Hafnar Liverpool og félagið aftur á núllpunkti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 06:30 Martin Zubimendi vildi á endanum ekki koma til Liverpool. Hér sést hann í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar. Getty/ANP Stuðningsmenn Liverpool voru flestir fullvissir um að félagið þeirra væri loksins búið að finna fyrstu kaup sumarsins en á endanum vildi sá hinn sami ekki koma til félagsins. Erlendir miðlar eins og BBC segja frá því að spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi hafi hafnað tilboði Liverpool en þess í stað fengið nýjan samning hjá uppeldisfélaginu sínu Real Sociedad. Liverpool vissi ekki betur en að Zubimendi vildi koma en á endanum tókst spænska félaginu hans að sannfæra hann um að vera áfram alveg eins og þegar bæði Bayern München og Arsenal sýndu honum áhuga á síðustu árum. Launatilboð Liverpool var hærra en það sem Sociedad bauð en það var ekki nóg. Þetta er því enn eitt dæmið um það að öflugir leikmenn vilja ekki koma til félagsins en önnur dæmi eru Tchouaméni, Bellingham, Lavia og Caicedo á síðustu árum. Zubimendi er 25 ára gamall og var varamaður Rodri í spænska landsliðinu. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar Spánverjar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar. Zubimendi var ætlað að fylla stöðu djúps miðjumanns hjá Liverpool en nú er félagið aftur á núllpunkti í þeirri leit. Liverpool er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki keypt leikmann í sumar en fyrsti leikur liðsins á nýju tímabili er á móti nýliðum Ipswich um næstu helgi. Arne Slot þarf því að nota einn af núverandi miðjumönnum liðsins í stöðuna. Líklegast er að það verði Ryan Gravenberch en aðrir sem koma til greina eru Curtis Jones, Dominic Szoboszlai, Trent Alexander-Arnold og Wataru Endo. 🚨🔴 Martín Zubimendi has rejected Liverpool with formal communication to the club tonight.Real Sociedad efforts to keep Zubi crucial to make it happen, he’s staying with new deal also ready soon.Zubimendi informed Richard Hughes tonight, as @relevo reported. pic.twitter.com/sLU7S0Qfma— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024 Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Erlendir miðlar eins og BBC segja frá því að spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi hafi hafnað tilboði Liverpool en þess í stað fengið nýjan samning hjá uppeldisfélaginu sínu Real Sociedad. Liverpool vissi ekki betur en að Zubimendi vildi koma en á endanum tókst spænska félaginu hans að sannfæra hann um að vera áfram alveg eins og þegar bæði Bayern München og Arsenal sýndu honum áhuga á síðustu árum. Launatilboð Liverpool var hærra en það sem Sociedad bauð en það var ekki nóg. Þetta er því enn eitt dæmið um það að öflugir leikmenn vilja ekki koma til félagsins en önnur dæmi eru Tchouaméni, Bellingham, Lavia og Caicedo á síðustu árum. Zubimendi er 25 ára gamall og var varamaður Rodri í spænska landsliðinu. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar Spánverjar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar. Zubimendi var ætlað að fylla stöðu djúps miðjumanns hjá Liverpool en nú er félagið aftur á núllpunkti í þeirri leit. Liverpool er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki keypt leikmann í sumar en fyrsti leikur liðsins á nýju tímabili er á móti nýliðum Ipswich um næstu helgi. Arne Slot þarf því að nota einn af núverandi miðjumönnum liðsins í stöðuna. Líklegast er að það verði Ryan Gravenberch en aðrir sem koma til greina eru Curtis Jones, Dominic Szoboszlai, Trent Alexander-Arnold og Wataru Endo. 🚨🔴 Martín Zubimendi has rejected Liverpool with formal communication to the club tonight.Real Sociedad efforts to keep Zubi crucial to make it happen, he’s staying with new deal also ready soon.Zubimendi informed Richard Hughes tonight, as @relevo reported. pic.twitter.com/sLU7S0Qfma— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 12, 2024
Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira