Sport

Sorg­mædd Sara Sig­munds tjáir sig um and­lát Lazar Du­kic

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir skrifaði tilfinningaþrunginn pistil á Instagram.
Sara Sigmundsdóttir skrifaði tilfinningaþrunginn pistil á Instagram. @sarasigmunds

Sara Sigmundsdóttir, ein helsta afrekskona Íslands í CrossFit, minntist Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram-síðu sinni.

Dukic drukknaði í fyrstu keppnisgrein heimsleikanna í Texas á dögunum. Þegar hann skilaði sér ekki yfir endalínuna var farið að leita að honum. Bátar leituðu á vatninu og kafarar voru sendir á svæðið. Forsvarsmenn heimsleikanna staðfestu svo að keppandi hefði fundist látinn.

Sara var ekki á leikunum að þessu sinni en var þó á leið til Texas þegar hún fékk fréttirnar. Á þeim tíma voru þær óstaðfestar og vonaðist hún til að Dukic myndi finnast heill á húfi. Raunin var síðan önnur eins og hún segir í færslu sinni.

Í færslu sinni segir hún að í öll þau skipti sem hún hafi hitt Lazar þá hafi þau alltaf átt góð samskipti. Hún minnist á þá „stóru orku“ sem fylgdi honum þar sem hann gaf mikið af sér og var skar því að vissu leyti úr.

„Einnig var hann gríðarlega harður af sér og hæfileikaríkur íþróttamaður, einn sá besti sem íþróttin hefur séð til þessa.“

Í kjölfarið veltir Sara fyrir sér hvernig Dukic fékk enga aðstoð sem og hvernig engin/n tók eftir því þegar hann sökk ofan í vatnið.

Að endingu skrifar hún hlý orð til fjölskyldu Dukic og segir að íþróttin muni aldrei gleyma honum. Færslu Söru í heild sinni má sjá ofar í fréttinni.


Tengdar fréttir

Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar

Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×