Sterkt að fá systurina heim: „Hún er tilbúin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2024 12:15 Ásta Eir Árnadóttir fagnar því að fá systur sína heim í Kópavoginn. Þær eru báðar klárar í slaginn í dag. Vísir/Vilhelm Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta, segir leikmenn liðsins spennta fyrir leik dagsins við Þór/KA. Blikakonur geta minnkað bil Vals á toppi deildarinnar í eitt stig með sigri. Leikur Breiðabliks og Þórs/KA er klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik tapaði síðasta leik fyrir Val fyrir um tíu dögum. Valur náði þar þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar, bil sem er nú fjögur stig eftir jafntefli Vals við Stjörnuna í gær. Ásta Eir segir Blikakonur hafa hrist það tap úr kerfinu og hafi notið stutts frís í kjölfarið. „Ekki spurning. Við fórum í fínt fjögurra daga frí eftir þennan leik, inn í Verslunamannahelgina. Svo komum við bara til baka í nýja æfingaviku og einbeitingin á næsta leik,“ segir Ásta Eir í samtali við Vísi. Gott að fá Kristínu heim Blikar fengu þá góðan liðsstyrk í vikunni. Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, er snúin aftur í Kópavoginn eftir að hafa yfirgefið Bröndby í Danmörku. Ásta fagnar því eðlilega að fá systur sína heim. „Það er bara mjög gott sko. Það er frábært fyrir hópinn. Hún þekkir vel til og er bara hörku góður leikmaður. Klárlega góð styrking fyrir okkur fyrir restina af tímabilinu,“ „Hún er búin að vera að æfa með okkur í smá tíma og er tilbúin, sem er frábært,“ segir Ásta. Þær systur Ásta og Kristín á góðri stundu.Vísir/Vilhelm Sá restina yfir eldamennskunni Líkt og fram kemur að ofan gerði Valur jafntefli við Stjörnuna í gærkvöld. Var Ásta að fylgjast með leiknum? „Reyndar ekki. Við vorum að æfa á sama tíma. Ég sá síðustu fimm mínúturnar, ég kveikti á þessu þegar ég kom heim og var að elda kvöldmat en náði ekki að fylgjast með þessu,“ segir Ásta. En gefur það Blikum byr undir báða vængi fyrir leik dagsins að sjá Valskonur tapa stigum? „Já og nei. Maður er alltaf að segja það sama. Við þurfum að hugsa um okkur og þær hugsa um sitt. Auðvitað fylgist maður með öllum leikjum og allt svoleiðis. En úrslitin úr síðasta leik gera að verkum að það er alls konar sem við viljum bæta í okkar leik. Þannig að við erum mjög spenntar að spila í dag og skila alvöru frammistöðu. Það er kominn tími á það,“ segi Ásta. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þór Akureyri KA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Þórs/KA er klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik tapaði síðasta leik fyrir Val fyrir um tíu dögum. Valur náði þar þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar, bil sem er nú fjögur stig eftir jafntefli Vals við Stjörnuna í gær. Ásta Eir segir Blikakonur hafa hrist það tap úr kerfinu og hafi notið stutts frís í kjölfarið. „Ekki spurning. Við fórum í fínt fjögurra daga frí eftir þennan leik, inn í Verslunamannahelgina. Svo komum við bara til baka í nýja æfingaviku og einbeitingin á næsta leik,“ segir Ásta Eir í samtali við Vísi. Gott að fá Kristínu heim Blikar fengu þá góðan liðsstyrk í vikunni. Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, er snúin aftur í Kópavoginn eftir að hafa yfirgefið Bröndby í Danmörku. Ásta fagnar því eðlilega að fá systur sína heim. „Það er bara mjög gott sko. Það er frábært fyrir hópinn. Hún þekkir vel til og er bara hörku góður leikmaður. Klárlega góð styrking fyrir okkur fyrir restina af tímabilinu,“ „Hún er búin að vera að æfa með okkur í smá tíma og er tilbúin, sem er frábært,“ segir Ásta. Þær systur Ásta og Kristín á góðri stundu.Vísir/Vilhelm Sá restina yfir eldamennskunni Líkt og fram kemur að ofan gerði Valur jafntefli við Stjörnuna í gærkvöld. Var Ásta að fylgjast með leiknum? „Reyndar ekki. Við vorum að æfa á sama tíma. Ég sá síðustu fimm mínúturnar, ég kveikti á þessu þegar ég kom heim og var að elda kvöldmat en náði ekki að fylgjast með þessu,“ segir Ásta. En gefur það Blikum byr undir báða vængi fyrir leik dagsins að sjá Valskonur tapa stigum? „Já og nei. Maður er alltaf að segja það sama. Við þurfum að hugsa um okkur og þær hugsa um sitt. Auðvitað fylgist maður með öllum leikjum og allt svoleiðis. En úrslitin úr síðasta leik gera að verkum að það er alls konar sem við viljum bæta í okkar leik. Þannig að við erum mjög spenntar að spila í dag og skila alvöru frammistöðu. Það er kominn tími á það,“ segi Ásta.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þór Akureyri KA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð