Drake bjargaði Íslendingafélaginu frá gjaldþroti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 10:01 Rapparinn Drake er mikill íþróttaáhugamaður og mikil stuðningsmaður Toronto Raptors í NBA. Getty/Carmen Mandato Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er óvænt hetja hjá stuðningsmönnum ítalska fótboltafélagsins Venezia. GQ Italia segir frá því að það sé í raun rapparanum að þakka að Venezia fór ekki á hausinn. Með Venezia spila íslensku leikmennirnir Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson en þeir hafa báðir verið í kringum íslenska A-landsliðið. Hefðu endað í D-deildinni Fjárhagsstaða félagsins var mjög slæm en um tíma leit út fyrir að félagið yrði gjaldþrota og yrði þar af leiðandi dæmt niður í D-deild. Matte Babel, markaðsstjóri hjá fyrirtæki Drake, fékk neyðarsímtal frá Ítalíu. Í símanum var Brad Katsuyama, annar eiganda Venezia. „Hann er góður vinur minn og sagði mér frá vandræðunum. Staðan var skýr. Venezia þurfti að safna tíu milljónum evra á nokkrum vikum og svo þrjátíu milljónum evra á nokkrum mánuðum því annars færi félagið á hausinn,“ sagði Babel við GQ. Sex milljarðar króna „Feneyjar er ótrúleg borg og Venezia hefur alltaf verið sérstakt félag. Ég talaði við Drake, svo aftur Brad og við ræddum það hvernig við gætum hjálpað. Eftir tvær vikur vorum við búnir að ganga frá þessu, höfðum safnað peningunum sem þurfti til að borga laun leikmanna og til að sleppa við gjaldþrot,“ sagði Babel. Drake og fjárfestar á hans vegum, redduðu þessum fjörutíu milljónum evra en það jafngildir sex milljörðum íslenskra króna. Tengingin við Drake mikilvæg Babel segir það líka mikils virði fyrir félagið að tengja sig við heimsfræga tónlistarstjörnu eins og Drake. Það munu auka sýnileika og alþjóðlegan áhuga á félaginu sem opnar líka enn fleiri tækifæri. Venezia mun spila í NOCTA treyjum á tímabilinu en það er fatafyrirtæki Drake. Það má má búast við því að mikið verði lagt í búningana í vetur. Venezia spilar í Seríu A á þessu tímabili eftir að hafa unnið úrslitakeppni ítölsku b-deildarinnar í vor. Liðið hafði fallið úr Seríu A vorið 2022. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Ítalski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
GQ Italia segir frá því að það sé í raun rapparanum að þakka að Venezia fór ekki á hausinn. Með Venezia spila íslensku leikmennirnir Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson en þeir hafa báðir verið í kringum íslenska A-landsliðið. Hefðu endað í D-deildinni Fjárhagsstaða félagsins var mjög slæm en um tíma leit út fyrir að félagið yrði gjaldþrota og yrði þar af leiðandi dæmt niður í D-deild. Matte Babel, markaðsstjóri hjá fyrirtæki Drake, fékk neyðarsímtal frá Ítalíu. Í símanum var Brad Katsuyama, annar eiganda Venezia. „Hann er góður vinur minn og sagði mér frá vandræðunum. Staðan var skýr. Venezia þurfti að safna tíu milljónum evra á nokkrum vikum og svo þrjátíu milljónum evra á nokkrum mánuðum því annars færi félagið á hausinn,“ sagði Babel við GQ. Sex milljarðar króna „Feneyjar er ótrúleg borg og Venezia hefur alltaf verið sérstakt félag. Ég talaði við Drake, svo aftur Brad og við ræddum það hvernig við gætum hjálpað. Eftir tvær vikur vorum við búnir að ganga frá þessu, höfðum safnað peningunum sem þurfti til að borga laun leikmanna og til að sleppa við gjaldþrot,“ sagði Babel. Drake og fjárfestar á hans vegum, redduðu þessum fjörutíu milljónum evra en það jafngildir sex milljörðum íslenskra króna. Tengingin við Drake mikilvæg Babel segir það líka mikils virði fyrir félagið að tengja sig við heimsfræga tónlistarstjörnu eins og Drake. Það munu auka sýnileika og alþjóðlegan áhuga á félaginu sem opnar líka enn fleiri tækifæri. Venezia mun spila í NOCTA treyjum á tímabilinu en það er fatafyrirtæki Drake. Það má má búast við því að mikið verði lagt í búningana í vetur. Venezia spilar í Seríu A á þessu tímabili eftir að hafa unnið úrslitakeppni ítölsku b-deildarinnar í vor. Liðið hafði fallið úr Seríu A vorið 2022. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
Ítalski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Sport Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira