Á hækjum eftir tæklingu í brekkunni á Þjóðhátíð Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2024 19:07 Viktoría Kjartansdóttir lenti illa í því á lokakvöldi Þjóðhátíðar í ár. Vísir/Bjarni Í vætunni á sunnudagskvöld í Vestmannaeyjum runnu fjölmargir Þjóðhátíðargestir niður brekkuna í Herjólfsdal í drullusvaðinu sem myndaðist þar. Sumir renndu sér niður viljandi og slösuðu jafnvel grunlausa gesti sem skemmtu sér í brekkunni. Á Þjóðhátíð í ár var spáð leiðindaveðri nánast alla helgina. Um fimmtán þúsund manns mættu, þrátt fyrir það, til Vestmannaeyja að halda upp á 150 ára afmæli hátíðarinnar. Fyrstu tvö kvöldin voru ágæt í Dalnum þrátt fyrir að laugardagurinn hafi reynst erfiður fyrir tjaldbúa sem þurftu margir hverjir að flýja inn í Herjólfshöllina vegna veðurs. Sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags var spáð úrhelli og fólk klæddi sig í takt við það. Það breytti því þó ekki að brekkan í Herjólfsdal varð afar drullug og sleip. Þeir sem reyndu að þvera brekkuna enduðu margir hverjir kylliflatir. Þeir sem runnu áttu erfitt með að stoppa ferðina og það var algengt að sjá menn hreinlega tækla aðra á leið sinni niður. Það sluppu ekki allir jafnvel úr þessum byltum og tæklingum, þar á meðal Viktoría Kjartansdóttir. „Ég var bara í brekkunni að hafa gaman. Ég lék á als oddi og var bara að dansa. Svo voru einhverjir gæjar fyrir aftan sig að láta eins og brekkan væri rennibraut. Það voru mjög margir sem voru óvart að renna en þessir runnu ekki óvart. Þeir skriðtækluðu mig bara og ég sleit tvö liðbönd og eitthvað,“ segir Viktoría. Sá sem renndi sér niður iðraðist einskis að sögn Viktoríu og gerði sig þess í stað líklegan til að slást við vini hennar á meðan hún lá slösuð í jörðinni. „Þeir voru ekkert sáttir með gæjann sem var bara að hlæja á meðan ég var grátandi í brekkunni. En þetta var samt gaman. Ég skemmti mér samt gríðarlega vel og ég var glöð að þetta gerðist síðasta kvöldið,“ segir Viktoría. Hún eyðir næstu vikum á hækjum en lætur þetta leiðindaatvik ekki fæla sig frá því að mæta á næsta ári. „Ég ætla alla vega aftur,“ segir Viktoría. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir umfjöllun um dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Á Þjóðhátíð í ár var spáð leiðindaveðri nánast alla helgina. Um fimmtán þúsund manns mættu, þrátt fyrir það, til Vestmannaeyja að halda upp á 150 ára afmæli hátíðarinnar. Fyrstu tvö kvöldin voru ágæt í Dalnum þrátt fyrir að laugardagurinn hafi reynst erfiður fyrir tjaldbúa sem þurftu margir hverjir að flýja inn í Herjólfshöllina vegna veðurs. Sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags var spáð úrhelli og fólk klæddi sig í takt við það. Það breytti því þó ekki að brekkan í Herjólfsdal varð afar drullug og sleip. Þeir sem reyndu að þvera brekkuna enduðu margir hverjir kylliflatir. Þeir sem runnu áttu erfitt með að stoppa ferðina og það var algengt að sjá menn hreinlega tækla aðra á leið sinni niður. Það sluppu ekki allir jafnvel úr þessum byltum og tæklingum, þar á meðal Viktoría Kjartansdóttir. „Ég var bara í brekkunni að hafa gaman. Ég lék á als oddi og var bara að dansa. Svo voru einhverjir gæjar fyrir aftan sig að láta eins og brekkan væri rennibraut. Það voru mjög margir sem voru óvart að renna en þessir runnu ekki óvart. Þeir skriðtækluðu mig bara og ég sleit tvö liðbönd og eitthvað,“ segir Viktoría. Sá sem renndi sér niður iðraðist einskis að sögn Viktoríu og gerði sig þess í stað líklegan til að slást við vini hennar á meðan hún lá slösuð í jörðinni. „Þeir voru ekkert sáttir með gæjann sem var bara að hlæja á meðan ég var grátandi í brekkunni. En þetta var samt gaman. Ég skemmti mér samt gríðarlega vel og ég var glöð að þetta gerðist síðasta kvöldið,“ segir Viktoría. Hún eyðir næstu vikum á hækjum en lætur þetta leiðindaatvik ekki fæla sig frá því að mæta á næsta ári. „Ég ætla alla vega aftur,“ segir Viktoría.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir umfjöllun um dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira