AC Milan staðfesti vistaskiptin rétt í þessu en hinn 25 ára gamla Royal á að baki 10 A-landsleiki fyrir Brasilíu. Hann gekk í raðir Tottenham árið 2021 eftir að hafa verið leikmaður Barcelona án þess þó að spila mikið fyrir félagið.
Let’s give Emerson a 𝗥𝗼𝘆𝗮𝗹 welcome 👑@Emerson_Royal22 | #DNACMilan | #SempreMilan
— AC Milan (@acmilan) August 12, 2024
Royal skrifar undir samning til sumarsins 2028 með möguleika á eins árs framlengingu. Hann spilaði alls 101 leiki fyrir Tottenham en Ange Postecoglou, þjálfari liðsins, virðist ætla að treysta á Pedro Porro og Djed Spence í vetur.
Í tilkynningu AC Milan segir að lokum að Royal muni klæðast treyju númer 22.