Bjóða óperumuni fala á menningarnótt í von um framhaldslíf Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2024 14:45 Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að á meðal þeirra muna sem verða boðnir til sölu á menningarnótt séu blómaskreytingar úr sýningunni Madömmu Butterfly. Vísir Aðdáendur Íslensku óperunnar eiga möguleika á að eignast minjagripi þegar munir úr sýningum hennar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Óperustjóri segir ósk sína að munirnir komist í góðar hendur og öðlist framhaldslíf í sviðslistum. Þó að frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, um stofnun þjóðaróperu sem verði hýst í Þjóðleikhúsinu hafi ekki farið í gegn á síðasta þingi verður starfsemi Íslensku óperunnar að öllum líkindum lögð niður á næstunni. Til stendur að leggja frumvarpið aftur fram á næsta þingi og Íslenska óperan fær ekki lengur framlög frá ríkinu. Stofnunin þarf að losa húsnæði sitt í Hörpu fyrir næstu mánaðamót. Því er nú unnið að því að tæma geymslur óperunnar. Liður í því er tilboðsmarkaður þar sem sögulegir munir í starfsemi stofnunarinnar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að munir sem varði sögu stofnunarinnar séu þegar farnir til viðeigandi safna eins og Leikminjasafns, Þjóðminjasafns og Kvikmyndasafns. „Þetta sem út af stendur þarna eru svona lausamunir úr sýningum úr Hörpu sem annars yrði hent af því að við þurfum að tæma geymslurnar og missum húsnæðið í lok mánaðar. Það er þá betra að þessir hlutir eignist framhaldslíf hjá einhverjum sjálfstæðum hópum eða einhverjum sem standa í sviðslistastarfsemi,“ segir hún. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri.Vísir Á meðal þess sem verður í boði eru blómaskreytingar úr gamalli sýningu, bekkur og sófi og minni hlutir eins og gamlir símar, ritvél og saumavél sem hafa ekki mikið verðgildi utan sviðslista. Að sögn Steinunnar fá skólar og sjálfstæðir hópar forgang að mununum. Þegar sé búið að festa einhverjum þeirra muni eftir að markaðurinn var auglýstur. „Þannig að þetta er fyrst og fremst hugsað í endurvinnsluskyni en ekki hagnaðarskyni. Ef það verður eitthvert endurgjald fyrir þetta verður það bara sem nemur framkvæmdinni og vinnu við hana.“ Framtíð stofnunarinnar óráðin Svipaður markaður var haldinn í Gamla bíói við Ingólfsstræti þegar óperan flutti þaðan í Hörpu árið 2011 og losa þurfti alls kynis lausamuni sem ekki var pláss til að geyma áfram. Munirnir nú eru því úr sýningum sem voru haldnar í Hörpu. Steinunn segir að enginn viti enn hvað verði um Íslensku óperuna. Það sé í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytisins að skera úr um það. Án fjárframlaga geti óperan ekki starfað. „Þetta er ekki nein óskastaða fyrir 45 ára gamla stofnun sem hefur verið leiðandi í menningarlífi landsins allan þennan tíma,“ segir óperustjóri. Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslenska óperan Þjóðaróperan Menningarnótt Tengdar fréttir Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03 Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Þó að frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, um stofnun þjóðaróperu sem verði hýst í Þjóðleikhúsinu hafi ekki farið í gegn á síðasta þingi verður starfsemi Íslensku óperunnar að öllum líkindum lögð niður á næstunni. Til stendur að leggja frumvarpið aftur fram á næsta þingi og Íslenska óperan fær ekki lengur framlög frá ríkinu. Stofnunin þarf að losa húsnæði sitt í Hörpu fyrir næstu mánaðamót. Því er nú unnið að því að tæma geymslur óperunnar. Liður í því er tilboðsmarkaður þar sem sögulegir munir í starfsemi stofnunarinnar verða boðnir til sölu í Hörpu á menningarnótt. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri, segir að munir sem varði sögu stofnunarinnar séu þegar farnir til viðeigandi safna eins og Leikminjasafns, Þjóðminjasafns og Kvikmyndasafns. „Þetta sem út af stendur þarna eru svona lausamunir úr sýningum úr Hörpu sem annars yrði hent af því að við þurfum að tæma geymslurnar og missum húsnæðið í lok mánaðar. Það er þá betra að þessir hlutir eignist framhaldslíf hjá einhverjum sjálfstæðum hópum eða einhverjum sem standa í sviðslistastarfsemi,“ segir hún. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri.Vísir Á meðal þess sem verður í boði eru blómaskreytingar úr gamalli sýningu, bekkur og sófi og minni hlutir eins og gamlir símar, ritvél og saumavél sem hafa ekki mikið verðgildi utan sviðslista. Að sögn Steinunnar fá skólar og sjálfstæðir hópar forgang að mununum. Þegar sé búið að festa einhverjum þeirra muni eftir að markaðurinn var auglýstur. „Þannig að þetta er fyrst og fremst hugsað í endurvinnsluskyni en ekki hagnaðarskyni. Ef það verður eitthvert endurgjald fyrir þetta verður það bara sem nemur framkvæmdinni og vinnu við hana.“ Framtíð stofnunarinnar óráðin Svipaður markaður var haldinn í Gamla bíói við Ingólfsstræti þegar óperan flutti þaðan í Hörpu árið 2011 og losa þurfti alls kynis lausamuni sem ekki var pláss til að geyma áfram. Munirnir nú eru því úr sýningum sem voru haldnar í Hörpu. Steinunn segir að enginn viti enn hvað verði um Íslensku óperuna. Það sé í höndum menningar- og viðskiptaráðuneytisins að skera úr um það. Án fjárframlaga geti óperan ekki starfað. „Þetta er ekki nein óskastaða fyrir 45 ára gamla stofnun sem hefur verið leiðandi í menningarlífi landsins allan þennan tíma,“ segir óperustjóri.
Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslenska óperan Þjóðaróperan Menningarnótt Tengdar fréttir Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03 Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Nær einróma ánægja en spurningum ósvarað um þjóðleikhússtjóra Það virðist samhljóma álit söngvara, tónlistarfólks og annarra listamanna að stofnun Þjóðaróperu sé mikið framfaraskref í óperustarfsemi hérlendis. 14. maí 2024 09:03
Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19. febrúar 2024 18:44