Norska liðið tapaði fyrir því sænska í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum en hefur nú unnið þrjá leiki í röð og er á toppi A-riðils með sex stig, líkt og Svíþjóð.
Markaskorið dreifðist vel hjá norska liðinu í kvöld en allir útispilarar þess nema einn komust á blað. Thale Rushfeldt Deila, Vilde Ingstad og Kari Brattset Dale voru markahæstar með fjögur mörk hver.
Í lokaleik sínum í riðlakeppninni mætir Noregur Þýskalandi sem er í 4. sæti B-riðils með tvö stig.
Kristín Þorleifsdóttir var ekki á meðal markaskorara hjá sænska liðinu sem sigraði Suður-Kóreu, 21-27.
Í þriðja leik B-riðils í dag vann svo Danmörk eins marks sigur á Þýskalandi, 27-28.