Ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2024 20:12 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Einar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að frí námsgögn og skólamáltíðir sé eitthvað sem ætti að mega ræða án þess að fara í upphrópanir. Það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. Áslaug birti grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún gerði gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir í grunnskólum landsins að umræðuefni, og velti því fyrir sér hvort þetta væri skynsamleg nálgun. Þar sagði hún að fæstir foreldrar þyrftu á ókeypis skólagögnum eða skólamáltíðum að halda. Skólarnir safni of miklu magni af ónotuðum námsgögnum, og það hefði í för með sér kostnað og sóun. Þá spyr hún hvort það hafi verið skynsamlegt að gera skólamáltíðirnar gjaldfrjálsar, óháð efnahag fjölskyldna barnanna. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, og Vilhjálmur Birgisson, svöruðu Áslaugu í viðtali við RÚV í dag. Þar sagðist Þorsteinn ekki kannast við að námsgögnum væri sóað í skólum á Íslandi, og Vilhjálmur sagði alveg ljóst að launafólk kynni að meta þá kjarabót sem fælist í fríum skólamáltíðum. Er að benda á hugmyndafræðina um meðferð á fé Áslaug segir að hún hafi verið að benda á hugmyndafræðina á bak við það hvernig við förum með fé, og hvernig best sé að tryggja sem bestan árangur fyrir nemendur í menntakerfinu. „Já fyrst má nefna viðbrögðin sem kannski snúa að því að enginn kannist við það að farið sé illa með námsgögn að neinu leyti, þá er auðvitað mjög hratt verið að gera lítið úr orðum allra þeirra sem ég hef rætt við í íslensku skólakerfi,“ segir Áslaug, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Ekki að tala fyrir öðru en jöfnum tækifærum nemenda í menntakerfinu „Það þarf að ítreka það að það er enginn að tala fyrir öðru en að tryggja jöfn tækifæri nemenda í menntakerfinu,“ segir Áslaug. Hún segir að hún hafi tekið ákvarðanir í sínu ráðuneyti sem tryggi jöfn tækifæri, til dæmis með niðurfellingu skólagjalda í einkareknum háskólum. „Formaðurinn fer hratt út í það að það vanti fjölbreyttari námsgögn, það er einfaldlega önnur umræða. Hér er verið að ræða um stílabækur, skriffæri og annað sem var tekin ákvörðun um að breyta og yrði gjaldfrjáls,“ segir Áslaug. Hafnarfjörður sé að draga úr þessu vegna sóunar, og það hljóti að mega taka mark á því, sem og ummælum ýmissa kennara, sem Áslaug segist hafa rætt við að undanförnu. Fjármunum varið til efnameiri foreldra „Hérna erum við ekki kannski að deila um það hvort við ætlum að tryggja jöfn tækifæri, heldur eingöngu um það hvernig við ætlum að ná því markmiði,“ segir Áslaug. Að verja fjármunum til efnameiri foreldra að þessu leyti, finnst henni ekki góð forgangsröðun. „Það að við séum að nýta meira af námsgögnum, ekki að fara jafnvel með þau, ýta undir virðingarleysi og annað er eitthvað sem við verðum að huga að og mega ræða án þess að við förum í upphrópanir um það hver meiningin sé á bak við það,“ segir hún. Eiga öll börn að fá frían regngalla? Áslaug segir að hugmyndafræðin á bak við þetta sé umhugsunarefni. „Ef það kæmu hér tillögur um það að það fengju öll börn frían regngalla, hver er þá umræðan?“ spyr Áslaug, og segir að það væri sama umræða um jöfn tækifæri og svoleiðis sem kæmi upp þá. Hún vilji frekar lækka skatta á fólk, fara betur með opinbert fé og beina þeim fjármunum til þeirra barna sem á því þurfi að halda. „Ég held að við styðjum best við barnafólk með því að bjóða í alvörunni upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur, sem og að lækka skatta svo fólk hafi meira milli handanna,“ segir hún að lokum. Skóla- og menntamál Reykjavík síðdegis Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Áslaug birti grein í Morgunblaðinu í morgun þar sem hún gerði gjaldfrjáls námsgögn og máltíðir í grunnskólum landsins að umræðuefni, og velti því fyrir sér hvort þetta væri skynsamleg nálgun. Þar sagði hún að fæstir foreldrar þyrftu á ókeypis skólagögnum eða skólamáltíðum að halda. Skólarnir safni of miklu magni af ónotuðum námsgögnum, og það hefði í för með sér kostnað og sóun. Þá spyr hún hvort það hafi verið skynsamlegt að gera skólamáltíðirnar gjaldfrjálsar, óháð efnahag fjölskyldna barnanna. Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, og Vilhjálmur Birgisson, svöruðu Áslaugu í viðtali við RÚV í dag. Þar sagðist Þorsteinn ekki kannast við að námsgögnum væri sóað í skólum á Íslandi, og Vilhjálmur sagði alveg ljóst að launafólk kynni að meta þá kjarabót sem fælist í fríum skólamáltíðum. Er að benda á hugmyndafræðina um meðferð á fé Áslaug segir að hún hafi verið að benda á hugmyndafræðina á bak við það hvernig við förum með fé, og hvernig best sé að tryggja sem bestan árangur fyrir nemendur í menntakerfinu. „Já fyrst má nefna viðbrögðin sem kannski snúa að því að enginn kannist við það að farið sé illa með námsgögn að neinu leyti, þá er auðvitað mjög hratt verið að gera lítið úr orðum allra þeirra sem ég hef rætt við í íslensku skólakerfi,“ segir Áslaug, sem var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Ekki að tala fyrir öðru en jöfnum tækifærum nemenda í menntakerfinu „Það þarf að ítreka það að það er enginn að tala fyrir öðru en að tryggja jöfn tækifæri nemenda í menntakerfinu,“ segir Áslaug. Hún segir að hún hafi tekið ákvarðanir í sínu ráðuneyti sem tryggi jöfn tækifæri, til dæmis með niðurfellingu skólagjalda í einkareknum háskólum. „Formaðurinn fer hratt út í það að það vanti fjölbreyttari námsgögn, það er einfaldlega önnur umræða. Hér er verið að ræða um stílabækur, skriffæri og annað sem var tekin ákvörðun um að breyta og yrði gjaldfrjáls,“ segir Áslaug. Hafnarfjörður sé að draga úr þessu vegna sóunar, og það hljóti að mega taka mark á því, sem og ummælum ýmissa kennara, sem Áslaug segist hafa rætt við að undanförnu. Fjármunum varið til efnameiri foreldra „Hérna erum við ekki kannski að deila um það hvort við ætlum að tryggja jöfn tækifæri, heldur eingöngu um það hvernig við ætlum að ná því markmiði,“ segir Áslaug. Að verja fjármunum til efnameiri foreldra að þessu leyti, finnst henni ekki góð forgangsröðun. „Það að við séum að nýta meira af námsgögnum, ekki að fara jafnvel með þau, ýta undir virðingarleysi og annað er eitthvað sem við verðum að huga að og mega ræða án þess að við förum í upphrópanir um það hver meiningin sé á bak við það,“ segir hún. Eiga öll börn að fá frían regngalla? Áslaug segir að hugmyndafræðin á bak við þetta sé umhugsunarefni. „Ef það kæmu hér tillögur um það að það fengju öll börn frían regngalla, hver er þá umræðan?“ spyr Áslaug, og segir að það væri sama umræða um jöfn tækifæri og svoleiðis sem kæmi upp þá. Hún vilji frekar lækka skatta á fólk, fara betur með opinbert fé og beina þeim fjármunum til þeirra barna sem á því þurfi að halda. „Ég held að við styðjum best við barnafólk með því að bjóða í alvörunni upp á leikskólapláss þegar fæðingarorlofi lýkur, sem og að lækka skatta svo fólk hafi meira milli handanna,“ segir hún að lokum.
Skóla- og menntamál Reykjavík síðdegis Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira