Á tuttugu bestu tíma sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2024 12:30 Katie Ledecky brosir eftir sigur sinn í gær en það var enn langt í hinar sundkonurnar í úrslitasundinu. Getty/Maddie Meyer Bandaríska sundkonan Katie Ledecky vann í gær yfirburðasigur í 1500 metra skriðsundi á Ólympíuleikunum í París og bætti einum tímanum í viðbót í hóp þeirra bestu í sögunni. Ledecky var þarna að vinna áttundu gullverðlaun sín á Ólympíuleikum og sín tólftu verðlaun í heildina. Ledecky stakk keppinauta sína af í keppninni og þeir voru hvergi sjáanlegir þegar sú bandaríska kom í markið. Hún setti nýtt Ólympíumet og þetta var áttunda besta sund sögunnar. Í raun á Ledecky tuttugu bestu tíma sögunnar í 1500 metra skriðsundi kvenna sem er mögnuð staðreynd. Katie Ledecky með gullverðlaun sín og bandaríska fánann eftir verðlaunaafhendinguna í gær.Getty/Maddie Meyer Hn 27 ára gamla Ledecky deilir nú metinu yfir flest verðlaun bandarískra sundkvenna á Ólympíuleikum með þeim Döru Torres, Natalie Coughlin og Jenny Thompson. Þau gætu orðið fleiri því eftir keppnina var Ledecky strax farin að tala um Ólympíuleikanna í Los Angeles 2028. „Ég hef verið mjög staðföst í því undanfarna mánuði sem og síðustu ár að segja að ég myndi elska að keppa í Los Angeles og það hefur ekkert breyst,“ sagði Katie Ledecky eftir sundið. „Það gæti hins vegar breyst. Maður veit aldrei. Ég mun taka þetta ár fyrir ár hér eftir og ég hef ekki mikið pælt í því hvað tekur við í haust, hvað þá á næsta ári,“ sagði Ledecky. Hún hefur unnið 1500 metra skriðsundið á síðustu tveimur leikum en vann 800 metra sundið á ÓL í London 2012, ÓL í Ríó 2016 og á síðustu leikum. Hún getur líka unnið 800 metra sundið á þessum Ólympíuleikum og unnið þar með gull í sömu grein á fjórum leikum í röð. Úrslitin í því sundi eru á laugardaginn. „Staðan er aftur á móti sú að mér finnst ég ekki vera búin að segja mitt síðasta í þessu sporti næstum því strax,“ sagði Ledecky. „Hver einustu gullverðlaun skipta mig miklu máli og þeim fylgja öllum áskoranir. Ég reyni ekki að velta mér of mikið upp úr sögunni. Ég er samt kominn í hóp kvenna sem ég leit sjálft upp til í svo mörg ár,“ sagði Ledecky. „Ég lít á margar þeirra sem vini mína, stuðningsmenn og fólk sem ég var að horfa á synda þegar ég var að byrja. Ég vona að það sé lítið stelpa þarna úti að horfa á mig og muni síðan koma sterk inn með okkur í framtíðinni,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Ledecky var þarna að vinna áttundu gullverðlaun sín á Ólympíuleikum og sín tólftu verðlaun í heildina. Ledecky stakk keppinauta sína af í keppninni og þeir voru hvergi sjáanlegir þegar sú bandaríska kom í markið. Hún setti nýtt Ólympíumet og þetta var áttunda besta sund sögunnar. Í raun á Ledecky tuttugu bestu tíma sögunnar í 1500 metra skriðsundi kvenna sem er mögnuð staðreynd. Katie Ledecky með gullverðlaun sín og bandaríska fánann eftir verðlaunaafhendinguna í gær.Getty/Maddie Meyer Hn 27 ára gamla Ledecky deilir nú metinu yfir flest verðlaun bandarískra sundkvenna á Ólympíuleikum með þeim Döru Torres, Natalie Coughlin og Jenny Thompson. Þau gætu orðið fleiri því eftir keppnina var Ledecky strax farin að tala um Ólympíuleikanna í Los Angeles 2028. „Ég hef verið mjög staðföst í því undanfarna mánuði sem og síðustu ár að segja að ég myndi elska að keppa í Los Angeles og það hefur ekkert breyst,“ sagði Katie Ledecky eftir sundið. „Það gæti hins vegar breyst. Maður veit aldrei. Ég mun taka þetta ár fyrir ár hér eftir og ég hef ekki mikið pælt í því hvað tekur við í haust, hvað þá á næsta ári,“ sagði Ledecky. Hún hefur unnið 1500 metra skriðsundið á síðustu tveimur leikum en vann 800 metra sundið á ÓL í London 2012, ÓL í Ríó 2016 og á síðustu leikum. Hún getur líka unnið 800 metra sundið á þessum Ólympíuleikum og unnið þar með gull í sömu grein á fjórum leikum í röð. Úrslitin í því sundi eru á laugardaginn. „Staðan er aftur á móti sú að mér finnst ég ekki vera búin að segja mitt síðasta í þessu sporti næstum því strax,“ sagði Ledecky. „Hver einustu gullverðlaun skipta mig miklu máli og þeim fylgja öllum áskoranir. Ég reyni ekki að velta mér of mikið upp úr sögunni. Ég er samt kominn í hóp kvenna sem ég leit sjálft upp til í svo mörg ár,“ sagði Ledecky. „Ég lít á margar þeirra sem vini mína, stuðningsmenn og fólk sem ég var að horfa á synda þegar ég var að byrja. Ég vona að það sé lítið stelpa þarna úti að horfa á mig og muni síðan koma sterk inn með okkur í framtíðinni,“ sagði Ledecky. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira