„Veit bara af mér í jörðinni” Árni Gísli Magnússon skrifar 6. ágúst 2024 22:27 Jakob Snær Árnason var ánægður með sigur sinna manna gegn Val. Vísir/Hulda Margrét KA vann sterkan 1-0 sigur á Val á Greifavellinum fyrr í kvöld í Bestu deild karla. Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark leiksins í lok fyrri hálfleiks. Valsmenn léku einum færri frá 59. mínútu þegar markmaður þeirra, Frederik Schram, fékk að líta rauða spjaldið. Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, átti góðan leik og var brattur í viðtali strax að leik loknum þrátt fyrir að hafa fengið kjaftshögg frá mótherja um leið og lokaflautið gall. „Bara mjög vel. Gott að vera komnir á skrið og við erum að sýna það með hverjum leiknum hvers við erum megnugir þannig þetta er bara komið á gott skrið og sjálfstraust í liðið og loksins farnir að sýna hvað við getum.” KA er nú taplaust í síðustu átta leikjum í deild og bikar og var Jakob ekki lengi að svara hvers vegna gengið hafi verið svo gott undanfarið eftir slæma byrjun á timabilinu. „Ég sagði það nú áðan að ég væri kominn til baka” sagði Jakob og skellti upp úr áður en hann hélt áfram: „Nei nei, ef við hefðum haft svar við því strax hefði verið auðvelt að bæta úr því en mórallinn var góður en ég held að það hafi verið smá andleysi. Allavega var alltaf trú í hópnum og við fórum bara að leggja harðar að okkur og reyna að lesa í það. Fyrst og fremst að loka niður fyrir og fá færri mörk á okkur og með því höfum við komist á okkar gamla skrið og uppskerum eftir því.” Horfa í efri hlutann Einungis tvö stig skilja að KA í 8. sæti og ÍA í 6. sæti, sem á þó leik til góða, og mætti því vænta að KA menn séu farnir að horfa í efri hlutann. „Já klárlega. Við ætluðum okkur að vera þar og ætlum það enn þá. Kannski gamla klisjan bara; einn leikur í einu. Við erum eins og þú sérð á síðustu leikjum erum við að safna inn stigum og horfum bara upp í við og verðum að sjá hvað það gefur okkur. Við byrjuðum þetta aðeins í brasi og erum því að elta, kannski eitthvað sem við hefðum ekki þurft að vera gera, en við tökum því bara og erum alltaf að nálgast þetta meira þannig klárlega horfum við upp á við.” Frederik Schram, markmaður Vals, fékk að líta rauða spjaldið á 59. mínútu en einum færri héldu Valsmenn vel í boltann og féllu KA menn frekar aftarlega á völlinn. „Það má vel vera, það er oft kannski eðlilegt í svona hvernig þetta spilaðist. Auðvitað fara þeir kannski að halda aðeins í boltann en mér fannst þeir ekki skapa neitt eða gera neitt þannig af viti þannig það líka virkaði fínt fyrir okkur, þegar við unnum hann vorum við sprækir og vorum í raun að skapa hættulegri færi en þeir, fannst mér, en það var svona upplifunin mín á vellinum að við vorum alltaf með þetta. Auðvitað má kannski horfa til baka og segja að við höfum fallið of mikið.” Fékk einn á kjammann Um leið og lokaflautið gall virtist Orri Sigurður Ómarsson slæma hendi í andlit Jakobs sem lá óvígur eftir í dágóða stund og sást til að mynda blóð á andliti hans og treyju í viðtalinu. Jakob segist ekki vita hvað Orra gekk til. „Ég veit ekki hvað ég gerði manninum en Harley (Willard) fær boltann þarna í endann og við erum þrír á tvo þannig ég ætlaði að taka sprettinn í gegn og fá hann og skora, klára þetta endanlega, en hann stígur eitthvað inn í mig og ég veit bara af mér í jörðinni þannig ég veit ekki hvort þetta sé olnbogi eða öxl eða hvað þetta er en hann allavega stígur svona full harkalega inn í mig af mínu viti það er bara áfram gakk. Við unnum og ég er sáttur og hann er pirraður”, sagði kokhraustur Jakob að endingu. Besta deild karla KA Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 1-0 | Viðar Örn skemmdi partýið hjá nýja þjálfarnum Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark leiksins er KA vann óvæntan 1-0 sigur gegn Val í fyrsta leik Valsmann undir stjórn nýs þjálfara. 6. ágúst 2024 18:31 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Sjá meira
Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, átti góðan leik og var brattur í viðtali strax að leik loknum þrátt fyrir að hafa fengið kjaftshögg frá mótherja um leið og lokaflautið gall. „Bara mjög vel. Gott að vera komnir á skrið og við erum að sýna það með hverjum leiknum hvers við erum megnugir þannig þetta er bara komið á gott skrið og sjálfstraust í liðið og loksins farnir að sýna hvað við getum.” KA er nú taplaust í síðustu átta leikjum í deild og bikar og var Jakob ekki lengi að svara hvers vegna gengið hafi verið svo gott undanfarið eftir slæma byrjun á timabilinu. „Ég sagði það nú áðan að ég væri kominn til baka” sagði Jakob og skellti upp úr áður en hann hélt áfram: „Nei nei, ef við hefðum haft svar við því strax hefði verið auðvelt að bæta úr því en mórallinn var góður en ég held að það hafi verið smá andleysi. Allavega var alltaf trú í hópnum og við fórum bara að leggja harðar að okkur og reyna að lesa í það. Fyrst og fremst að loka niður fyrir og fá færri mörk á okkur og með því höfum við komist á okkar gamla skrið og uppskerum eftir því.” Horfa í efri hlutann Einungis tvö stig skilja að KA í 8. sæti og ÍA í 6. sæti, sem á þó leik til góða, og mætti því vænta að KA menn séu farnir að horfa í efri hlutann. „Já klárlega. Við ætluðum okkur að vera þar og ætlum það enn þá. Kannski gamla klisjan bara; einn leikur í einu. Við erum eins og þú sérð á síðustu leikjum erum við að safna inn stigum og horfum bara upp í við og verðum að sjá hvað það gefur okkur. Við byrjuðum þetta aðeins í brasi og erum því að elta, kannski eitthvað sem við hefðum ekki þurft að vera gera, en við tökum því bara og erum alltaf að nálgast þetta meira þannig klárlega horfum við upp á við.” Frederik Schram, markmaður Vals, fékk að líta rauða spjaldið á 59. mínútu en einum færri héldu Valsmenn vel í boltann og féllu KA menn frekar aftarlega á völlinn. „Það má vel vera, það er oft kannski eðlilegt í svona hvernig þetta spilaðist. Auðvitað fara þeir kannski að halda aðeins í boltann en mér fannst þeir ekki skapa neitt eða gera neitt þannig af viti þannig það líka virkaði fínt fyrir okkur, þegar við unnum hann vorum við sprækir og vorum í raun að skapa hættulegri færi en þeir, fannst mér, en það var svona upplifunin mín á vellinum að við vorum alltaf með þetta. Auðvitað má kannski horfa til baka og segja að við höfum fallið of mikið.” Fékk einn á kjammann Um leið og lokaflautið gall virtist Orri Sigurður Ómarsson slæma hendi í andlit Jakobs sem lá óvígur eftir í dágóða stund og sást til að mynda blóð á andliti hans og treyju í viðtalinu. Jakob segist ekki vita hvað Orra gekk til. „Ég veit ekki hvað ég gerði manninum en Harley (Willard) fær boltann þarna í endann og við erum þrír á tvo þannig ég ætlaði að taka sprettinn í gegn og fá hann og skora, klára þetta endanlega, en hann stígur eitthvað inn í mig og ég veit bara af mér í jörðinni þannig ég veit ekki hvort þetta sé olnbogi eða öxl eða hvað þetta er en hann allavega stígur svona full harkalega inn í mig af mínu viti það er bara áfram gakk. Við unnum og ég er sáttur og hann er pirraður”, sagði kokhraustur Jakob að endingu.
Besta deild karla KA Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Valur 1-0 | Viðar Örn skemmdi partýið hjá nýja þjálfarnum Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark leiksins er KA vann óvæntan 1-0 sigur gegn Val í fyrsta leik Valsmann undir stjórn nýs þjálfara. 6. ágúst 2024 18:31 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Sjá meira
Leik lokið: KA - Valur 1-0 | Viðar Örn skemmdi partýið hjá nýja þjálfarnum Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark leiksins er KA vann óvæntan 1-0 sigur gegn Val í fyrsta leik Valsmann undir stjórn nýs þjálfara. 6. ágúst 2024 18:31