Flugfélagið Ernir svipt flugrekstrarleyfi Eiður Þór Árnason skrifar 16. ágúst 2024 16:22 TF - Ori, vél Flugfélagsins Ernis. Vísir/Friðrik Þór Samgöngustofa hefur svipt Flugfélagið Erni flugrekstrarleyfi sínu. Stjórnarformaður segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja niður flugstarfsemi félagsins og færa hana inn í Mýflug. Síðarnefnda flugfélagið á meirihluta í Erni ásamt Jóhannesi Kristinssyni fjárfesti. „Við vorum búnir að vita það lengi að það þjónaði ekki okkar hagsmunum að reka tvö flugrekstrarleyfi,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis, í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Sigurður B Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis.Aðsend Hann segir það hafa haft áhrif að Mýflug missti samning um sjúkraflug um síðustu áramót eftir að hafa sinnt sjúkraflugi í átján ár. Eftir það hafi eigendur annars vegar staðið uppi með fjárhagslega sterkt félag sem var verkefnalítið og hins vegar flugfélag í langvarandi rekstrarerfiðleikum sem hafði verkefni. Unnið sé að því að sameina rekstur Ernis og Mýflugs í eitt félag. „Það að Ernir sé ekki með leyfið lengur er bara liður í því. Þetta er að mestu undirbúið, svona eins og hægt er að undirbúa svona hluti,“ segir Sigurður. Eigendur hafi beðið Vegagerðina um að leysa Erni frá samningi um áætlunarflug og Mýflug tekið við áætlunarflugi til og frá Höfn í Hornafirði. Merkilegri sögu lokið Að sögn Sigurðar hefur þetta ferli ekki leitt til rofs á þjónustu og búið hafi verið að færa flugmenn Ernis til Mýflugs fyrir um tveimur mánuðum. Ernir muni starfa áfram sem fyrirtæki og þjónusta Mýflug en félagið er enn með hlaðmenn í vinnu. Þá sé unnið að því að færa nítján sæta vél Ernis yfir á flugreksrarleyfi Mýflugs. „Ernir því miður var ekki fær um að halda þessu leyfi úti lengur.“ Sigurður segir það leitt að langri og merkilegri sögu Flugfélagsins Ernis í íslenskum flugrekstri endi með þessum hætti. Fréttastofan hefur fjallað um um söluna á Erni til núverandi eigenda og um stofnandann Hörð Guðmundsson. „Það er leitt að þessari sögu þurfi að ljúka og ljúki kannski ekki alveg á þeim forsendum sem allir eru sáttir við, það er bara mjög leiðinlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Við vorum búnir að vita það lengi að það þjónaði ekki okkar hagsmunum að reka tvö flugrekstrarleyfi,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis, í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Sigurður B Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis.Aðsend Hann segir það hafa haft áhrif að Mýflug missti samning um sjúkraflug um síðustu áramót eftir að hafa sinnt sjúkraflugi í átján ár. Eftir það hafi eigendur annars vegar staðið uppi með fjárhagslega sterkt félag sem var verkefnalítið og hins vegar flugfélag í langvarandi rekstrarerfiðleikum sem hafði verkefni. Unnið sé að því að sameina rekstur Ernis og Mýflugs í eitt félag. „Það að Ernir sé ekki með leyfið lengur er bara liður í því. Þetta er að mestu undirbúið, svona eins og hægt er að undirbúa svona hluti,“ segir Sigurður. Eigendur hafi beðið Vegagerðina um að leysa Erni frá samningi um áætlunarflug og Mýflug tekið við áætlunarflugi til og frá Höfn í Hornafirði. Merkilegri sögu lokið Að sögn Sigurðar hefur þetta ferli ekki leitt til rofs á þjónustu og búið hafi verið að færa flugmenn Ernis til Mýflugs fyrir um tveimur mánuðum. Ernir muni starfa áfram sem fyrirtæki og þjónusta Mýflug en félagið er enn með hlaðmenn í vinnu. Þá sé unnið að því að færa nítján sæta vél Ernis yfir á flugreksrarleyfi Mýflugs. „Ernir því miður var ekki fær um að halda þessu leyfi úti lengur.“ Sigurður segir það leitt að langri og merkilegri sögu Flugfélagsins Ernis í íslenskum flugrekstri endi með þessum hætti. Fréttastofan hefur fjallað um um söluna á Erni til núverandi eigenda og um stofnandann Hörð Guðmundsson. „Það er leitt að þessari sögu þurfi að ljúka og ljúki kannski ekki alveg á þeim forsendum sem allir eru sáttir við, það er bara mjög leiðinlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10
Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38