Stal gaskúti og stakk honum í Wolt-tösku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 11:18 Stuldurinn náðist á dyramyndavél. Vísir Fyrr í sumar lenti Gústaf Björnsson í því að óprúttinn aðili með tösku með merkjum fyrirtækisins Wolt stal af honum gaskúti. Atvikið náðist á dyramyndavél en þar sést hvernig sendillinn læðist að grillinu við inngang hússins, laumar gaskútnum ofan í sendlapokann merktan Wolt og hraðar sér síðan í bílinn þar sem félagi hans bíður hans. Í samtali við fréttastofu lýsir Gústaf því að þó svo að í stuldi á einum gaskúti sé ekki fólgið stórfellt fjártjón hafi viðbrögð stjórnenda Wolt valdið honum miklum vonbrigðum. Hann lýsir þeim sem ósvífnum. Hann hefur ekki leitað til lögreglu vegna málsins. Klippa: Wolt-sendill gripinn við þjófnað um hábjartan dag „Ég fer fyrst í gegnum eitthvað kvörtunarferli þarna hjá þeim. Ég fæ aldrei neitt svar. Svo fer ég í einhverja spjallsíðu og þar eru einhverjir Íslendingar sem svara fyrir það. Fyrsti gæinn var alveg í sjokki yfir þessu og vildi láta yfirmann kíkja á þetta. Svo fæ ég bara skilaboð frá yfirmanninum að það sé bara ekkert sem þeir geta gert, þeir séu nú bara verktakar og eitthvað. Þeir snúa bara út úr og virðist standa nokkurn veginn á sama,“ segir Gústaf. Wolt segist lítið geta gert Hann lýsir því að hafa rætt við nágranna hans sem og fengið það staðfest að hann hafi tekið á móti matarsendingu frá Wolt um það leyti sem þjófnaðurinn náðist á myndband. Nágranninn hafi þá gefið honum upplýsingar um pöntunina og því sáraeinfalt fyrir fyrirtækið að hafa upp á þessum óprúttna aðila. Þrátt fyrir það fékk hann þau svör að það væri lítið sem fyrirtækið gæti aðhafst. Hann fékk eftirfarandi tölvupóst eftir að hafa rætt við fulltrúa á vegum Wolt: „Ég er búinn að skoða þetta mál. Í svona tilfellum þarf þetta að fara í gegnum lögregluna og er því best að hafa samband beint við hana og tilkynna málið þar. Sendlarnir eru verktakar og því sínir eigin yfirmenn og því takmörk á því sem við getum og megum gera.“ Brýnir til fólks að vera vakandi Gústaf segir ósvífið að Wolt skuli láta eins og þetta komi fyrirtækinu ekki við. Þjófurinn hafi verið í erindagjörðum á þeirra vegum og gaskútnum var troðið í bláa sendlatösku merkta Wolt stórum stöfum. „Manni finnst eins og þeir séu bara að vona að maður nenni ekki að standa í þessu,“ segir hann. Gústaf segist vilja vara fólk við þessu og brýnir til fólks að vera vakandi fyrir slíku. Smáþjófnaður sem þessi telji alveg þegar hann safnast upp. Hann reikni með að kæra málið til lögreglu. Ekki á ábyrgð Wolt Upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi, Noregi og í Lúxemborg, Christian Kamhaug segir málið ekki vera á ábyrgð Wolt. Þjófurinn í þessu tilfelli hafi ekki verið á vegum Wolt heldur aðeins verið í bíl með sendli. Þó svo að verknaðurinn hafi verið framinn með Wolt-poka sé ekkert sem fyrirtækið geti aðhafst í málinu. Christian Kamhaug er upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi.Aðsend „Við munum að sjálfsögðu láta aðilann vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Ef við fáum frekari kvartanir af þessu tagi gætum við þurft að loka á reikninginn. Okkur þykir leitt að þetta hafi gerst,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir Wolt ekki hafa haft samband við sendilinn en komi málið á borð lögreglunnar muni fyrirtækið bregðast við á viðeigandi hátt. Veitingastaðir Lögreglumál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Í samtali við fréttastofu lýsir Gústaf því að þó svo að í stuldi á einum gaskúti sé ekki fólgið stórfellt fjártjón hafi viðbrögð stjórnenda Wolt valdið honum miklum vonbrigðum. Hann lýsir þeim sem ósvífnum. Hann hefur ekki leitað til lögreglu vegna málsins. Klippa: Wolt-sendill gripinn við þjófnað um hábjartan dag „Ég fer fyrst í gegnum eitthvað kvörtunarferli þarna hjá þeim. Ég fæ aldrei neitt svar. Svo fer ég í einhverja spjallsíðu og þar eru einhverjir Íslendingar sem svara fyrir það. Fyrsti gæinn var alveg í sjokki yfir þessu og vildi láta yfirmann kíkja á þetta. Svo fæ ég bara skilaboð frá yfirmanninum að það sé bara ekkert sem þeir geta gert, þeir séu nú bara verktakar og eitthvað. Þeir snúa bara út úr og virðist standa nokkurn veginn á sama,“ segir Gústaf. Wolt segist lítið geta gert Hann lýsir því að hafa rætt við nágranna hans sem og fengið það staðfest að hann hafi tekið á móti matarsendingu frá Wolt um það leyti sem þjófnaðurinn náðist á myndband. Nágranninn hafi þá gefið honum upplýsingar um pöntunina og því sáraeinfalt fyrir fyrirtækið að hafa upp á þessum óprúttna aðila. Þrátt fyrir það fékk hann þau svör að það væri lítið sem fyrirtækið gæti aðhafst. Hann fékk eftirfarandi tölvupóst eftir að hafa rætt við fulltrúa á vegum Wolt: „Ég er búinn að skoða þetta mál. Í svona tilfellum þarf þetta að fara í gegnum lögregluna og er því best að hafa samband beint við hana og tilkynna málið þar. Sendlarnir eru verktakar og því sínir eigin yfirmenn og því takmörk á því sem við getum og megum gera.“ Brýnir til fólks að vera vakandi Gústaf segir ósvífið að Wolt skuli láta eins og þetta komi fyrirtækinu ekki við. Þjófurinn hafi verið í erindagjörðum á þeirra vegum og gaskútnum var troðið í bláa sendlatösku merkta Wolt stórum stöfum. „Manni finnst eins og þeir séu bara að vona að maður nenni ekki að standa í þessu,“ segir hann. Gústaf segist vilja vara fólk við þessu og brýnir til fólks að vera vakandi fyrir slíku. Smáþjófnaður sem þessi telji alveg þegar hann safnast upp. Hann reikni með að kæra málið til lögreglu. Ekki á ábyrgð Wolt Upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi, Noregi og í Lúxemborg, Christian Kamhaug segir málið ekki vera á ábyrgð Wolt. Þjófurinn í þessu tilfelli hafi ekki verið á vegum Wolt heldur aðeins verið í bíl með sendli. Þó svo að verknaðurinn hafi verið framinn með Wolt-poka sé ekkert sem fyrirtækið geti aðhafst í málinu. Christian Kamhaug er upplýsingafulltrúi Wolt á Íslandi.Aðsend „Við munum að sjálfsögðu láta aðilann vita að þetta sé ekki ásættanlegt. Ef við fáum frekari kvartanir af þessu tagi gætum við þurft að loka á reikninginn. Okkur þykir leitt að þetta hafi gerst,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir Wolt ekki hafa haft samband við sendilinn en komi málið á borð lögreglunnar muni fyrirtækið bregðast við á viðeigandi hátt.
Veitingastaðir Lögreglumál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira