Ólafur Darri og Hera Hilmars saman á skjánum í fyrsta sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. ágúst 2024 13:06 Ólafur Darri og Hera Hilmars fara með aðalhlutverk í Reykjavík Fusion. Leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir munu fara með aðalhlutverkið í íslensku þáttaröðinni Reykjavík Fusion. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru saman á skjánum. Auk þess fara reynsluboltarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson með leikstjórn, í þeirra fyrsta verkefni af slíku tagi, eftir áratugi af auglýsingaleikstjórn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar kemur fram að tökur á seríunni muni hefjast í lok ágúst. Í seríunni mun Ólafur Darri leika matreiðslumeistara sem kemur úr fangelsi og ákveður að stofna veitingastað í von um að vinna hug og hjörtu fyrrverandi unnustu. Til að fjármagna reksturinn þvættar hann peninga á staðnum. Hera Hilmar leikur rekstrarstjóra veitingastaðarins sem nýtir sér einfeldni matreiðslumeistarans til að vinna að eigin hagsmunum. Saman sökkva þau dýpra og dýpra í vef glæpa í undirheimum Reykjavíkur þar sem hvert rangt spor getur reynst dýrkeypt. Þekktir fyrir frumlegar frásagnaraðferðir Leikstjórarnir Samúel & Gunnar hafa áratugareyslu af leikstjórn auglýsinga og sjónvarpsefnis. Þeir hafa hlotið fjölmörg verðlaun og tilnefningar á heimsins virtustu auglýsingahátíðum. Þeir eru þekktir fyrir frumlegar frásagnaraðferðir og hafa gert auglýsingar fyrir merki á borð við Mercedes-Benz, McDonald's, and Disney. „Við erum spenntir að fá tækifæri til að vinna með jafn-hæfileikaríku og reynslumiklu fagfólki og kemur að Reykjavík Fusion. Eftir að starfa í auglýsingageiranum í næstum þrjá áratugi höfum við næmt auga og mikla tilfinningu fyrir því að segja sögur hratt á sjónrænan hátt,“ er haft eftir leikstjórunum í tilkynningunni. „Við teljum að það muni nýtast í þessu verkefni. Svo er heiður að fá að vinna með leikurunum sem koma að verkefninu. Við erum ákveðnir í að nýta þetta tækifæri í að gera eitthvað alveg einstakt.“ Leikstjórarnir Samúel og Gunnar. Einvalalið leikara Þau Ólaf Darra og Heru þarf vart að nefna. Ólafur Darri er meðal ástsælustu leikara þjóðarinnar og gert það gott heima sem og erlendis. Hann hefur leikið í verkefnum líkt og The Secret Life of Walter Mitty, Severance, True Detective, The Tourist og fleiri. Þá hefur hann leikið aðalhlutverk í Ófærðar-seríunum og í Ráðherranum 1 & 2. Hera Hilmarsdóttir hefur einnig gert garðinn frægan erlendis sem heima. Hún lék aðalhlutverk í Peter Jackson myndinni Mortal Engines og í Apple TV seríunni SEE fór hún með stórt hlutverk. Hún er einnig þekkt fyrir verkefni á borð við Da Vinci’s Demons, An Ordinary Man, Anna Karenina, Eiðurinn, Á ferð með mömmu. Meðal leikara í seríunni eru einnig Lára Jóhanna Jónsdóttir (Svörtu Sandar, Sense8, Ófærð), Guðjón Davíð Karlsson (Gói) (Verbúð, Ófærð, Lof mér að falla), Atli Óskar Fjalarsson (Napoleonskjölin, Þrestir), Þröstur Leó Gunnarsson (Á ferð með mömmu, Tilverur, Nói Albinói, Vitjanir), Unnur Birna Backman (Skvís). Reykjavík Fusion er framleidd fyrir Sjónvarp Símans. Þáttaröðin hefur þegar selst vel erlendis, að því er fullyrt í tilkynningu frá framleiðendum. Fransk-þýska menningarstöðin ARTE kemur að framleiðslu þáttanna og mun sýna þá á frönskum og þýskum málsvæðum. Sjónvarpsstöðin YLE í Finnlandi, AMC Iberia á Spain/Portugal og ERR, ríkismiðillinn í Eistlandi hafa þegar keypt þáttaröðina sem hefur verið lýst sem „Breaking Bad meets The Bear.“ Hörður Rúnarsson er höfundur og helsti hugmyndasmiður þáttanna. Höfundurinn Birkir Blær Ingólfsson er meðhöfundur og með-hugmyndasmiður þáttanna. Reykjavík Fusion er fyrsta verkefni íslenska framleiðslufyrirtækisins ACT4 sem hóf starfsemi sína í ársbyrjun 2023. Félagið einbeitir sér að framleiðslu á vönduðu norrænu sjónvarpsefni og sölu þessi á erlendum mörkuðum. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar kemur fram að tökur á seríunni muni hefjast í lok ágúst. Í seríunni mun Ólafur Darri leika matreiðslumeistara sem kemur úr fangelsi og ákveður að stofna veitingastað í von um að vinna hug og hjörtu fyrrverandi unnustu. Til að fjármagna reksturinn þvættar hann peninga á staðnum. Hera Hilmar leikur rekstrarstjóra veitingastaðarins sem nýtir sér einfeldni matreiðslumeistarans til að vinna að eigin hagsmunum. Saman sökkva þau dýpra og dýpra í vef glæpa í undirheimum Reykjavíkur þar sem hvert rangt spor getur reynst dýrkeypt. Þekktir fyrir frumlegar frásagnaraðferðir Leikstjórarnir Samúel & Gunnar hafa áratugareyslu af leikstjórn auglýsinga og sjónvarpsefnis. Þeir hafa hlotið fjölmörg verðlaun og tilnefningar á heimsins virtustu auglýsingahátíðum. Þeir eru þekktir fyrir frumlegar frásagnaraðferðir og hafa gert auglýsingar fyrir merki á borð við Mercedes-Benz, McDonald's, and Disney. „Við erum spenntir að fá tækifæri til að vinna með jafn-hæfileikaríku og reynslumiklu fagfólki og kemur að Reykjavík Fusion. Eftir að starfa í auglýsingageiranum í næstum þrjá áratugi höfum við næmt auga og mikla tilfinningu fyrir því að segja sögur hratt á sjónrænan hátt,“ er haft eftir leikstjórunum í tilkynningunni. „Við teljum að það muni nýtast í þessu verkefni. Svo er heiður að fá að vinna með leikurunum sem koma að verkefninu. Við erum ákveðnir í að nýta þetta tækifæri í að gera eitthvað alveg einstakt.“ Leikstjórarnir Samúel og Gunnar. Einvalalið leikara Þau Ólaf Darra og Heru þarf vart að nefna. Ólafur Darri er meðal ástsælustu leikara þjóðarinnar og gert það gott heima sem og erlendis. Hann hefur leikið í verkefnum líkt og The Secret Life of Walter Mitty, Severance, True Detective, The Tourist og fleiri. Þá hefur hann leikið aðalhlutverk í Ófærðar-seríunum og í Ráðherranum 1 & 2. Hera Hilmarsdóttir hefur einnig gert garðinn frægan erlendis sem heima. Hún lék aðalhlutverk í Peter Jackson myndinni Mortal Engines og í Apple TV seríunni SEE fór hún með stórt hlutverk. Hún er einnig þekkt fyrir verkefni á borð við Da Vinci’s Demons, An Ordinary Man, Anna Karenina, Eiðurinn, Á ferð með mömmu. Meðal leikara í seríunni eru einnig Lára Jóhanna Jónsdóttir (Svörtu Sandar, Sense8, Ófærð), Guðjón Davíð Karlsson (Gói) (Verbúð, Ófærð, Lof mér að falla), Atli Óskar Fjalarsson (Napoleonskjölin, Þrestir), Þröstur Leó Gunnarsson (Á ferð með mömmu, Tilverur, Nói Albinói, Vitjanir), Unnur Birna Backman (Skvís). Reykjavík Fusion er framleidd fyrir Sjónvarp Símans. Þáttaröðin hefur þegar selst vel erlendis, að því er fullyrt í tilkynningu frá framleiðendum. Fransk-þýska menningarstöðin ARTE kemur að framleiðslu þáttanna og mun sýna þá á frönskum og þýskum málsvæðum. Sjónvarpsstöðin YLE í Finnlandi, AMC Iberia á Spain/Portugal og ERR, ríkismiðillinn í Eistlandi hafa þegar keypt þáttaröðina sem hefur verið lýst sem „Breaking Bad meets The Bear.“ Hörður Rúnarsson er höfundur og helsti hugmyndasmiður þáttanna. Höfundurinn Birkir Blær Ingólfsson er meðhöfundur og með-hugmyndasmiður þáttanna. Reykjavík Fusion er fyrsta verkefni íslenska framleiðslufyrirtækisins ACT4 sem hóf starfsemi sína í ársbyrjun 2023. Félagið einbeitir sér að framleiðslu á vönduðu norrænu sjónvarpsefni og sölu þessi á erlendum mörkuðum.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira