Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Kjartan Kjartansson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 4. ágúst 2024 10:59 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/Viktor Freyr Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. Nokkuð var um að tjöld fykju og skemmdust í hvassviðrinu í Vestmannaeyjum í gær. Gul viðvörun var í gildi yfir daginn vegna þess. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, viðurkennir að veðrið hafi verið áskorun en telur að skipuleggjendur hafi tæklað það vel til þessa. „Við bara hleyptum krökkunum inn í íþróttahöllina okkar sem voru að missa tjöldin sín og það bara gekk rosa vel. Það var svona slatti bara,“ segir hann og vísar til Herjólfshallarinnar, yfirbyggðs knattspyrnuvallar í bænum. Nóttin var að öðru leyti róleg, að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Einn sé í fangaklefa vegna ölvunaróspekta. Vel hafi gengið miðað við allan þann fjölda sem sé í Herjólfsdal. „Við vorum bara sáttir við nóttina,“ segir hann en treystir sér ekki til að skjóta á hversu fjölmenn hátíðin sé í ár. Ekki hefur básið byrlega fyrir gesti þjóðhátíðar um helgina. Ekki er útlit fyrir að það breytist í dag.Vísir/Viktor Freyr Ný gul viðvörun vegna hvassviðris tekur gildi í Eyjum klukkan 18:00. Veðrið á ekki að byrja að ganga niður fyrr en eftir hádegi á morgun, en viðvörunin gildir til klukkan sex í fyrramálið. Jónas segir að stöðufundur verði haldinn klukkan 13:00 þar sem frekari ráðstafanir vegna veðurs verði ræddar. Sunnudagur er jafnan sá dagur þar sem mest er um dýrðir á þjóðhátíð í Eyjum en þá er brekkusöngurinn haldinn. Jónas á ekki von á að dagskráin riðlist vegna hvassviðrisins. Brekkusöngurinn og blysin verði á sínum stað. „Íslendingar eru harðir í horn að taka þannig að við bara tökum því sem kemur. Við höldum okkar striki bara,“ segir hann. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35 Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Nokkuð var um að tjöld fykju og skemmdust í hvassviðrinu í Vestmannaeyjum í gær. Gul viðvörun var í gildi yfir daginn vegna þess. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, viðurkennir að veðrið hafi verið áskorun en telur að skipuleggjendur hafi tæklað það vel til þessa. „Við bara hleyptum krökkunum inn í íþróttahöllina okkar sem voru að missa tjöldin sín og það bara gekk rosa vel. Það var svona slatti bara,“ segir hann og vísar til Herjólfshallarinnar, yfirbyggðs knattspyrnuvallar í bænum. Nóttin var að öðru leyti róleg, að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Einn sé í fangaklefa vegna ölvunaróspekta. Vel hafi gengið miðað við allan þann fjölda sem sé í Herjólfsdal. „Við vorum bara sáttir við nóttina,“ segir hann en treystir sér ekki til að skjóta á hversu fjölmenn hátíðin sé í ár. Ekki hefur básið byrlega fyrir gesti þjóðhátíðar um helgina. Ekki er útlit fyrir að það breytist í dag.Vísir/Viktor Freyr Ný gul viðvörun vegna hvassviðris tekur gildi í Eyjum klukkan 18:00. Veðrið á ekki að byrja að ganga niður fyrr en eftir hádegi á morgun, en viðvörunin gildir til klukkan sex í fyrramálið. Jónas segir að stöðufundur verði haldinn klukkan 13:00 þar sem frekari ráðstafanir vegna veðurs verði ræddar. Sunnudagur er jafnan sá dagur þar sem mest er um dýrðir á þjóðhátíð í Eyjum en þá er brekkusöngurinn haldinn. Jónas á ekki von á að dagskráin riðlist vegna hvassviðrisins. Brekkusöngurinn og blysin verði á sínum stað. „Íslendingar eru harðir í horn að taka þannig að við bara tökum því sem kemur. Við höldum okkar striki bara,“ segir hann.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35 Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Kom úr sundi að brotnu tjaldinu „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. 3. ágúst 2024 19:35
Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51
Þjóðhátíð sett í alíslensku sumarveðri Þjóðhátíð í eyjum var formlega sett í gær að viðstöddum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur og Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðksiptamálaráðherra í alíslensku sumarveðri. Meðal þeirra sem komu fram í gærkvöldi var Jóhanna Guðrún sem frumflutti þjóðhátíðarlagið „Töfra. 3. ágúst 2024 15:08