessi áform. Ríkisstjórnin afgreiddi svo í morgun þingsályktunartillögu umhverfisráðherra um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku og frumvarp um virkjunarkosti í málaflokknum. „Þau fara nú til þingflokka og ég vonast til að tala fyrir þeim nú í haust,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eftir ríkisstjórnarfund. Guðlaugur Þór og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna tókust á um stefnumótun í málaflokknum í vikunni en Guðmundur er nú sáttur við að stefnumótun liggi fyrir. „Mér finnst mjög jákvætt að umhverfisráðherra komi fram með stefnumótun núna sem hann var líka með á þinginu síðast. Mikið af þessu byggir á vinnu sem ég vann sem umhverfisráðherra og lagði fram á þinginu árið 2021,“ segir hann. Guðmundur segir hins vegar afar mikilvægt að þessi orkukostur verði í eigu þjóðarinnar en í vikunni kynnti franska félagið Qair áform um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. „Ég set stórt spurningamerki við það að orkan okkar sé í eigu og rekstri annarra en hins opinbera,“ segir Guðmundur. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var inntur álits á þessari afstöðu Guðmundar Inga eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind. Hvað er þá lognið? Ef við ætlum að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfum við að fara í mjög róttækar breytingar. Umhverfisráðuneytið tekur svo af öll tvímæli um það hvort rokið sé náttúruauðlind en þar eru náttúruauðlindir skilgreindar sem allir þættir náttúrunnar sem nýtast manninum og er loft meðal þess sem er sérstaklega tiltekið þar. Orkumál Orkuskipti Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í vikunni hafa hver stórtíðindin á fætur öðrum komið fram um áform um uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Landsvirkjun fékk leyfi til uppbyggingu á fyrsta vindorkuveri landsins við Búrfell. Sveitarstjórn þar íhugar að kæra útgáfu leyfisins. Franskt félag tilkynnti áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð. Landvernd gagnrýnir þessi áform. Ríkisstjórnin afgreiddi svo í morgun þingsályktunartillögu umhverfisráðherra um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku og frumvarp um virkjunarkosti í málaflokknum. „Þau fara nú til þingflokka og ég vonast til að tala fyrir þeim nú í haust,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eftir ríkisstjórnarfund. Guðlaugur Þór og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna tókust á um stefnumótun í málaflokknum í vikunni en Guðmundur er nú sáttur við að stefnumótun liggi fyrir. „Mér finnst mjög jákvætt að umhverfisráðherra komi fram með stefnumótun núna sem hann var líka með á þinginu síðast. Mikið af þessu byggir á vinnu sem ég vann sem umhverfisráðherra og lagði fram á þinginu árið 2021,“ segir hann. Guðmundur segir hins vegar afar mikilvægt að þessi orkukostur verði í eigu þjóðarinnar en í vikunni kynnti franska félagið Qair áform um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. „Ég set stórt spurningamerki við það að orkan okkar sé í eigu og rekstri annarra en hins opinbera,“ segir Guðmundur. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var inntur álits á þessari afstöðu Guðmundar Inga eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind. Hvað er þá lognið? Ef við ætlum að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfum við að fara í mjög róttækar breytingar. Umhverfisráðuneytið tekur svo af öll tvímæli um það hvort rokið sé náttúruauðlind en þar eru náttúruauðlindir skilgreindar sem allir þættir náttúrunnar sem nýtast manninum og er loft meðal þess sem er sérstaklega tiltekið þar.
Orkumál Orkuskipti Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira