„Það venst illa að tapa fótboltaleikjum“ Hinrik Wöhler skrifar 9. ágúst 2024 21:20 Það stefnir allt í krefjandi fallbaráttu hjá Gunnari Magnúsi og leikmönnum hans hjá Fylki. vísir / anton brink Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fór tómhentur heim úr Hafnarfirði í kvöld en Árbæingar töpuðu 3-1 á móti FH í Bestu deild kvenna. Gunnar fannst spilamennskan ganga upp og ofan en var fyrst og fremst svekktur með niðurstöðuna. „Hún var köflótt, við áttum ágætis kafla en töpuðum baráttunni. Ég er hundsvekktur og súr með það, það venst illa að tapa fótboltaleikjum.“ Fylkir náði ekki að skapa sér mikið úr opnum leik en hættulegustu færi þeirra var úr föstum leikatriðum og náði liðið að minnka muninn undir lok leiks en nær komust þær ekki. Guðrún Karítas Sigurðardóttir var ekki með liðinu í kvöld og fannst Gunnari muna um hana. „Það vantaði mikið bit í sóknarleikinn, klárlega. Við söknuðum hennar og fleiri leikmanna. Við erum ekkert alltof rík af leikmönnum fram á við, meiðslalistinn er langur og mest af þeim eru sóknarmenn. Eins og ég segi, svona er þessi bolti, við erum með nóg af leikmönnum og stóran hóp. Það bara koma aðrar og gera sitt. Þetta var erfitt fram á við,“ sagði Gunnar um sóknarleikinn. Dómaratríóið var undir pari FH skoraði mark úr vítaspyrnu á 70. mínútu þegar Helga Guðrún Kristinsdóttir handlék boltann í vítateignum. Gunnar var þó á öðru máli en dómari leiksins, Ásmundur Þór Sveinsson. „Þetta var þrumuskot og eins og þetta sást fyrir mér þá bara stendur hún og fær þrumubolta í eðlilegri stöðu. Veit ekki hvort að boltinn var á leiðinni í netið eða hvað þá er eflaust hægt að flokka það sem víti,“ sagði Gunnar um atvikið á 70. mínútu. „Ég er ekki vanur því að kvarta yfir dómurunum en það bara eins og leikmenn og við þjálfararnir að við eigum okkar slæmu daga. Þeir áttu virkilega slæman dag, engin lína en ekkert sem hallaði á eða skipti sköpum fyrir úrslit leiksins. Bara leiðinlegt á þessu stigi í efstu deild að fá ekki betri frammistöðu frá dómurunum,“ bætti Gunnar við. Þrátt fyrir meiðsli þá ætlar Gunnar ekki að bæta í hópinn en opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna til og með 13. ágúst. „Við erum bara keyra á þennan hóp. Þetta er meira og minna liðið sem kom upp hjá okkur fyrra. Það er ekki á teikniborðinu eins og staðan er,“ sagði Gunnar að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira
Gunnar fannst spilamennskan ganga upp og ofan en var fyrst og fremst svekktur með niðurstöðuna. „Hún var köflótt, við áttum ágætis kafla en töpuðum baráttunni. Ég er hundsvekktur og súr með það, það venst illa að tapa fótboltaleikjum.“ Fylkir náði ekki að skapa sér mikið úr opnum leik en hættulegustu færi þeirra var úr föstum leikatriðum og náði liðið að minnka muninn undir lok leiks en nær komust þær ekki. Guðrún Karítas Sigurðardóttir var ekki með liðinu í kvöld og fannst Gunnari muna um hana. „Það vantaði mikið bit í sóknarleikinn, klárlega. Við söknuðum hennar og fleiri leikmanna. Við erum ekkert alltof rík af leikmönnum fram á við, meiðslalistinn er langur og mest af þeim eru sóknarmenn. Eins og ég segi, svona er þessi bolti, við erum með nóg af leikmönnum og stóran hóp. Það bara koma aðrar og gera sitt. Þetta var erfitt fram á við,“ sagði Gunnar um sóknarleikinn. Dómaratríóið var undir pari FH skoraði mark úr vítaspyrnu á 70. mínútu þegar Helga Guðrún Kristinsdóttir handlék boltann í vítateignum. Gunnar var þó á öðru máli en dómari leiksins, Ásmundur Þór Sveinsson. „Þetta var þrumuskot og eins og þetta sást fyrir mér þá bara stendur hún og fær þrumubolta í eðlilegri stöðu. Veit ekki hvort að boltinn var á leiðinni í netið eða hvað þá er eflaust hægt að flokka það sem víti,“ sagði Gunnar um atvikið á 70. mínútu. „Ég er ekki vanur því að kvarta yfir dómurunum en það bara eins og leikmenn og við þjálfararnir að við eigum okkar slæmu daga. Þeir áttu virkilega slæman dag, engin lína en ekkert sem hallaði á eða skipti sköpum fyrir úrslit leiksins. Bara leiðinlegt á þessu stigi í efstu deild að fá ekki betri frammistöðu frá dómurunum,“ bætti Gunnar við. Þrátt fyrir meiðsli þá ætlar Gunnar ekki að bæta í hópinn en opið er fyrir félagaskipti í Bestu deild kvenna til og með 13. ágúst. „Við erum bara keyra á þennan hóp. Þetta er meira og minna liðið sem kom upp hjá okkur fyrra. Það er ekki á teikniborðinu eins og staðan er,“ sagði Gunnar að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Sjá meira