Milli vonar og ótta Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. ágúst 2024 09:01 „Horft fram á veginn mun þýzkt efnahagslíf halda áfram að sveiflast á milli vonar og ótta.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu hollenzka alþjóðabankans ING á stöðu mála í hagkerfi Þýzkalands sem birt var 30. júlí síðastliðinn. Þar segir enn fremur að stöðnun hafi ríkt í þýzku efnahagslífi undanfarin ár með litlum eða engum hagvexti. „Hagkerfið er raunar minna í dag en það var fyrir tveimur árum síðan.“ Talsvert hefur verið rætt um stöðuna í efnahagslífi Bretlands af hérlendum Evrópusambandssinnum, og verið dregin upp dökk mynd í þeim efnum og það skrifað alfarið á reikning útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Hafa þá iðulega fylgt talsvert digurbarkalegar yfirlýsingar um það að Bretar hefðu betur haft vit á því að vera áfram í sambandinu. Þar væri staðan sem sagt miklu betri en hjá Bretunum. Til dæmis stökk Evrópuhreyfingin á dögunum á fréttir um skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þar sem fjallað var um lítinn hagvöxt í Bretlandi og sló því upp á Facebook með dramatískri tilvitnun í formann systursamtaka þeirra þar í landi. Hins vegar láðist þeim alveg að kanna hvernig staðan væri innan Evrópusambandsins til samanburðar. Þá einkum og sér í lagi í Þýzkalandi, öflugasta hagkerfi þess. Fast í langvarandi stöðnun „Horft á heildina staðfesta fyrirliggjandi gögn enn og aftur að Þýskaland er eftirbátur annarra þegar kemur að hagvexti á evrusvæðinu,“ segir enn fremur í greiningu ING. Ekki verði auðvelt fyrir landið að komast út úr þeirri langvarandi stöðnun sem það hafi verið í. Vonir hefðu staðið til þess að viðsnúningur væri að eiga sér stað síðasta vetur og að svartsýni undanfarinna ára væri að baki en sú hefði ekki orðið raunin. Hagvöxtur í Þýzkalandi var neikvæður um 0,3% á síðasta ári og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,1% í ár samkvæmt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hliðstæða sögu er að segja af ófáum öðrum evruríkjum. Til að mynda var hagvöxtur í Finnlandi neikvæður um 1% á síðasta ári og er spáð engum vexti á þessu ári. Þá var hagvöxtur í Austurríki neikvæður um 0,8% á síðasta ári og spáð 0,3% vexti í ár. Hvað Holland varðar var hagvöxtur þar á síðasta ári 0,1% og spáð 0,8% vexti í ár. Varðandi Eistland var hagvöxtur þar í landi á síðasta ári neikvæður um 3% og er gert ráð fyrir því að hann verði neikvæður á þessu ári um 0,5%. Þá er spáð 0,9% hagvexti á Ítalíu á þessu ári og 0,7% í Frakklandi. Til samanburðar var hagvöxtur í Bretlandi á síðasta ári 0,1% og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,7% á þessu ári. Horfur í Bretlandi jákvæðar Horfur í brezkum efnahagsmálum að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru annars mjög langt frá því að vera eins neikvæðar og haldið hefur verið fram í röðum Evrópusambandssinna. Í það minnsta ekki verri en í tilfelli helztu ríkja evrusvæðisins. Í reynd eru þær ágætlega jákvæðar eins og fram kemur til að mynda í fréttatilkynningu vegna nýjustu skýrslu sjóðsins um stöðu efnahagsmála í Bretlandi 8. júlí í sumar. „Hagkerfið nálgast mjúka lendingu samhliða meiri hagvaxtaraukningu en gert hafði verið ráð fyrir í kjölfar vægs tæknilegs samdráttar á árinu 2023. Verðbólga hefur farið ört lækkandi og nánast náð verðbólgumarkmiði eftir að hafa verið í tveggja stafa tölu á síðasta ári þar sem miklar hækkanir á orkuverði hafa gengið til baka og áhrif frá aðhaldssamari peningastefnu á eftirspurn hafa skilað sér,“ segir þannig í henni. Hóflegum hagvexti sé spáð í ár og 1,5% á því næsta samhliða hagstæðari efnahagsaðstæðum. Óvissa í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari áfram minnkandi samhliða bættu fyrirkomulagi á landamærunum að Írlandi, endurskoðun á regluverki sem Bretar hafi erft frá Brussel og harðfylgi brezks útflutningsiðnaðar. Útflutningur til sambandsins sé hins vegar enn að aðlagast nýjum aðstæðum. Miður æskilegur stöðugleiki Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópusambandsins taka fyrst og fremst mið af stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi. Efnahagleg stöðnun þar í landi um langt árabil er helzta ástæða þess að stýrivextir bankans hafa lengi verið lágir. Jafnvel neikvæðir vegna verðhjöðnunar sem er birtingarmynd mun alvarlegra efnahagsástands en verðbólga. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en ekki sérlega æskilegan. Tal um vaxtamun á milli Íslands og evrusvæðisins felur þannig ekki í sér samanburð á hérlendum vöxtum við vaxtastig sem er til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti. Meðal þess sem efnahagsleg stöðnun felur í sér er lítill eða enginn hagvöxtur, minni framleiðni og verðmætasköpun, minni fjárfesting og mikið og viðvarandi atvinnuleysi. Einkenni sem verið hafa áberandi víðar á svæðinu en í Þýzkalandi. Málflutningur í röðum Evrópusambandssinna um stöðu efnahagsmála í Bretlandi er afar lýsandi fyrir framgöngu þeirra almennt. Reynt er að draga upp sem allra dekksta mynd af bæði brezku og íslenzku efnahagslífi á sama tíma og gert að því skóna að smjör drjúpi af hverju strái á evrusvæðinu en forðast að nefna óþægilegar tölur í því sambandi enda mjög langur vegur frá því að það samrýmist raunveruleikanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Horft fram á veginn mun þýzkt efnahagslíf halda áfram að sveiflast á milli vonar og ótta.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu hollenzka alþjóðabankans ING á stöðu mála í hagkerfi Þýzkalands sem birt var 30. júlí síðastliðinn. Þar segir enn fremur að stöðnun hafi ríkt í þýzku efnahagslífi undanfarin ár með litlum eða engum hagvexti. „Hagkerfið er raunar minna í dag en það var fyrir tveimur árum síðan.“ Talsvert hefur verið rætt um stöðuna í efnahagslífi Bretlands af hérlendum Evrópusambandssinnum, og verið dregin upp dökk mynd í þeim efnum og það skrifað alfarið á reikning útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Hafa þá iðulega fylgt talsvert digurbarkalegar yfirlýsingar um það að Bretar hefðu betur haft vit á því að vera áfram í sambandinu. Þar væri staðan sem sagt miklu betri en hjá Bretunum. Til dæmis stökk Evrópuhreyfingin á dögunum á fréttir um skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þar sem fjallað var um lítinn hagvöxt í Bretlandi og sló því upp á Facebook með dramatískri tilvitnun í formann systursamtaka þeirra þar í landi. Hins vegar láðist þeim alveg að kanna hvernig staðan væri innan Evrópusambandsins til samanburðar. Þá einkum og sér í lagi í Þýzkalandi, öflugasta hagkerfi þess. Fast í langvarandi stöðnun „Horft á heildina staðfesta fyrirliggjandi gögn enn og aftur að Þýskaland er eftirbátur annarra þegar kemur að hagvexti á evrusvæðinu,“ segir enn fremur í greiningu ING. Ekki verði auðvelt fyrir landið að komast út úr þeirri langvarandi stöðnun sem það hafi verið í. Vonir hefðu staðið til þess að viðsnúningur væri að eiga sér stað síðasta vetur og að svartsýni undanfarinna ára væri að baki en sú hefði ekki orðið raunin. Hagvöxtur í Þýzkalandi var neikvæður um 0,3% á síðasta ári og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,1% í ár samkvæmt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hliðstæða sögu er að segja af ófáum öðrum evruríkjum. Til að mynda var hagvöxtur í Finnlandi neikvæður um 1% á síðasta ári og er spáð engum vexti á þessu ári. Þá var hagvöxtur í Austurríki neikvæður um 0,8% á síðasta ári og spáð 0,3% vexti í ár. Hvað Holland varðar var hagvöxtur þar á síðasta ári 0,1% og spáð 0,8% vexti í ár. Varðandi Eistland var hagvöxtur þar í landi á síðasta ári neikvæður um 3% og er gert ráð fyrir því að hann verði neikvæður á þessu ári um 0,5%. Þá er spáð 0,9% hagvexti á Ítalíu á þessu ári og 0,7% í Frakklandi. Til samanburðar var hagvöxtur í Bretlandi á síðasta ári 0,1% og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,7% á þessu ári. Horfur í Bretlandi jákvæðar Horfur í brezkum efnahagsmálum að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru annars mjög langt frá því að vera eins neikvæðar og haldið hefur verið fram í röðum Evrópusambandssinna. Í það minnsta ekki verri en í tilfelli helztu ríkja evrusvæðisins. Í reynd eru þær ágætlega jákvæðar eins og fram kemur til að mynda í fréttatilkynningu vegna nýjustu skýrslu sjóðsins um stöðu efnahagsmála í Bretlandi 8. júlí í sumar. „Hagkerfið nálgast mjúka lendingu samhliða meiri hagvaxtaraukningu en gert hafði verið ráð fyrir í kjölfar vægs tæknilegs samdráttar á árinu 2023. Verðbólga hefur farið ört lækkandi og nánast náð verðbólgumarkmiði eftir að hafa verið í tveggja stafa tölu á síðasta ári þar sem miklar hækkanir á orkuverði hafa gengið til baka og áhrif frá aðhaldssamari peningastefnu á eftirspurn hafa skilað sér,“ segir þannig í henni. Hóflegum hagvexti sé spáð í ár og 1,5% á því næsta samhliða hagstæðari efnahagsaðstæðum. Óvissa í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari áfram minnkandi samhliða bættu fyrirkomulagi á landamærunum að Írlandi, endurskoðun á regluverki sem Bretar hafi erft frá Brussel og harðfylgi brezks útflutningsiðnaðar. Útflutningur til sambandsins sé hins vegar enn að aðlagast nýjum aðstæðum. Miður æskilegur stöðugleiki Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópusambandsins taka fyrst og fremst mið af stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi. Efnahagleg stöðnun þar í landi um langt árabil er helzta ástæða þess að stýrivextir bankans hafa lengi verið lágir. Jafnvel neikvæðir vegna verðhjöðnunar sem er birtingarmynd mun alvarlegra efnahagsástands en verðbólga. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en ekki sérlega æskilegan. Tal um vaxtamun á milli Íslands og evrusvæðisins felur þannig ekki í sér samanburð á hérlendum vöxtum við vaxtastig sem er til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti. Meðal þess sem efnahagsleg stöðnun felur í sér er lítill eða enginn hagvöxtur, minni framleiðni og verðmætasköpun, minni fjárfesting og mikið og viðvarandi atvinnuleysi. Einkenni sem verið hafa áberandi víðar á svæðinu en í Þýzkalandi. Málflutningur í röðum Evrópusambandssinna um stöðu efnahagsmála í Bretlandi er afar lýsandi fyrir framgöngu þeirra almennt. Reynt er að draga upp sem allra dekksta mynd af bæði brezku og íslenzku efnahagslífi á sama tíma og gert að því skóna að smjör drjúpi af hverju strái á evrusvæðinu en forðast að nefna óþægilegar tölur í því sambandi enda mjög langur vegur frá því að það samrýmist raunveruleikanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar