Óvíst hvort ferðamennirnir séu á yfirgefna bílaleigubílnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2024 16:19 Bjarki Oddsson er varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Vísir/Ívar Fannar Ekki er víst að bílaleigubíll sem fannst yfirgefinn á bílastæði við tjaldstæði í Kerlingarfjöllum sé á vegum ferðamanna sem tilkynntu Neyðarlínunni í netspjalli í gær að þeir væru fastir í helli. Þetta segir Bjarki Oddsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Ekki er mikið um þekkta hella á svæðinu við Kerlingarfjöll. Bergvin Snær Andrésson í vettvangsstjórn tjáði fréttastofu fyrr í dag að ekki væri útilokað að mennirnir væru í óþekktum helli eða nýmynduðum helli. Þá hefur því verið velt upp hvort mennirnir gætu verið í jökulsprungu. „Það liggur bara ekki fyrir eins og staðan er núna. Við göngum út frá öllum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Hann segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvaða fólk sé með bílinn á leigu sem fannst við tjaldsvæðið. „Nei, það er verkefni sem við erum að vinna í núna. Að nálgast upplýsingar um þetta fólk sem við höfum ekki fengið enn en vinnum að því að fá,“ segir Bjarki. Lögregla sé í góðu sambandi við viðkomandi bílaleigu. Möguleiki sé að einhverjir aðrir eigi þennan bíl. „Það er ein af fjölmörgum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Vel geti verið að einhver annar ótengdur eigi bílinn. „Vissulega er það möguleiki sem við göngum út frá líka.“ Bjarki segir sífellda endurskoðun í gangi á leitaraðgerðum. „Við gerum ráð fyrir að klára þennan verkþátt sem er að tengja við þennan bíl. Ef það gengur verður staðan endurmetin. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta muni þróast.“ Viðbúið sé að fjölgi í leitarhópnum. Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Tengdar fréttir Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29 Leitað að ferðamönnum í Kerlingarfjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um viðamikla leit sem staðið hefur yfir í Kerlingarfjöllum frá því í gærkvöldi eftir að boð bárust um að ferðamenn væru fastir inni í helli á svæðinu. 6. ágúst 2024 11:27 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Þetta segir Bjarki Oddsson varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Ekki er mikið um þekkta hella á svæðinu við Kerlingarfjöll. Bergvin Snær Andrésson í vettvangsstjórn tjáði fréttastofu fyrr í dag að ekki væri útilokað að mennirnir væru í óþekktum helli eða nýmynduðum helli. Þá hefur því verið velt upp hvort mennirnir gætu verið í jökulsprungu. „Það liggur bara ekki fyrir eins og staðan er núna. Við göngum út frá öllum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Hann segist ekki hafa neinar upplýsingar um hvaða fólk sé með bílinn á leigu sem fannst við tjaldsvæðið. „Nei, það er verkefni sem við erum að vinna í núna. Að nálgast upplýsingar um þetta fólk sem við höfum ekki fengið enn en vinnum að því að fá,“ segir Bjarki. Lögregla sé í góðu sambandi við viðkomandi bílaleigu. Möguleiki sé að einhverjir aðrir eigi þennan bíl. „Það er ein af fjölmörgum mögulegum sviðsmyndum,“ segir Bjarki. Vel geti verið að einhver annar ótengdur eigi bílinn. „Vissulega er það möguleiki sem við göngum út frá líka.“ Bjarki segir sífellda endurskoðun í gangi á leitaraðgerðum. „Við gerum ráð fyrir að klára þennan verkþátt sem er að tengja við þennan bíl. Ef það gengur verður staðan endurmetin. Það er ómögulegt að segja hvernig þetta muni þróast.“ Viðbúið sé að fjölgi í leitarhópnum.
Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Tengdar fréttir Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29 Leitað að ferðamönnum í Kerlingarfjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um viðamikla leit sem staðið hefur yfir í Kerlingarfjöllum frá því í gærkvöldi eftir að boð bárust um að ferðamenn væru fastir inni í helli á svæðinu. 6. ágúst 2024 11:27 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. 6. ágúst 2024 12:29
Leitað að ferðamönnum í Kerlingarfjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um viðamikla leit sem staðið hefur yfir í Kerlingarfjöllum frá því í gærkvöldi eftir að boð bárust um að ferðamenn væru fastir inni í helli á svæðinu. 6. ágúst 2024 11:27