Gleðilegan baráttudag! Hildur Telma Hauksdóttir skrifar 10. ágúst 2024 13:01 Gleðilega gleðigöngu, gleðilegan baráttudag! Hinsegin dagar eru gengnir í garð og hápunktur þeirra á sér stað í dag þegar gleðigangan verður gengin. Tími þar sem fólk kemur saman og fagnar árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks en á sama tíma að minna á að baráttunni er ekki lokið. Í dag stendur Ísland mjög framarlega í heiminum hvað varðar réttindi hinsegin fólks en Ísland uppfyllir nú 83% af viðmiðum ILGA Europe samtakanna. Markmiðið er þó ekki að komast í fyrsta sæti í heiminum heldur á það að vera að ná 100% hinsegin réttinda. Réttindi fólks er ekki kaka sem skipta þarf á milli hópa heldur eru til réttindi fyrir öll, löggjöfin þarf bara að ná utan um það. Jafni rétturinn felur svo auðvitað einnig í sér viðhorf fólks, því fáfræði og fordómar eiga ekki heima í jöfnum samfélögum. Það eru fleiri lönd sem glæpavæða hinsegið fólk heldur en leyfa hjónabönd samkynja para. Útfrá því trúði maður að hér á Vesturlöndum væri best að búa en sú staða er greinilega að breytast. Síðustu mánuði höfum við fylgst með breyttum horfum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sótt er að hinsegin réttindum, ásamt öðrum mannréttindum, sem voru farin að finnast sjálfsögð. Það eru ekki nema 14 ár síðan að hjónabönd samkynja para voru heimiluð hér á landi og 5 ár eru frá samþykkt laganna um kynrænt sjálfræði. Þó að það sé langt frá því að vera það sem tryggi hinsegin réttindi til hlítar að þá eru það gjarnan mælikvarðar sem litið er til. Allir sigrar réttindabaráttunnar geta virst langt frá því að vera eitthvað sem tekið yrði til baka en nágrannalönd okkar sýna að baráttunni þarf að halda virkilega vel á lofti. Í þeim löndum er töluvert um hatursorðræður og hræðsluáróður, bæði meðal almennings og stjórnvalda, sem hefur haft mikil áhrif á hinsegið fólk sem þar býr og víðar. Project 2025 frá Trump og öfga hægri flokkar Evrópusambandsins eru áminningar um að standa þarf vörð um jafnrétti hér á landi. Síðustu ár hefur orðið bakslag í baráttu hinsegin fólks hér á landi. Eldra viðhorfið var að kenna elstu kynslóðunum um fordómana en ljóst er að síðasta fíflið er ekki fætt. Sífelld aukning hefur orðið á fordómum og hatri yngri kynslóða, alveg frá yngri stigum grunnskóla. Þar ber samfélagið í heild ábyrgð og það er margt sem spilar þar inn í eins og t.d. lítill sýnileiki hinsegis fólks, staðalímyndir, umræður innan heimila, skólakerfið og hvað þol umræða ná langt. Það á hvorki að vera ásættanlegt né eðlilegt að lesa hatursfullar athugasemdir við hverja frétt sem tengist hinseginleikanum, sjá hómófóbískar færslur á samfélagsmiðlum, lítillækkandi skilaboð frá stjórnmálafólki eða „clickbait” fréttir sem ýta undir misvísandi og skaðleg skilaboð. Á þessum tímum er mikilvægt að taka betur utan um trans ungmenni, sem og öll hinsegin ungmenni, því ofan á það að reyna að finna sig í lokaða samfélaginu okkar mæta þau virðingar- og skilningsleysi. Of frjálslega hefur verið deilt um tilvist fólks, án tillits til áhrifanna sem það hefur í för með sér. Í fullkomnum heimi þyrfti ekki hinsegin daga því í fullkomnum heimi þyrfti fólk ekki að berjast fyrir tilverurétti sínum. Í fullkomnum heimi væri pláss fyrir okkur öll verandi nákvæmlega eins og við erum sjálf. Í fullkomnum heimi væru hinsegin dagar alla daga þar sem fólk fengi að vera það sjálft án krafna og forsenda samfélagsins. Maður á ekki að þurfa að leggja sig fram við að passa inn í samfélagið, heimurinn á pláss fyrir okkur öll en það er undir samfélaginu komið að víkka út hvað það samþykkir. Við hinsegið fólk eigum ekki að þurfa að líða fyrir óþægindi annarra, því hver sem er getur frætt sig, borið virðingu og hjálpað til við að gera heiminn að betri stað fyrir öll. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Gleðilega gleðigöngu, gleðilegan baráttudag! Hinsegin dagar eru gengnir í garð og hápunktur þeirra á sér stað í dag þegar gleðigangan verður gengin. Tími þar sem fólk kemur saman og fagnar árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks en á sama tíma að minna á að baráttunni er ekki lokið. Í dag stendur Ísland mjög framarlega í heiminum hvað varðar réttindi hinsegin fólks en Ísland uppfyllir nú 83% af viðmiðum ILGA Europe samtakanna. Markmiðið er þó ekki að komast í fyrsta sæti í heiminum heldur á það að vera að ná 100% hinsegin réttinda. Réttindi fólks er ekki kaka sem skipta þarf á milli hópa heldur eru til réttindi fyrir öll, löggjöfin þarf bara að ná utan um það. Jafni rétturinn felur svo auðvitað einnig í sér viðhorf fólks, því fáfræði og fordómar eiga ekki heima í jöfnum samfélögum. Það eru fleiri lönd sem glæpavæða hinsegið fólk heldur en leyfa hjónabönd samkynja para. Útfrá því trúði maður að hér á Vesturlöndum væri best að búa en sú staða er greinilega að breytast. Síðustu mánuði höfum við fylgst með breyttum horfum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sótt er að hinsegin réttindum, ásamt öðrum mannréttindum, sem voru farin að finnast sjálfsögð. Það eru ekki nema 14 ár síðan að hjónabönd samkynja para voru heimiluð hér á landi og 5 ár eru frá samþykkt laganna um kynrænt sjálfræði. Þó að það sé langt frá því að vera það sem tryggi hinsegin réttindi til hlítar að þá eru það gjarnan mælikvarðar sem litið er til. Allir sigrar réttindabaráttunnar geta virst langt frá því að vera eitthvað sem tekið yrði til baka en nágrannalönd okkar sýna að baráttunni þarf að halda virkilega vel á lofti. Í þeim löndum er töluvert um hatursorðræður og hræðsluáróður, bæði meðal almennings og stjórnvalda, sem hefur haft mikil áhrif á hinsegið fólk sem þar býr og víðar. Project 2025 frá Trump og öfga hægri flokkar Evrópusambandsins eru áminningar um að standa þarf vörð um jafnrétti hér á landi. Síðustu ár hefur orðið bakslag í baráttu hinsegin fólks hér á landi. Eldra viðhorfið var að kenna elstu kynslóðunum um fordómana en ljóst er að síðasta fíflið er ekki fætt. Sífelld aukning hefur orðið á fordómum og hatri yngri kynslóða, alveg frá yngri stigum grunnskóla. Þar ber samfélagið í heild ábyrgð og það er margt sem spilar þar inn í eins og t.d. lítill sýnileiki hinsegis fólks, staðalímyndir, umræður innan heimila, skólakerfið og hvað þol umræða ná langt. Það á hvorki að vera ásættanlegt né eðlilegt að lesa hatursfullar athugasemdir við hverja frétt sem tengist hinseginleikanum, sjá hómófóbískar færslur á samfélagsmiðlum, lítillækkandi skilaboð frá stjórnmálafólki eða „clickbait” fréttir sem ýta undir misvísandi og skaðleg skilaboð. Á þessum tímum er mikilvægt að taka betur utan um trans ungmenni, sem og öll hinsegin ungmenni, því ofan á það að reyna að finna sig í lokaða samfélaginu okkar mæta þau virðingar- og skilningsleysi. Of frjálslega hefur verið deilt um tilvist fólks, án tillits til áhrifanna sem það hefur í för með sér. Í fullkomnum heimi þyrfti ekki hinsegin daga því í fullkomnum heimi þyrfti fólk ekki að berjast fyrir tilverurétti sínum. Í fullkomnum heimi væri pláss fyrir okkur öll verandi nákvæmlega eins og við erum sjálf. Í fullkomnum heimi væru hinsegin dagar alla daga þar sem fólk fengi að vera það sjálft án krafna og forsenda samfélagsins. Maður á ekki að þurfa að leggja sig fram við að passa inn í samfélagið, heimurinn á pláss fyrir okkur öll en það er undir samfélaginu komið að víkka út hvað það samþykkir. Við hinsegið fólk eigum ekki að þurfa að líða fyrir óþægindi annarra, því hver sem er getur frætt sig, borið virðingu og hjálpað til við að gera heiminn að betri stað fyrir öll. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun