Ólympíunefndin skýtur föstum skotum á hnefaleikasambandið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2024 22:07 Hin ítalska Carini hætti keppni eftir tvö högg frá Khelif í dag. getty Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem nefndir harmar þá umræðu og svívirðingar sem hafa flogið eftir að hin alsírska Imane Khelif vann einvígi í hnefaleikum á Ólympíuleikum í dag. Khelif bar sigur úr býtum í kvennaflokki gegn hinni ítölsku Angela Carini, sem bað um að bardaginn yrði stöðvaður eftir aðeins tvö högg, þegar 46 sekúndur voru liðnar. Í kjölfarið fóru af stað miklar umræður um þátttöku Khelif. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) meinaði henni þáttöku á heimsmeistaramótinu í boxi eftir að of mikið testósetrón mældist í líkama hennar að mati IBA. Hún má hins vegar enn taka þátt í Ólympíuleikunum. Á síðustu leikum í Tókýó árið 2021 féll hún úr keppni í 8-manna úrslitum. Sömuleiðis var hinni taívönsku Lin Yu‑ting meinuð þátttaka af IBA þegar nokkuð var liðið á mótið, en í hennar líkama mældist sömuleiðis of mikið magn testósteróns. „Hver manneskja á rétt á að stunda sína íþrótt án mismununar,“ segir í upphafi yfirlýsingar Ólympíunefndarinnar. Allir keppendur í boxi á ólympíuleikum hafi uppfyllt öll skilyrði til þess að taka þátt, samkvæmt reglum sem boxnefnd Ólympíuleikanna í París (PBU) hafi sett, þar sem kyn og aldur keppenda miðast við það sem fram kemur á vegabréfi. Joint Paris 2024 Boxing Unit/IOC Statementhttps://t.co/22yVzxFuLd pic.twitter.com/fZvgsW8OOi— IOC MEDIA (@iocmedia) August 1, 2024 Einhliða ákvörðun um brottvísun „Þessir tveir íþróttamenn (Khelif og Yu-ting) máttu þola afleiðingar skyndilegrar og tilviljanakenndrar ákvörðunar hnefaleikasambandsins, þegar heimsmeistaramótið 2023 var langt komið, þegar þeim var vísað úr keppni án viðeigandi verklags,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins hafi verið tekin einhliða af framkvæmdastjóra keppninnar og aðalritara, og stjórnin samþykkt hana eftir á. „Sá yfirgangur sem þessir tveir íþróttamenn þurfa nú að þola byggist aðeins á þessari tilviljanakenndu ákvörðun, sem var tekin án viðeigandi verklags - sérstaklega í ljósi þess að þessir íþróttamenn hafa keppt í fremstu röð í mörg ár. Slík nálgun samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Þáttökuskilyrðum skal ekki breyta á meðan mót er í gangi, og hver reglubreyting skal gerð eftir viðeigandi ferli og byggð á vísindalegum grunni.“ Verði að koma sér saman um regluverk Þá kveðst ólympíunefndin staðráðin í að vernda mannréttindi allra íþróttamanna og harmar yfirganginn sem þau Khelif og Yu-ting hafi mátt þola. Ólympíunefndin hafi tekið ákvörðun um að viðurkenna ekki Alþjóðahnefaleikasambandið árið 2023, eftir að hafa vísað sambandinu úr nefndinni árið 2019. Sú ákvörðun hafi fengist staðfest af Alþjóðaíþróttadómstólnum. Loks segir að boxsambönd heims verði að koma sér saman um regluverk fyrir næstu ólympíuleika, eigi box að vera áfram á leikunum. Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira
Khelif bar sigur úr býtum í kvennaflokki gegn hinni ítölsku Angela Carini, sem bað um að bardaginn yrði stöðvaður eftir aðeins tvö högg, þegar 46 sekúndur voru liðnar. Í kjölfarið fóru af stað miklar umræður um þátttöku Khelif. Alþjóðahnefaleikasambandið (IBA) meinaði henni þáttöku á heimsmeistaramótinu í boxi eftir að of mikið testósetrón mældist í líkama hennar að mati IBA. Hún má hins vegar enn taka þátt í Ólympíuleikunum. Á síðustu leikum í Tókýó árið 2021 féll hún úr keppni í 8-manna úrslitum. Sömuleiðis var hinni taívönsku Lin Yu‑ting meinuð þátttaka af IBA þegar nokkuð var liðið á mótið, en í hennar líkama mældist sömuleiðis of mikið magn testósteróns. „Hver manneskja á rétt á að stunda sína íþrótt án mismununar,“ segir í upphafi yfirlýsingar Ólympíunefndarinnar. Allir keppendur í boxi á ólympíuleikum hafi uppfyllt öll skilyrði til þess að taka þátt, samkvæmt reglum sem boxnefnd Ólympíuleikanna í París (PBU) hafi sett, þar sem kyn og aldur keppenda miðast við það sem fram kemur á vegabréfi. Joint Paris 2024 Boxing Unit/IOC Statementhttps://t.co/22yVzxFuLd pic.twitter.com/fZvgsW8OOi— IOC MEDIA (@iocmedia) August 1, 2024 Einhliða ákvörðun um brottvísun „Þessir tveir íþróttamenn (Khelif og Yu-ting) máttu þola afleiðingar skyndilegrar og tilviljanakenndrar ákvörðunar hnefaleikasambandsins, þegar heimsmeistaramótið 2023 var langt komið, þegar þeim var vísað úr keppni án viðeigandi verklags,“ segir í tilkynningunni. Ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins hafi verið tekin einhliða af framkvæmdastjóra keppninnar og aðalritara, og stjórnin samþykkt hana eftir á. „Sá yfirgangur sem þessir tveir íþróttamenn þurfa nú að þola byggist aðeins á þessari tilviljanakenndu ákvörðun, sem var tekin án viðeigandi verklags - sérstaklega í ljósi þess að þessir íþróttamenn hafa keppt í fremstu röð í mörg ár. Slík nálgun samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Þáttökuskilyrðum skal ekki breyta á meðan mót er í gangi, og hver reglubreyting skal gerð eftir viðeigandi ferli og byggð á vísindalegum grunni.“ Verði að koma sér saman um regluverk Þá kveðst ólympíunefndin staðráðin í að vernda mannréttindi allra íþróttamanna og harmar yfirganginn sem þau Khelif og Yu-ting hafi mátt þola. Ólympíunefndin hafi tekið ákvörðun um að viðurkenna ekki Alþjóðahnefaleikasambandið árið 2023, eftir að hafa vísað sambandinu úr nefndinni árið 2019. Sú ákvörðun hafi fengist staðfest af Alþjóðaíþróttadómstólnum. Loks segir að boxsambönd heims verði að koma sér saman um regluverk fyrir næstu ólympíuleika, eigi box að vera áfram á leikunum.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Sjá meira