Allt að verða klárt fyrir embættistöku sjöunda forseta lýðveldisins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. ágúst 2024 12:31 Undirbúningur fyrir embættistöku forseta Íslands hefur staðið yfir í og við Alþingi undanfarnar vikur. Í gær var meðal annars unnið að því að setja upp risaskjái á Austurvelli hvar almenningur getur fylgst með athöfninni. Vísir/Sigurjón Halla Tómasdóttir verður sett í embætti sem sjöundi forseti Íslenska lýðveldisins í dag, önnur kvenna til að gegna embættinu. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni verða þrír fyrrverandi forsetar viðstaddir athöfnina. Embættistaka forseta Íslands hefst með helgiathöfn í Dómkirkjunni klukkan hálf fjögur í dag. Þar á eftir verður kjöri Höllu Tómasdóttir í embætti forseta lýst við athöfn í sal Alþingis og hún undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni og flytja ávarp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis segir nú allt að verða tilbúið fyrir athöfnina. „Það er nú ekki seinna vænna en þetta er allt að koma hjá okkur,“ segir Ragna. Alls er búist við á fjórða hundrað gesta, auk þess sem almenningi býðst að fylgjast með athöfninni af Austurvelli og í sjónvarpi. „Alþingishúsið hefur verið notað til innsetningarinnar, eða embættistökunnar, síðan 1949 og skýrist mögulega af því að það voru auðvitað ekki mörg húsakynni sem að komu til álita. En það var alltaf þannig fram til gildistöku nýrra kosningalaga árið 2021 að forseti Hæstaréttar setti forset inn í embætti og gerir það í húsakynnum Alþingis,“ segir Ragna, en með nýjum kosningalögum verður sú breyting á nú að formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta. „Eftir því sem tímarnir liðu urðu þetta aðeins fjölmennari athafnir. En við sáum það núna að með því að sinna nútímakröfum um flóttaleiðir og annað að þá þyrftum við að hafa aðeins færri í þinghúsinu, sem eru þó alveg um 140 manns, en það var þá heppilegt að við getum nýtt Smiðjuna, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, þar erum við með mjög flottan ráðstefnusal þar sem við ætlum að hýsa þá hluta gesta,“ segir Ragna. Meðal þeirra sem viðstödd verða athöfnina í þingsal eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, og Guðni Th. Jóhannesson sem lauk sinni embættistíð á miðnætti í gær. Þetta verður þannig í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem svo mörg sem gegnt hafa embætti forseta verða viðstödd athöfnina. „Þetta er auðvitað mjög söguleg stund og auðvitað alltaf mjög hátíðlegt þegar nýr forseti tekur við keflinu. Það verður þarna góð mæting af hálfu fyrrum forseta sem verður auðvitað frábært,“ segir Ragna. Þakka Guðna og hlakka til samstarfs með Höllu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa báðir gegnt embættis forsætisráðherra í tíð Guðna Th. Jóhannessonar. Þeir þökkuðu í gær Guðna fyrir samstarfið og óska Höllu velfarnaðar í starfi. „Guðni hefur verið farsæll forseti og fyrir ríkisstjórn verið gott að leita til hans,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu að loknum ríkisráðsfundi í gær og forsætisráðherra tók í svipaðan streng. „Þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýjan forseta sem að ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér og mun eflaust móta embættið eins og fyrri forsetar hafa gert, með sínum hætti,“ segir Bjarni. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Sjá meira
Embættistaka forseta Íslands hefst með helgiathöfn í Dómkirkjunni klukkan hálf fjögur í dag. Þar á eftir verður kjöri Höllu Tómasdóttir í embætti forseta lýst við athöfn í sal Alþingis og hún undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni og flytja ávarp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis segir nú allt að verða tilbúið fyrir athöfnina. „Það er nú ekki seinna vænna en þetta er allt að koma hjá okkur,“ segir Ragna. Alls er búist við á fjórða hundrað gesta, auk þess sem almenningi býðst að fylgjast með athöfninni af Austurvelli og í sjónvarpi. „Alþingishúsið hefur verið notað til innsetningarinnar, eða embættistökunnar, síðan 1949 og skýrist mögulega af því að það voru auðvitað ekki mörg húsakynni sem að komu til álita. En það var alltaf þannig fram til gildistöku nýrra kosningalaga árið 2021 að forseti Hæstaréttar setti forset inn í embætti og gerir það í húsakynnum Alþingis,“ segir Ragna, en með nýjum kosningalögum verður sú breyting á nú að formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta. „Eftir því sem tímarnir liðu urðu þetta aðeins fjölmennari athafnir. En við sáum það núna að með því að sinna nútímakröfum um flóttaleiðir og annað að þá þyrftum við að hafa aðeins færri í þinghúsinu, sem eru þó alveg um 140 manns, en það var þá heppilegt að við getum nýtt Smiðjuna, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, þar erum við með mjög flottan ráðstefnusal þar sem við ætlum að hýsa þá hluta gesta,“ segir Ragna. Meðal þeirra sem viðstödd verða athöfnina í þingsal eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, og Guðni Th. Jóhannesson sem lauk sinni embættistíð á miðnætti í gær. Þetta verður þannig í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem svo mörg sem gegnt hafa embætti forseta verða viðstödd athöfnina. „Þetta er auðvitað mjög söguleg stund og auðvitað alltaf mjög hátíðlegt þegar nýr forseti tekur við keflinu. Það verður þarna góð mæting af hálfu fyrrum forseta sem verður auðvitað frábært,“ segir Ragna. Þakka Guðna og hlakka til samstarfs með Höllu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa báðir gegnt embættis forsætisráðherra í tíð Guðna Th. Jóhannessonar. Þeir þökkuðu í gær Guðna fyrir samstarfið og óska Höllu velfarnaðar í starfi. „Guðni hefur verið farsæll forseti og fyrir ríkisstjórn verið gott að leita til hans,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu að loknum ríkisráðsfundi í gær og forsætisráðherra tók í svipaðan streng. „Þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýjan forseta sem að ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér og mun eflaust móta embættið eins og fyrri forsetar hafa gert, með sínum hætti,“ segir Bjarni.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Sjá meira