„Þetta er ekki stríð, þetta er íþrótt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2024 08:31 Brent Fikowski er einn sá allra besti í CrossFit íþróttinni og hefur verið það lengi. Hann er líka einn þeirra sem hefur reynt að berjast fyrir meira öryggi keppenda. @fikowski) Besta CrossFit fólks heims beinir nú spjótum sínum að CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Utanaðkomandi rannsókn er farin í gang og CrossFit samtökin gáfu það formlega út að þau ætli að virða niðurstöður hennar og gera í kjölfarið þær breytingar sem þarf að gera. Það er þó eins og CrossFit fjölskyldan sé búin að ákveða það hvar sökin liggur. Öryggisleysi og keppni í að gera greinarnar sem erfiðastar hafi fyrir löngu farið yfir öll velsæmismörk. Fjöldi toppfólks í CrossFit íþróttinni hafa sameinast í því að gagnrýna það hvernig CrossFit samtökin hafa hunsað áhyggjuraddir íþróttafólksins. Fyrir vikið hafa skipuleggjendur hugsað lítið sem ekkert um öryggi keppenda á heimsleikunum. Okkar bestu konur tjá sig Katrín Tanja Davíðsdóttir skrifaði pistil um að það hafi ekki verið hlustað á íþróttafólkið og Anníe Mist Þórisdóttir segir íþróttina sem hún elskar hafi brugðist Lazar. Sara Sigmundsdóttir er ein af þeim sem skilur ekki hvernig Lazar fékk enga aðstoð þegar hann var í vandræðum. Einn af reynslumestu körlunum er Kanadamaðurinn Pat Vellner en hann hefur unnið þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Þetta er ekki stríð, þetta er íþrótt. Mér líður eins og við höfum verið að reyna, af einhverri ástæðu, að finna þolmörk íþróttafólksins í allt of langan tíma. Nú höfum við fundið þau,“ sagði Pat Vellner í samtali við Buttery Bros. Brent Fikowski, sem varð þriðji á heimsleikunum í ár og er einnig mjög reynslumikill, lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með CrossFit samtökin. Fikowski skrifaði langan pistil á samfélagsmiðla þar sem hann fór yfir sitt mat á stöðunni. Engin þeirra hefur þjálfað eða keppt „Þegar við höfum bent á þörf á breytingum þá er svarið alltaf: Hafið engar áhyggjur, við erum með þetta á hreinu. Við skiljum þetta betur en þið,“ skrifaði Fikowski. „Vandamálið er að enginn í þeirra liði hefur keppt eða þjálfað á hæsta stigi í þessari íþrótt. Þeir leyfa heldur ekki íþróttafólkinu að vera með í ráðum því allt á að vera svo leyndardómsfullt,“ skrifaði Fikowski. Hann segir að hann ásamt fleiri reynsluboltum hafi boðið fram aðstoð sína en öll hafi misst áhugann því það skili engu. Hef ekki trúað því í langan tíma „Ég veit að CrossFit samtökin ætla sér ekki að meiða neinn en þegar þau segja að öryggi sé í forgangi þá ég hef ég ekki trúað því í langan tíma. Ég tel að í forgangi hafi alltaf verið að búa til sem erfiðasta prófið og hafa frelsi til að prófa allt sem þeim dettur í hug. Öryggi íþróttafólksins er alltaf sett í annað sætið,“ skrifaði Fikowski eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Brent Fikowski (@fikowski) CrossFit Tengdar fréttir Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. 15. ágúst 2024 08:30 Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. 14. ágúst 2024 09:31 Sorgmædd Sara Sigmunds tjáir sig um andlát Lazar Dukic Sara Sigmundsdóttir, ein helsta afrekskona Íslands í CrossFit, minntist Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram-síðu sinni. 13. ágúst 2024 23:31 Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. 13. ágúst 2024 08:30 „Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf“ Eiginkona eins keppandans á heimsleikunum í CrossFit hefur gagnrýnt hvernig staðið var að ákvörðuninni um að halda keppni áfram á heimsleikunum. Það var gert þrátt fyrir að einn keppandi hafi drukknað í fyrstu grein leikanna. 12. ágúst 2024 13:02 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Utanaðkomandi rannsókn er farin í gang og CrossFit samtökin gáfu það formlega út að þau ætli að virða niðurstöður hennar og gera í kjölfarið þær breytingar sem þarf að gera. Það er þó eins og CrossFit fjölskyldan sé búin að ákveða það hvar sökin liggur. Öryggisleysi og keppni í að gera greinarnar sem erfiðastar hafi fyrir löngu farið yfir öll velsæmismörk. Fjöldi toppfólks í CrossFit íþróttinni hafa sameinast í því að gagnrýna það hvernig CrossFit samtökin hafa hunsað áhyggjuraddir íþróttafólksins. Fyrir vikið hafa skipuleggjendur hugsað lítið sem ekkert um öryggi keppenda á heimsleikunum. Okkar bestu konur tjá sig Katrín Tanja Davíðsdóttir skrifaði pistil um að það hafi ekki verið hlustað á íþróttafólkið og Anníe Mist Þórisdóttir segir íþróttina sem hún elskar hafi brugðist Lazar. Sara Sigmundsdóttir er ein af þeim sem skilur ekki hvernig Lazar fékk enga aðstoð þegar hann var í vandræðum. Einn af reynslumestu körlunum er Kanadamaðurinn Pat Vellner en hann hefur unnið þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) „Þetta er ekki stríð, þetta er íþrótt. Mér líður eins og við höfum verið að reyna, af einhverri ástæðu, að finna þolmörk íþróttafólksins í allt of langan tíma. Nú höfum við fundið þau,“ sagði Pat Vellner í samtali við Buttery Bros. Brent Fikowski, sem varð þriðji á heimsleikunum í ár og er einnig mjög reynslumikill, lýsti einnig yfir vonbrigðum sínum með CrossFit samtökin. Fikowski skrifaði langan pistil á samfélagsmiðla þar sem hann fór yfir sitt mat á stöðunni. Engin þeirra hefur þjálfað eða keppt „Þegar við höfum bent á þörf á breytingum þá er svarið alltaf: Hafið engar áhyggjur, við erum með þetta á hreinu. Við skiljum þetta betur en þið,“ skrifaði Fikowski. „Vandamálið er að enginn í þeirra liði hefur keppt eða þjálfað á hæsta stigi í þessari íþrótt. Þeir leyfa heldur ekki íþróttafólkinu að vera með í ráðum því allt á að vera svo leyndardómsfullt,“ skrifaði Fikowski. Hann segir að hann ásamt fleiri reynsluboltum hafi boðið fram aðstoð sína en öll hafi misst áhugann því það skili engu. Hef ekki trúað því í langan tíma „Ég veit að CrossFit samtökin ætla sér ekki að meiða neinn en þegar þau segja að öryggi sé í forgangi þá ég hef ég ekki trúað því í langan tíma. Ég tel að í forgangi hafi alltaf verið að búa til sem erfiðasta prófið og hafa frelsi til að prófa allt sem þeim dettur í hug. Öryggi íþróttafólksins er alltaf sett í annað sætið,“ skrifaði Fikowski eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Brent Fikowski (@fikowski)
CrossFit Tengdar fréttir Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. 15. ágúst 2024 08:30 Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. 14. ágúst 2024 09:31 Sorgmædd Sara Sigmunds tjáir sig um andlát Lazar Dukic Sara Sigmundsdóttir, ein helsta afrekskona Íslands í CrossFit, minntist Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram-síðu sinni. 13. ágúst 2024 23:31 Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. 13. ágúst 2024 08:30 „Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf“ Eiginkona eins keppandans á heimsleikunum í CrossFit hefur gagnrýnt hvernig staðið var að ákvörðuninni um að halda keppni áfram á heimsleikunum. Það var gert þrátt fyrir að einn keppandi hafi drukknað í fyrstu grein leikanna. 12. ágúst 2024 13:02 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. 15. ágúst 2024 08:30
Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. 14. ágúst 2024 09:31
Sorgmædd Sara Sigmunds tjáir sig um andlát Lazar Dukic Sara Sigmundsdóttir, ein helsta afrekskona Íslands í CrossFit, minntist Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram-síðu sinni. 13. ágúst 2024 23:31
Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. 13. ágúst 2024 08:30
„Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf“ Eiginkona eins keppandans á heimsleikunum í CrossFit hefur gagnrýnt hvernig staðið var að ákvörðuninni um að halda keppni áfram á heimsleikunum. Það var gert þrátt fyrir að einn keppandi hafi drukknað í fyrstu grein leikanna. 12. ágúst 2024 13:02