Framsókn og VG útiloki ekkert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2024 12:15 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, og Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í Morgunblaðinu um helgina að í sínum huga væri útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði haldið áfram eftir næstu kosningar. Alþingi verður sett þann 10. september næstkomandi og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum og bent hefur verið á að upptaktur kosningabaráttunnar sé að hefjast. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Morgunblaðið um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið of mikið eftir gagnvart Vinstri Grænum.Vísir/Vilhelm Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ummæli Hildar ekki koma á óvart. Sinn flokkur útiloki aftur á móti ekkert. „Við í Framsókn göngum algjörlega óbundin til kosninga og það er þjóðarinnar að segja til um hvernig þau sjá þetta fyrir sér,“ segir Ingibjörg. „Það hefur gengið á ýmsu í stjórnarsamstarfinu en allir þessir þrír flokkar gengu samt sem áður að vissum stjórnarsáttmála fyrir þremur árum síðan og ákváðu að fara í þetta stjórnarsamstarf aftur, vitandi hverjar áherslur flokkanna voru. Þannig það blasti við,“ segir Ingibjörg. „Ég held að fyrst og fremst verðum við að axla þessa ábyrgð og klára þetta kjörtímabil.“ Óvíst hvort kosið verði að vori eða hausti Ingibjög býst við áhugaverðum þingvetri en segist ekki hafa heyrt hvort stefnt sé að kosningum næsta vor eða haust. „Eðli máls samkvæmt ljúkum við þessum fjórum árum haustið 2025 en hvort það verði fært aftur til vorsins eins og venjan var veit ég ekki,“ segir Ingibjörg. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, tekur undir með Ingibjörgu að því leyti að framhaldið ráðist í næstu kosningum. „Við höfum auðvitað öll okkar skoðanir á þessu stjórnarsamstarfi en það er líka alveg ljóst að við erum í því eins og staðan er í dag og ég tel mig vita að við erum öll að vinna í því að heilindum þar til kosið verður næst.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri Grænna, hefur þó sagt að flokkurinn, sem mælist ekki inni á þingi eins og er, þurfi að leita í ræturnar og staðsetja sig vel til vinstri fyrir næstu kosningar. „Við göngum auðvitað óbundin til kosninga og nú ríður á, og það gildir um okkur eins og aðra, að við sýnum hvert okkar erindi er í pólitík, sem ég tel vera mjög mikið,“ segir Orri. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í Morgunblaðinu um helgina að í sínum huga væri útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði haldið áfram eftir næstu kosningar. Alþingi verður sett þann 10. september næstkomandi og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum og bent hefur verið á að upptaktur kosningabaráttunnar sé að hefjast. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Morgunblaðið um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið of mikið eftir gagnvart Vinstri Grænum.Vísir/Vilhelm Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ummæli Hildar ekki koma á óvart. Sinn flokkur útiloki aftur á móti ekkert. „Við í Framsókn göngum algjörlega óbundin til kosninga og það er þjóðarinnar að segja til um hvernig þau sjá þetta fyrir sér,“ segir Ingibjörg. „Það hefur gengið á ýmsu í stjórnarsamstarfinu en allir þessir þrír flokkar gengu samt sem áður að vissum stjórnarsáttmála fyrir þremur árum síðan og ákváðu að fara í þetta stjórnarsamstarf aftur, vitandi hverjar áherslur flokkanna voru. Þannig það blasti við,“ segir Ingibjörg. „Ég held að fyrst og fremst verðum við að axla þessa ábyrgð og klára þetta kjörtímabil.“ Óvíst hvort kosið verði að vori eða hausti Ingibjög býst við áhugaverðum þingvetri en segist ekki hafa heyrt hvort stefnt sé að kosningum næsta vor eða haust. „Eðli máls samkvæmt ljúkum við þessum fjórum árum haustið 2025 en hvort það verði fært aftur til vorsins eins og venjan var veit ég ekki,“ segir Ingibjörg. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, tekur undir með Ingibjörgu að því leyti að framhaldið ráðist í næstu kosningum. „Við höfum auðvitað öll okkar skoðanir á þessu stjórnarsamstarfi en það er líka alveg ljóst að við erum í því eins og staðan er í dag og ég tel mig vita að við erum öll að vinna í því að heilindum þar til kosið verður næst.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri Grænna, hefur þó sagt að flokkurinn, sem mælist ekki inni á þingi eins og er, þurfi að leita í ræturnar og staðsetja sig vel til vinstri fyrir næstu kosningar. „Við göngum auðvitað óbundin til kosninga og nú ríður á, og það gildir um okkur eins og aðra, að við sýnum hvert okkar erindi er í pólitík, sem ég tel vera mjög mikið,“ segir Orri.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira