Samkvæmt Benito átti City að vera tilbúið að greiða Liverpool 70 milljónir evra fyrir Diaz og ljóst að um stórfrétt væri að ræða ef leikmaður færi á milli þessara félaga eftir titilbaráttu þeirra á síðustu árum.
Virtari blaðamenn hafa hins vegar stigið fram hver á fætur öðrum í dag með fullyrðingar sem stangast á við orð Benito.
Þannig segir James Pearce hjá The Athletic að Liverpool hafi ekki fengið neinar fyrirspurnir varðandi Luis Diaz.
Liverpool have had no approaches for Luis Diaz from any club. #LFC
— James Pearce (@JamesPearceLFC) August 13, 2024
Félagi Pearce hjá The Athletic, Sam Lee, segir sömuleiðis að sér virðist sem að ekkert sé til í fullyrðingum Benito.
Fabrizio Romano, sem oftar en ekki er fyrstur með félagaskiptafréttirnar, segir svo að heimildamenn sínir hjá City neiti því að eitthvert samkomulag hafi verið gert við Diaz.
🚨🔵 Manchester City sources deny any agreement with Luís Diaz after recent reports. pic.twitter.com/poELaGcBq7
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 13, 2024
Diaz, sem er 27 ára gamall, kom til Liverpool frá Porto í janúar 2022 fyrir 50 milljónir punda og skrifaði undir samning til fimm ára.