Arnór lagði upp í stórsigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2024 21:00 Arnór lagði upp fyrsta mark kvöldsins. Nick Potts/Getty Images Þónokkrir Íslendingar komu við sögu í enska deildarbikar karla í fótbolta í kvöld. Arnór Sigurðsson lagði upp eitt af sex mörkum Blackburn Rovers og Alfons Sampsted kom inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Birmingham City. Blackburn heimsótti Stockport County er deild neðar og unnu gestirnir gríðarlega öruggan sigur. Arnór lagði upp fyrsta markið sem Sammie Szmodics skoraði en sá gat vart hætt að skora á síðasta tímabili og byrjar af krafti í ár en hann skoraði tvö í 6-1 sigri gestanna. ⏱️ Full-time: 🎩 #StockportCounty 1-6 #Rovers 🌹Comfortably through to the second-round! 🏆#STOvROV 🔵⚪️ pic.twitter.com/JBF11uFi1G— Blackburn Rovers (@Rovers) August 13, 2024 Arnór spilaði allan leikinn á vinstri væng Blackburn eftir að hafa ekki komið við sögu í 4-2 sigri liðsins á Derby County í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Alfons Sampsted gekk nýverið í raðir Birmingham City sem leikur í ensku C-deildinni á komandi leiktíð. Hann hóf leik kvöldsins gegn Charlton Athletic á bekknum en kom inn á þegar rúmar 20 mínútur lifðu leiks. Heimamenn í Charlton klúðruðu víti í leiknum sem Birmingham vann 1-0. Willum Þór Willumson var ekki í leikmannahóp Birmingham vegna meiðsla. We're through to Round Two of the Carabao Cup. 🤩 pic.twitter.com/rvqfiF4dJN— Birmingham City FC (@BCFC) August 13, 2024 Þá var Stefán Teitur Þórðarson á bekknum þegar Preston North End tók á móti Sunderland. Eftir tap í fyrsta deildarleik Preston ákvað félagið að láta þjálfara sinn fara en sá var mikill aðdáandi Stefáns Teits. Skagamaðurinn kom inn af bekknum á 69. mínútu og aðeins mínútu síðar má segja að Preston hafi tryggt sigurinn með öðru marki sínu í leiknum, lokatölur 2-0. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
Blackburn heimsótti Stockport County er deild neðar og unnu gestirnir gríðarlega öruggan sigur. Arnór lagði upp fyrsta markið sem Sammie Szmodics skoraði en sá gat vart hætt að skora á síðasta tímabili og byrjar af krafti í ár en hann skoraði tvö í 6-1 sigri gestanna. ⏱️ Full-time: 🎩 #StockportCounty 1-6 #Rovers 🌹Comfortably through to the second-round! 🏆#STOvROV 🔵⚪️ pic.twitter.com/JBF11uFi1G— Blackburn Rovers (@Rovers) August 13, 2024 Arnór spilaði allan leikinn á vinstri væng Blackburn eftir að hafa ekki komið við sögu í 4-2 sigri liðsins á Derby County í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Alfons Sampsted gekk nýverið í raðir Birmingham City sem leikur í ensku C-deildinni á komandi leiktíð. Hann hóf leik kvöldsins gegn Charlton Athletic á bekknum en kom inn á þegar rúmar 20 mínútur lifðu leiks. Heimamenn í Charlton klúðruðu víti í leiknum sem Birmingham vann 1-0. Willum Þór Willumson var ekki í leikmannahóp Birmingham vegna meiðsla. We're through to Round Two of the Carabao Cup. 🤩 pic.twitter.com/rvqfiF4dJN— Birmingham City FC (@BCFC) August 13, 2024 Þá var Stefán Teitur Þórðarson á bekknum þegar Preston North End tók á móti Sunderland. Eftir tap í fyrsta deildarleik Preston ákvað félagið að láta þjálfara sinn fara en sá var mikill aðdáandi Stefáns Teits. Skagamaðurinn kom inn af bekknum á 69. mínútu og aðeins mínútu síðar má segja að Preston hafi tryggt sigurinn með öðru marki sínu í leiknum, lokatölur 2-0.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira