Skoða að kæra útgáfu virkjanaleyfis fyrir Búrfellslund Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 10:19 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélagið sitja uppi með öll neikvæð áhrif virkjunarinnar og engin jákvæð. Stöð 2/Sigurjón Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélögin á áhrifasvæði fyrirhugaðs vindmyllugarðs í Búrfellslundi verða fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni af framkvæmdunum og segir ákvörðun munu verða tekna um hvort kæra eigi útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi á næstu sveitarstjórnarfundum. Síðasta mánudag gaf Orkustofnun út virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem fyrsta vindorkuver landsins á að rísa. Vindmyllurnar munu ná allt að 150 metra upp í loft sem er næstum tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Virkjanaleyfið er háð framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra en innviðir raforkukerfisins eru staðsettir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þó svo að ekki hafi verið sótt um að setja Búrfellslund í skipulag hreppsins, að sögn Haraldar. Haraldur segir sveitarstjórn Rangárþings nú standa frammi fyrir þeirri staðreynd að veiti hún framkvæmdaleyfi fyrir Búrfellslundi verði hún fyrir beinu fjárhagslegu tjóni þar sem tekjur af fasteignagjöldum Búrfellslundar orsaki skerðingar frá framlögum jöfnunarsjóðs sem nemur tugum milljóna. „Það er búið að fara fram fjárhagsleg greining sem sýnir fram á það að lagaumgjörðin á orkumannvirkjum á Íslandi að ávinningurinn er ekki þar sem orkumannvirkin eru. Hann er bara þar sem orkan er notuð,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Tuga milljóna tekjutap Yrðu tekjur Rangárþings ytra af fasteignagjöldum 50 milljónir á ári verða árlegar skerðingar jöfnunarsjóðs um 53,5 milljónir miðað við síðasta ár og árlegt fjárhagslegt tap 3,5 milljónir. Það nemur 87,5 milljóna tap Rangárþings ytra á 25 ára líftíma Búrfellslundar, að sögn Haraldar. Hann segir jafnframt að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé í óvanalegri stöðu. Skýrt komi fram í umhverfismati Búrfellslundar að framkvæmdasvæði og áhrifasvæði Búrfellslundar sé í báðum sveitarfélögum þrátt fyrir að ekkert samráð hafi verið við sveitarstjórn. „Þetta er skrítin staða og það er ekki verið að hlusta á okkur.“ Öll neikvæðu áhrifin og engin góðu Hann segir sveitarfélögin á áhrifasvæði Búrfellslundar, nefnilega þau áðurnefndu ásamt Ásahreppi, munu sitja uppi með öll neikvæðu umhverfisáhrif virkjunarinnar sem og fjárhagslega tapið. Erlendir sérfræðingar muni reka Búrfellslund og því muni hann heldur ekki skila neinum staðbundnum störfum í nærumhverfinu og engum útsvarstekjum. „Nú þurfum við að vega og meta á næstu 30 dögum hvort við munum kæra útgáfu virkjanaleyfisins. Það er í skoðun og verður til umfjöllunar á næstu tveimur fundum í sveitarstjórn,“ segir Haraldur og bætir við að ákvörðun muni liggja fyrir í byrjun septembermánuðar. „Það er lögbundið hlutverk okkar að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sú umgjörð sem okkur er boðið upp á í dag hún einfaldlega stenst ekki sveitarstjórnarlög. Stórframkvæmdir sem eru ávkarðaðar af Alþingi sem skila engum tekjum eða ávinningi í nærumhverfið, þær skaða nærumhverfið,“ segir Haraldur og bætir við: „Við erum ekki sátt við stöðuna eins og hún er.“ Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ásahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Síðasta mánudag gaf Orkustofnun út virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem fyrsta vindorkuver landsins á að rísa. Vindmyllurnar munu ná allt að 150 metra upp í loft sem er næstum tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Virkjanaleyfið er háð framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra en innviðir raforkukerfisins eru staðsettir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þó svo að ekki hafi verið sótt um að setja Búrfellslund í skipulag hreppsins, að sögn Haraldar. Haraldur segir sveitarstjórn Rangárþings nú standa frammi fyrir þeirri staðreynd að veiti hún framkvæmdaleyfi fyrir Búrfellslundi verði hún fyrir beinu fjárhagslegu tjóni þar sem tekjur af fasteignagjöldum Búrfellslundar orsaki skerðingar frá framlögum jöfnunarsjóðs sem nemur tugum milljóna. „Það er búið að fara fram fjárhagsleg greining sem sýnir fram á það að lagaumgjörðin á orkumannvirkjum á Íslandi að ávinningurinn er ekki þar sem orkumannvirkin eru. Hann er bara þar sem orkan er notuð,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Tuga milljóna tekjutap Yrðu tekjur Rangárþings ytra af fasteignagjöldum 50 milljónir á ári verða árlegar skerðingar jöfnunarsjóðs um 53,5 milljónir miðað við síðasta ár og árlegt fjárhagslegt tap 3,5 milljónir. Það nemur 87,5 milljóna tap Rangárþings ytra á 25 ára líftíma Búrfellslundar, að sögn Haraldar. Hann segir jafnframt að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé í óvanalegri stöðu. Skýrt komi fram í umhverfismati Búrfellslundar að framkvæmdasvæði og áhrifasvæði Búrfellslundar sé í báðum sveitarfélögum þrátt fyrir að ekkert samráð hafi verið við sveitarstjórn. „Þetta er skrítin staða og það er ekki verið að hlusta á okkur.“ Öll neikvæðu áhrifin og engin góðu Hann segir sveitarfélögin á áhrifasvæði Búrfellslundar, nefnilega þau áðurnefndu ásamt Ásahreppi, munu sitja uppi með öll neikvæðu umhverfisáhrif virkjunarinnar sem og fjárhagslega tapið. Erlendir sérfræðingar muni reka Búrfellslund og því muni hann heldur ekki skila neinum staðbundnum störfum í nærumhverfinu og engum útsvarstekjum. „Nú þurfum við að vega og meta á næstu 30 dögum hvort við munum kæra útgáfu virkjanaleyfisins. Það er í skoðun og verður til umfjöllunar á næstu tveimur fundum í sveitarstjórn,“ segir Haraldur og bætir við að ákvörðun muni liggja fyrir í byrjun septembermánuðar. „Það er lögbundið hlutverk okkar að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sú umgjörð sem okkur er boðið upp á í dag hún einfaldlega stenst ekki sveitarstjórnarlög. Stórframkvæmdir sem eru ávkarðaðar af Alþingi sem skila engum tekjum eða ávinningi í nærumhverfið, þær skaða nærumhverfið,“ segir Haraldur og bætir við: „Við erum ekki sátt við stöðuna eins og hún er.“
Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ásahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“