Ledecky nú orðin gulldrottning Ólympíusögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 14:31 Katie Ledecky með níunda Ólympíugullið sem hún vann á ferlinum. Hún vann bæði 800 og 1500 metra skriðsund á þessum leikum. Getty/Adam Pretty Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann sín níundu gullverðlaun á Ólympíuleikum í gær þegar hún kom fyrst í mark í 800 metra skriðsundi. Þetta voru önnur gullverðlaun Ledecky á leikunum en hún vann einnig 1500 metra skriðsundið. Hún hefur alls unnið fern verðlaun á þessum leikum því við bætast eitt silfur og eitt brons. Ledecky vann eftir hörkukeppni við hina áströlsku Ariarne Titmus. Titmus vann einmitt 400 metra skriðsundið þar sem Ledecky varð þriðja en þetta voru fjórðu verðlaun Titmus á leikunum (2 gull og 2 silfur). Þessi sigur hennar Ledecky í gær var samt sögulegur á svo margan hátt. Aðeins fimm aðrir íþróttamenn í sögunni hafa náð því að vinna níu gull á Ólympíuleikum og aðeins einn þeirra fleiri en níu. Í efsta sæti með Latyninu Ledecky er líka orðin gulldrottning ÓLympíusögunnar því hún deilir nú efsta sætinu með sovésku fimleikakonunni Larisa Latynina yfir flest gullverðlaun konu frá upphafi. Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er langefstur með 23 gull en hinir karlarnir með níu gull eru sundmaðurinn Mark Spitz, bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Carl Lewis og finnski langhlauparinn Paavo Nurmi. Jafnaði afrek Phelps Ledecky jafnaði þó annað afrek hjá Phelps því hún var að vinna 800 metra skriðsundið á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún vann það fyrst á leikunum í London árið 2012. Phelps náði að vinna 200 metra fjórsund á fjórum leikjum í röð eða í Aþenu 2004, Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016. Þau tvö eru einu sundmenn sögunnar til að ná þessu ótrúlega afreki að vera best í sinni grein í heiminum í tólf ár samfellt. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Þetta voru önnur gullverðlaun Ledecky á leikunum en hún vann einnig 1500 metra skriðsundið. Hún hefur alls unnið fern verðlaun á þessum leikum því við bætast eitt silfur og eitt brons. Ledecky vann eftir hörkukeppni við hina áströlsku Ariarne Titmus. Titmus vann einmitt 400 metra skriðsundið þar sem Ledecky varð þriðja en þetta voru fjórðu verðlaun Titmus á leikunum (2 gull og 2 silfur). Þessi sigur hennar Ledecky í gær var samt sögulegur á svo margan hátt. Aðeins fimm aðrir íþróttamenn í sögunni hafa náð því að vinna níu gull á Ólympíuleikum og aðeins einn þeirra fleiri en níu. Í efsta sæti með Latyninu Ledecky er líka orðin gulldrottning ÓLympíusögunnar því hún deilir nú efsta sætinu með sovésku fimleikakonunni Larisa Latynina yfir flest gullverðlaun konu frá upphafi. Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er langefstur með 23 gull en hinir karlarnir með níu gull eru sundmaðurinn Mark Spitz, bandaríski frjálsíþróttamaðurinn Carl Lewis og finnski langhlauparinn Paavo Nurmi. Jafnaði afrek Phelps Ledecky jafnaði þó annað afrek hjá Phelps því hún var að vinna 800 metra skriðsundið á fjórðu Ólympíuleikunum í röð. Hún var aðeins fimmtán ára gömul þegar hún vann það fyrst á leikunum í London árið 2012. Phelps náði að vinna 200 metra fjórsund á fjórum leikjum í röð eða í Aþenu 2004, Peking 2008, London 2012 og Ríó 2016. Þau tvö eru einu sundmenn sögunnar til að ná þessu ótrúlega afreki að vera best í sinni grein í heiminum í tólf ár samfellt. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira