Svakaleg dramatík þegar ÍBV kastaði frá sér stigum í toppbaráttunni Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2024 20:04 Tómas Bent Magnússon skoraði fyrra mark ÍBV í kvöld. Facebook/@IBVKnattspyrna Þrátt fyrir að vera manni fleiri og 2-0 yfir þegar tíu mínútur voru eftir urðu Eyjamenn að sætta sig við að fá aðeins eitt stig gegn ÍR, í hádramatískum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Þeir misstu því af dýrmætum stigum í baráttunni um toppsæti deildarinnar. Liðin gerðu á endanum 2-2 jafntefli og það þrátt fyrir að ÍBV fengi víti í lokin á uppbótartíma, en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði spyrnu Sverris Páls Hjaltested. Spírumaður leiksins!☘️BESTI MARKMAÐUR LENGJUDEILDARINNAR!🤍💙 pic.twitter.com/vhAlRc0Mmo— ÍR Fótbolti (@IRFotbolti) August 14, 2024 Stigið dugar ÍBV þó til að fara upp fyrir Fjölni og á topp deildarinnar, vegna betri markatölu, en Fjölnir er þessa stundina að spila við Njarðvík í leik sem hófst klukkan 19:15. Útlitið var afar gott hjá ÍBV lengi framan af leik en hinn ungi Viggó Valgeirsson kom liðinu yfir með sínu fyrsta marki fyrir ÍBV, í fyrri hálfleik. Jordian Farahani var rekinn af velli á 60. mínútu og ÍR-ingar því orðnir manni færri, og þar að auki kom Tómas Bent Magnússon ÍBV í 2-0 skömmu síðar. En gestirnir gáfust ekki upp og Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn af vítapunktinum áður en Marc McAusland jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. Þá átti ÍBV þó enn eftir að fá víti en eins og fyrr segir varði Vilhelm spyrnuna frá Sverri Páli. ÍR-ingar halda því áfram að safna stigum en þeir eru í 4. sæti sem stendur með 27 stig, og á góðri leið með að komast í umspilið sem liðin í 2.-5. sæti fara í, um eitt laust sæti í Bestu deildinni. Aron tryggði Aftureldingu sigur Afturelding þurfti að hafa mikið fyrir 3-1 sigri sínum gegn Dalvík/Reyni fyrir norðan. Hrannar Snær Magnússon kom Mosfellingum reyndar snemma yfir en heimamenn jöfnuðu metin í 1-1 á 60. mínútu, þegar Amin Guerrero Touiki skoraði. Aron Jóhannsson sá hins vegar um að tryggja Aftureldingu sigur með tveimur mörkum. Afturelding er því komin með 24 stig í 6. sæti og nálgast næstu lið, í baráttunni um sæti í umspilinu. Dalvík/Reynir er hins vegar enn með 13 stig í næstneðsta sæti. Öruggt hjá Grindavík gegn Þór Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni og komst þar með upp fyrir Akureyringa í 8. sæti, með 20 stig. Einar Karl Ingvarsson skoraði mark úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Josip Krznaric bættu við mörkum í seinni hálfleik. Þrír leikir hófust svo klukkan 19:15 en í Njarðvík mæta heimamenn Fjölni, Þróttur og Grótta eigast við í Laugardal og Leiknir mætir Keflavík í Breiðholti. Allar upplýsingar um markaskorara eru af vef Fótbolta.net. Lengjudeild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Liðin gerðu á endanum 2-2 jafntefli og það þrátt fyrir að ÍBV fengi víti í lokin á uppbótartíma, en Vilhelm Þráinn Sigurjónsson varði spyrnu Sverris Páls Hjaltested. Spírumaður leiksins!☘️BESTI MARKMAÐUR LENGJUDEILDARINNAR!🤍💙 pic.twitter.com/vhAlRc0Mmo— ÍR Fótbolti (@IRFotbolti) August 14, 2024 Stigið dugar ÍBV þó til að fara upp fyrir Fjölni og á topp deildarinnar, vegna betri markatölu, en Fjölnir er þessa stundina að spila við Njarðvík í leik sem hófst klukkan 19:15. Útlitið var afar gott hjá ÍBV lengi framan af leik en hinn ungi Viggó Valgeirsson kom liðinu yfir með sínu fyrsta marki fyrir ÍBV, í fyrri hálfleik. Jordian Farahani var rekinn af velli á 60. mínútu og ÍR-ingar því orðnir manni færri, og þar að auki kom Tómas Bent Magnússon ÍBV í 2-0 skömmu síðar. En gestirnir gáfust ekki upp og Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn af vítapunktinum áður en Marc McAusland jafnaði metin skömmu fyrir leikslok. Þá átti ÍBV þó enn eftir að fá víti en eins og fyrr segir varði Vilhelm spyrnuna frá Sverri Páli. ÍR-ingar halda því áfram að safna stigum en þeir eru í 4. sæti sem stendur með 27 stig, og á góðri leið með að komast í umspilið sem liðin í 2.-5. sæti fara í, um eitt laust sæti í Bestu deildinni. Aron tryggði Aftureldingu sigur Afturelding þurfti að hafa mikið fyrir 3-1 sigri sínum gegn Dalvík/Reyni fyrir norðan. Hrannar Snær Magnússon kom Mosfellingum reyndar snemma yfir en heimamenn jöfnuðu metin í 1-1 á 60. mínútu, þegar Amin Guerrero Touiki skoraði. Aron Jóhannsson sá hins vegar um að tryggja Aftureldingu sigur með tveimur mörkum. Afturelding er því komin með 24 stig í 6. sæti og nálgast næstu lið, í baráttunni um sæti í umspilinu. Dalvík/Reynir er hins vegar enn með 13 stig í næstneðsta sæti. Öruggt hjá Grindavík gegn Þór Grindavík vann öruggan 3-0 sigur á Þór í Safamýrinni og komst þar með upp fyrir Akureyringa í 8. sæti, með 20 stig. Einar Karl Ingvarsson skoraði mark úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Josip Krznaric bættu við mörkum í seinni hálfleik. Þrír leikir hófust svo klukkan 19:15 en í Njarðvík mæta heimamenn Fjölni, Þróttur og Grótta eigast við í Laugardal og Leiknir mætir Keflavík í Breiðholti. Allar upplýsingar um markaskorara eru af vef Fótbolta.net.
Lengjudeild karla Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira