Franska hetjan með miklu fleiri gull en allir þeir bandarísku til samans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 09:30 Leon Marchand kominn með fjórða gullið um hálsinn og hlustar á gríðarlegan fögnuð landa sinna í stúkunni. Getty/Quinn Rooney/ Franski sundmaðurinn Leon Marchand er langsigursælasti íþróttamaður Ólympíuleikanna í París til þessa en hann vann sín fjórðu gullverðlaun í gær. Marchand vann í gær 200 metra fjórsund en hann fékk frábæran stuðning frá frönskum áhorfendum allt mótið og stemningin hefur verið rosaleg í sundlauginni þegar hann keppir. Fjögur sund, fjögur gull, fjögur met Marchand kom í mark á 1.54.06 mín. sem er næsthraðasti tími sögunnar í þessari grein. Það er aðeins sex hundruðum úr sekúndu frá þrettán ára heimsmeti Ryan Lochte. Þetta var aftur á móti nýtt Ólympíumet en Marchand hefur slegið það met í öllum fjórum gullsundum sínum. Hann vann einnig 400 metra fjórsund, 200 metra flugsund og 200 metra bringusund. Tvö síðustu gullverðlaunin vann hann á sama kvöldið. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Í hóp með Phelps og Spitz Hinn 22 ára gamli Marchand hefur unnið hug og hjörtu frönsku þjóðarinnar á þessum leikum og hefur nú komið sér í hóp með þeim Michael Phelps og Mark Spitz. Þessir þrír eru þeir sem hafa náð að vinna fjögur einstaklingsgull á einum Ólympíuleikum. „Það er klikkað. Þessir gæjar eru goðsagnir. Goðsagnir í sinni íþrótt. Það er bara klikkað að vera borinn saman við þessa stráka. Ég átti mig ekki alveg á þessu núna. Kannski geri ég það eftir nokkra daga,“ sagði Leon Marchand. Þetta hefur verið fullkomið „Ég vaknaði í morgun fullur af orku. Ég held bara ekki eitt einasta atriði hafi klikkað í þessari viku. Þetta hefur verið fullkomið. Ég hélt aldrei að ég gæti unnið fjögur gullverðlaun. Ég ætlaði að byrja að vinna ein og fékk fjögur tækifæri til þess,“ sagði Marchand. Fjögur gull hjá Marchand á meðan allir sundmenn Bandaríkjanna í karlaflokki hafa bara unnið eitt gull á þessum leikum til þessa og það gull kom í boðsundi. Marchand hefur í raun unnið fleiri einstaklingsgullverðlaun í lauginni heldur en allt bandaríska liðið til samans en bandarísku sundkonurnar hafa unnið þrenn einstaklingsgullverðlaun til samans. Frakkar fögnuðu fjórða gullinu hans í sundhölllinni, heima í stofu en líka út á torgum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Marchand vann í gær 200 metra fjórsund en hann fékk frábæran stuðning frá frönskum áhorfendum allt mótið og stemningin hefur verið rosaleg í sundlauginni þegar hann keppir. Fjögur sund, fjögur gull, fjögur met Marchand kom í mark á 1.54.06 mín. sem er næsthraðasti tími sögunnar í þessari grein. Það er aðeins sex hundruðum úr sekúndu frá þrettán ára heimsmeti Ryan Lochte. Þetta var aftur á móti nýtt Ólympíumet en Marchand hefur slegið það met í öllum fjórum gullsundum sínum. Hann vann einnig 400 metra fjórsund, 200 metra flugsund og 200 metra bringusund. Tvö síðustu gullverðlaunin vann hann á sama kvöldið. View this post on Instagram A post shared by The Olympic Games (@olympics) Í hóp með Phelps og Spitz Hinn 22 ára gamli Marchand hefur unnið hug og hjörtu frönsku þjóðarinnar á þessum leikum og hefur nú komið sér í hóp með þeim Michael Phelps og Mark Spitz. Þessir þrír eru þeir sem hafa náð að vinna fjögur einstaklingsgull á einum Ólympíuleikum. „Það er klikkað. Þessir gæjar eru goðsagnir. Goðsagnir í sinni íþrótt. Það er bara klikkað að vera borinn saman við þessa stráka. Ég átti mig ekki alveg á þessu núna. Kannski geri ég það eftir nokkra daga,“ sagði Leon Marchand. Þetta hefur verið fullkomið „Ég vaknaði í morgun fullur af orku. Ég held bara ekki eitt einasta atriði hafi klikkað í þessari viku. Þetta hefur verið fullkomið. Ég hélt aldrei að ég gæti unnið fjögur gullverðlaun. Ég ætlaði að byrja að vinna ein og fékk fjögur tækifæri til þess,“ sagði Marchand. Fjögur gull hjá Marchand á meðan allir sundmenn Bandaríkjanna í karlaflokki hafa bara unnið eitt gull á þessum leikum til þessa og það gull kom í boðsundi. Marchand hefur í raun unnið fleiri einstaklingsgullverðlaun í lauginni heldur en allt bandaríska liðið til samans en bandarísku sundkonurnar hafa unnið þrenn einstaklingsgullverðlaun til samans. Frakkar fögnuðu fjórða gullinu hans í sundhölllinni, heima í stofu en líka út á torgum eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira