Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 08:30 Snorri Barón Jónsson með skjólstæðingi sínum Björgvini Karli Guðmyndssyni. @snorribaron Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. Margir hafa minnst Serbans og sent fjölskyldu hans og vinum samúðar- og stuðningskveðjur. Snorri bættist í þann hóp í gær en hann er í annarri stöðu en margir aðrir. „Heimsleikarnir í CrossFit. Tími til að fagna hraustleika, frábæru formi og góðri keppni. Hápunktur hvers árs fyrir alla sem koma að keppni í líkamshreysti. Það fór mjög illa í ár. Hið óhugsandi gerðist. Maður drukknaði í fyrstu grein. Nafnið hans var Lazar Dukic,“ hóf Snorri pistil sinn. „Ég skrifa þessar línur til að votta Lazar virðingu mína. Ég þekkti hann. Við unnum saman um tíma en undanfarin tvö ár höfðum við ekki sagt eitt orð við hvorn annan,“ skrifaði Snorri. Of þrjóskur og of stoltur „Það kom til vegna lítillar færslu sem ég setti inn á samfélagsmiðla. Hann gerði mér grein fyrir því að hann var ósáttur en ég var of þrjóskur til að sætta mig við hans sjónarhorn og of stoltur til að biðjast almennilega afsökunar,“ skrifaði Snorri. „Dagarnir breyttust í vikur, vikur í mánuði og mánuðir í ár. Í síðustu skipti sem við höfum verið á sama stað þá hugsaði ég oft um að nýta það tækifærið. Leggja fram sáttarhönd og reyna að hreinsa loftið. Ég gerði það hins vegar aldrei og sé mikið eftir því,“ skrifaði Snorri. Einn af þeim allra bestu Snorri Barón hrósar líka frammistöðu Lazars í CrossFit undanfarin ár. „Það er ekki hægt að gera of mikið úr áhrifum og mikilvægi Lazars fyrir íþróttina. Hann endaði aldrei utan topp tíu á heimsleikunum og hafði unnið undanúrslit Evrópu undanfarin þrjú ár. Hann var einn af þeim allra bestu,“ skrifaði Snorri. „Hann var einn af örfáum íþróttamönnum sem gátu farið alla leið. Hann hélt öðrum mönnum á tánum,“ skrifaði Snorri. Litríkur persónuleiki Snorri segir að Lazars hafi verið duglegur að skjóta á keppinauta sína og keyra upp í þeim keppnisandann. „Litríkur persónuleiki sem lýsti upp öll herbergi. Íþróttin verður aldrei sú sama aftur,“ skrifaði Snorri og sendi fjölskyldu og ástvinum Lazars sínar innilegustu samúðarkveðjur. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira
Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. Margir hafa minnst Serbans og sent fjölskyldu hans og vinum samúðar- og stuðningskveðjur. Snorri bættist í þann hóp í gær en hann er í annarri stöðu en margir aðrir. „Heimsleikarnir í CrossFit. Tími til að fagna hraustleika, frábæru formi og góðri keppni. Hápunktur hvers árs fyrir alla sem koma að keppni í líkamshreysti. Það fór mjög illa í ár. Hið óhugsandi gerðist. Maður drukknaði í fyrstu grein. Nafnið hans var Lazar Dukic,“ hóf Snorri pistil sinn. „Ég skrifa þessar línur til að votta Lazar virðingu mína. Ég þekkti hann. Við unnum saman um tíma en undanfarin tvö ár höfðum við ekki sagt eitt orð við hvorn annan,“ skrifaði Snorri. Of þrjóskur og of stoltur „Það kom til vegna lítillar færslu sem ég setti inn á samfélagsmiðla. Hann gerði mér grein fyrir því að hann var ósáttur en ég var of þrjóskur til að sætta mig við hans sjónarhorn og of stoltur til að biðjast almennilega afsökunar,“ skrifaði Snorri. „Dagarnir breyttust í vikur, vikur í mánuði og mánuðir í ár. Í síðustu skipti sem við höfum verið á sama stað þá hugsaði ég oft um að nýta það tækifærið. Leggja fram sáttarhönd og reyna að hreinsa loftið. Ég gerði það hins vegar aldrei og sé mikið eftir því,“ skrifaði Snorri. Einn af þeim allra bestu Snorri Barón hrósar líka frammistöðu Lazars í CrossFit undanfarin ár. „Það er ekki hægt að gera of mikið úr áhrifum og mikilvægi Lazars fyrir íþróttina. Hann endaði aldrei utan topp tíu á heimsleikunum og hafði unnið undanúrslit Evrópu undanfarin þrjú ár. Hann var einn af þeim allra bestu,“ skrifaði Snorri. „Hann var einn af örfáum íþróttamönnum sem gátu farið alla leið. Hann hélt öðrum mönnum á tánum,“ skrifaði Snorri. Litríkur persónuleiki Snorri segir að Lazars hafi verið duglegur að skjóta á keppinauta sína og keyra upp í þeim keppnisandann. „Litríkur persónuleiki sem lýsti upp öll herbergi. Íþróttin verður aldrei sú sama aftur,“ skrifaði Snorri og sendi fjölskyldu og ástvinum Lazars sínar innilegustu samúðarkveðjur. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Sjá meira