„Mér að mæta“ ef krossar yrðu fjarlægðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 08:36 Guðrún Karls Helgudóttir var kjörin biskup í maí síðastliðnum. vísir/vilhelm Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands merkir það að fólki þyrsti í að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. Hún vill halda í nafn Kirkjugarða Reykjavíkur en líst vel á nýtt merki stofunarinnar. Mikil umræða hefur skapast um mögulegar breytingar á merki og nafni Kirkjugarða Reykjavíkur. Í frétt Ríkisútvarpsins í vikunni er greint frá þessum hugmyndum, sem framkvæmdastjóri kirkjugarðanna kynnti. Krossinum í einkennismerkinu var skipt út fyrir laufblað. Til skoðunar var að breyta nafninu og tala frekar um grafreiti en kirkjugarða í ljósi þess að þeir séu fyrir alla, ekki bara kristið fólk. Það gekk hins vegar ekki í gegn. Umræðan fór ekki framhjá Guðrúnu Karls biskup. Hún segir ljóst að fólki sé ekki sama um kirkjugarðana og kristna trú. Hún minnir hins vegar á að aðeins sé um að ræða Kirkjugarða Reykjavíkur, sjálfseignarstofnun sem þjóni Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog. Gamla merkið með krossinum og nýja merkið með laufblaðinu.skjáskot „Þau fóru í gríðarlega mikla stefnumótunarvinnu í samráði við fjölda fólks og ákvaðu að lokum að breyta einkennismerki sínu. Ég verð að segja að mér þykir þetta einkennismerki bara mjög fallegt. Það er djúp og góð merking þar á bakvið, þetta er ekki bara eitthvað laufblað. Í þessu merki er að finna sálnahlið, sem er einkenni fyrir kirkjugarða. Með laufblaðinu er líka verið að vísa í sköpun Guðs og náttúruna,“ sagði Guðrún sem ræddi málið í Bítinu. Hugmyndin sé að kirkjugarðarnir birtist sem opinn faðmur allra. „En þó svo að það sé ekki kross í akkúrat þessu logó-i, eða hjá þessari stofnun, þá er enginn að fara að taka í burtu krossa úr kirkjugörðum. Enda þá væri mér að mæta.“ Guðrún ítrekar að kirkjugarðarnir heyri ekki undir þjóðkirkjuna og þjónusti alla. „En það er heldur ekki verið að breyta nafninu, það var bara eitt af því sem var rætt. Niðurstaðan var sú að fólk vildi ekki breyta nafni kirkjugarðanna. Það er annars þannig að þessar breytingar eru Reykjavíkur-miðaðar. Í flestum öðrum kirkjugörðum landsins eru þeir bókstaflega kirkjugarðar, það er með kirkju sér við hlið.“ Engin hópúrsögn úr Þjóðkirkjunni Guðrún segist merkja það að fólk þyrsti eftir því að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. „Og ég er alveg tilbúin að gera það. Það er búið að reyna að ýta kristinni trú og kirkju út á jaðarinn, og ekkert bara þjóðkirkjunni. Stór hluti fólks hér á landi eru kristinnar trúar, það eru fleiri kristin trúfélög. Ef við skoðum íslenska ríkisborgara, þá eru nánast sjötíu prósent sem tilheyra þjóðkirkjunni. Þegar fólk er að tala um hópúrsagnir úr þjóðkirkjunni á það ekki við rök að styðjast,“ segir Guðrún Karls og heldur áfram: „Ef við skoðum fækkun í þjóðkirkjunni síðustu fimm ár, eru það fyrst og fremst börn, 0-17 ára sem eru ekki lengur með í kirkjunni. Það snýst um breytingar á skráningu í þjóðkirkjuna. Ekki þannig að þessi börn hafi öll tekið sig til og skráð sig úr þjóðkirkjunni.“ Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um mögulegar breytingar á merki og nafni Kirkjugarða Reykjavíkur. Í frétt Ríkisútvarpsins í vikunni er greint frá þessum hugmyndum, sem framkvæmdastjóri kirkjugarðanna kynnti. Krossinum í einkennismerkinu var skipt út fyrir laufblað. Til skoðunar var að breyta nafninu og tala frekar um grafreiti en kirkjugarða í ljósi þess að þeir séu fyrir alla, ekki bara kristið fólk. Það gekk hins vegar ekki í gegn. Umræðan fór ekki framhjá Guðrúnu Karls biskup. Hún segir ljóst að fólki sé ekki sama um kirkjugarðana og kristna trú. Hún minnir hins vegar á að aðeins sé um að ræða Kirkjugarða Reykjavíkur, sjálfseignarstofnun sem þjóni Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog. Gamla merkið með krossinum og nýja merkið með laufblaðinu.skjáskot „Þau fóru í gríðarlega mikla stefnumótunarvinnu í samráði við fjölda fólks og ákvaðu að lokum að breyta einkennismerki sínu. Ég verð að segja að mér þykir þetta einkennismerki bara mjög fallegt. Það er djúp og góð merking þar á bakvið, þetta er ekki bara eitthvað laufblað. Í þessu merki er að finna sálnahlið, sem er einkenni fyrir kirkjugarða. Með laufblaðinu er líka verið að vísa í sköpun Guðs og náttúruna,“ sagði Guðrún sem ræddi málið í Bítinu. Hugmyndin sé að kirkjugarðarnir birtist sem opinn faðmur allra. „En þó svo að það sé ekki kross í akkúrat þessu logó-i, eða hjá þessari stofnun, þá er enginn að fara að taka í burtu krossa úr kirkjugörðum. Enda þá væri mér að mæta.“ Guðrún ítrekar að kirkjugarðarnir heyri ekki undir þjóðkirkjuna og þjónusti alla. „En það er heldur ekki verið að breyta nafninu, það var bara eitt af því sem var rætt. Niðurstaðan var sú að fólk vildi ekki breyta nafni kirkjugarðanna. Það er annars þannig að þessar breytingar eru Reykjavíkur-miðaðar. Í flestum öðrum kirkjugörðum landsins eru þeir bókstaflega kirkjugarðar, það er með kirkju sér við hlið.“ Engin hópúrsögn úr Þjóðkirkjunni Guðrún segist merkja það að fólk þyrsti eftir því að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. „Og ég er alveg tilbúin að gera það. Það er búið að reyna að ýta kristinni trú og kirkju út á jaðarinn, og ekkert bara þjóðkirkjunni. Stór hluti fólks hér á landi eru kristinnar trúar, það eru fleiri kristin trúfélög. Ef við skoðum íslenska ríkisborgara, þá eru nánast sjötíu prósent sem tilheyra þjóðkirkjunni. Þegar fólk er að tala um hópúrsagnir úr þjóðkirkjunni á það ekki við rök að styðjast,“ segir Guðrún Karls og heldur áfram: „Ef við skoðum fækkun í þjóðkirkjunni síðustu fimm ár, eru það fyrst og fremst börn, 0-17 ára sem eru ekki lengur með í kirkjunni. Það snýst um breytingar á skráningu í þjóðkirkjuna. Ekki þannig að þessi börn hafi öll tekið sig til og skráð sig úr þjóðkirkjunni.“
Kirkjugarðar Þjóðkirkjan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira