Gagnrýnir tvískinnung borgaryfirvalda með orlofsgreiðslur Dags Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 10:52 Sólveig Anna telur að Dagur njóti kjara sem borgin vill ekki að almennir starfsmenn fái. Vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, furðar sig á tíu milljóna króna orlofsgreiðslu Reykjavíkurborgar til Dags B. Eggertssonar í ljósi þess að borgin hafi reynt að koma í veg fyrir að almennir starfsmenn geti flutt orlofsdaga á milli ára. Milljóna króna orlofsgreiðsla borginnar til Dags við starsflok hans sem borgarstjóra sætir nú gagnrýni. Greiðslan er vegna uppsafnaðs leyfis sem Dagur segist ekki hafa haft tök á að nýta sér á þeim áratug sem hann var borgarstjóri. Formaður Eflingar rifjar upp í Facebook-færslu að Reykjavíkurborg hafi krafist þess við kjarasamningagerð árið 2020 að uppsafnað orlof starfsmanna félli niður nýttu þeir það ekki innan þriggja ára. Alþýðusambandið hafi varað borgina við að slík sjálfkrafa fyrning áunnins orlofs væri ólögleg. Borgin hafi þannig ekki treyst sér til þes að taka upp ónýtt orlofs starfsmanna, að því er Sólveig Anna segist best vita til. Yfirvöld hafi engu að síður ekki viljað fallast á afstöðu ASÍ um að slíkt sé óheimilt. „En nú kemur í ljós að þegar um borgarstjóra er að ræða, hæst launaða einstaklings borgarkerfisins og þann valdamesta, virðist ekkert standa í vegi fyrir því að flytja daga á milli orlofstímabila árum saman, og fá þá svo alla greidda út við starfslok,“ skrifar Sólveig Anna sem vitnar í Biblíuvers máli sínu til áherslu. „Það er ekki sama Jón og séra Jón,“ segir hún. Dagur segist sjálfur alltaf hafa reynt að taka sumarfrí öll árin sem hann var borgarstjóri en honum hafi aldrei tekist að fullnýta það. Hann hafi yfirleitt átt eina til tvær vikur eftir ónýttar. „Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ sagði Dagur í gær. Reykjavík Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Milljóna króna orlofsgreiðsla borginnar til Dags við starsflok hans sem borgarstjóra sætir nú gagnrýni. Greiðslan er vegna uppsafnaðs leyfis sem Dagur segist ekki hafa haft tök á að nýta sér á þeim áratug sem hann var borgarstjóri. Formaður Eflingar rifjar upp í Facebook-færslu að Reykjavíkurborg hafi krafist þess við kjarasamningagerð árið 2020 að uppsafnað orlof starfsmanna félli niður nýttu þeir það ekki innan þriggja ára. Alþýðusambandið hafi varað borgina við að slík sjálfkrafa fyrning áunnins orlofs væri ólögleg. Borgin hafi þannig ekki treyst sér til þes að taka upp ónýtt orlofs starfsmanna, að því er Sólveig Anna segist best vita til. Yfirvöld hafi engu að síður ekki viljað fallast á afstöðu ASÍ um að slíkt sé óheimilt. „En nú kemur í ljós að þegar um borgarstjóra er að ræða, hæst launaða einstaklings borgarkerfisins og þann valdamesta, virðist ekkert standa í vegi fyrir því að flytja daga á milli orlofstímabila árum saman, og fá þá svo alla greidda út við starfslok,“ skrifar Sólveig Anna sem vitnar í Biblíuvers máli sínu til áherslu. „Það er ekki sama Jón og séra Jón,“ segir hún. Dagur segist sjálfur alltaf hafa reynt að taka sumarfrí öll árin sem hann var borgarstjóri en honum hafi aldrei tekist að fullnýta það. Hann hafi yfirleitt átt eina til tvær vikur eftir ónýttar. „Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ sagði Dagur í gær.
Reykjavík Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira